Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 5. maí 2025 11:33 Ein af grunnstoðum fyrir andlega vellíðan er góður svefn. Því miður glíma fjölmargir við svefnerfiðleika sem lýsa sér í því að þeir eiga erfitt með að festa svefn, vakna á nóttunni eða vakna of snemma að morgni. Orsakir svefnerfiðleika geta verið af ýmsum toga. Hægt er að skipta orsökum svefnerfiðleika í innri og ytri þætti. Það sem flokkast til innri þátta eru þættir eins og kvíði, streita og ýmsar svefnraskanir s.s. kæfisvefn. Ytri þættir eru ung eða óvær börn sem þarf að sinna á nóttunni, mikil neysla kaffis eða áfengis sem og hreyfingarleysi. Til að takast á við svefnvanda er mikilvægt að kortleggja svefnvenjur hvers og eins. Einnig að skoða hversu stór vandinn er og hversu lengi hann hefur varað. Það er ekki óalgengt að fólk fái svefnleysið á heilann og hugsi um það allan daginn hversu lítið þeir hafi sofið síðustu nótt og hvernig þeir ætli að bæta sér upp svefnleysið næstu nótt. Það eru algeng mistök hjá fólki sem glímir við svefnerfiðleika að fara of snemma upp í rúm. Jafnvel áður en það finnur til syfju. Algengar hugsanir í svefnleysi eru hversu skaðlegt svefnleysið geti orðið fyrir heilsuna og hvort við getum hreinlega orðið brjáluð af svefnleysi. Því meiri sem áhyggjurnar af svefnleysi eru því ólíklegra er að okkur takist að laga svefninn. Sumir grípa til þess ráðs að fá lyfseðilsskyld lyf til að takast á við svefnleysi. Í sumum tilfellum getur það verið hjálplegt til að takast á við svefnleysi vegna tímabundins álags eða annarra þátta. Hættan er hins vegar sú að tímabundin notkun breytist í langtímanotkun sem erfitt getur verið að takast á við síðar. Það er hins vegar aldrei of seint að fá aðstoð við að takast á við svefnvanda. Fagfólk eins og sálfræðingar geta aðstoðað við að bæta svefnvenjur sem síðan leiðir til betri svefns. Fyrsta skrefið til að ná betri svefni er að skrá niður svefninn, bæði hversu lengi er sofið og eins hvenær farið er í rúmið á kvöldin og úr því að morgni. Sumir nota úr sem mælir svefn. Hættan er sú að mælingunni sem er ætlað að gefa greinargóðar upplýsingar um svefngæði geti vakið kvíða ef svefninn er ófullnægjandi. Nú fer bjartasti tími ársins í hönd. Mörgum finnst erfitt að festa svefn þegar nóttin er björt og fuglarnir syngja allan sólahringinn. Góð myrkvunartjöld í svefnherbergið sem útiloka birtu og eyrnatappar sem útiloka umhverfishljóð geta verið gott fyrsta skref í átt að betri svefni. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Heilsa Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Ein af grunnstoðum fyrir andlega vellíðan er góður svefn. Því miður glíma fjölmargir við svefnerfiðleika sem lýsa sér í því að þeir eiga erfitt með að festa svefn, vakna á nóttunni eða vakna of snemma að morgni. Orsakir svefnerfiðleika geta verið af ýmsum toga. Hægt er að skipta orsökum svefnerfiðleika í innri og ytri þætti. Það sem flokkast til innri þátta eru þættir eins og kvíði, streita og ýmsar svefnraskanir s.s. kæfisvefn. Ytri þættir eru ung eða óvær börn sem þarf að sinna á nóttunni, mikil neysla kaffis eða áfengis sem og hreyfingarleysi. Til að takast á við svefnvanda er mikilvægt að kortleggja svefnvenjur hvers og eins. Einnig að skoða hversu stór vandinn er og hversu lengi hann hefur varað. Það er ekki óalgengt að fólk fái svefnleysið á heilann og hugsi um það allan daginn hversu lítið þeir hafi sofið síðustu nótt og hvernig þeir ætli að bæta sér upp svefnleysið næstu nótt. Það eru algeng mistök hjá fólki sem glímir við svefnerfiðleika að fara of snemma upp í rúm. Jafnvel áður en það finnur til syfju. Algengar hugsanir í svefnleysi eru hversu skaðlegt svefnleysið geti orðið fyrir heilsuna og hvort við getum hreinlega orðið brjáluð af svefnleysi. Því meiri sem áhyggjurnar af svefnleysi eru því ólíklegra er að okkur takist að laga svefninn. Sumir grípa til þess ráðs að fá lyfseðilsskyld lyf til að takast á við svefnleysi. Í sumum tilfellum getur það verið hjálplegt til að takast á við svefnleysi vegna tímabundins álags eða annarra þátta. Hættan er hins vegar sú að tímabundin notkun breytist í langtímanotkun sem erfitt getur verið að takast á við síðar. Það er hins vegar aldrei of seint að fá aðstoð við að takast á við svefnvanda. Fagfólk eins og sálfræðingar geta aðstoðað við að bæta svefnvenjur sem síðan leiðir til betri svefns. Fyrsta skrefið til að ná betri svefni er að skrá niður svefninn, bæði hversu lengi er sofið og eins hvenær farið er í rúmið á kvöldin og úr því að morgni. Sumir nota úr sem mælir svefn. Hættan er sú að mælingunni sem er ætlað að gefa greinargóðar upplýsingar um svefngæði geti vakið kvíða ef svefninn er ófullnægjandi. Nú fer bjartasti tími ársins í hönd. Mörgum finnst erfitt að festa svefn þegar nóttin er björt og fuglarnir syngja allan sólahringinn. Góð myrkvunartjöld í svefnherbergið sem útiloka birtu og eyrnatappar sem útiloka umhverfishljóð geta verið gott fyrsta skref í átt að betri svefni. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar