Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2025 11:47 Stór hluti Gasastrandarinnar er óbyggilegur og mun ástandið líklega ekki skána með auknum hernaði Ísraela þar á næstu mánuðum. AP/Ariel Schalit Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. Í samtali við fréttamann Channel 12 í morgun sagði Smotrich að Ísraelar ætluðu að hernema Gasaströndina og að þeir myndu aldrei fara aftur. Þeir ætluðu að vinna fullnaðarsigur. Yfirvöld í Ísrael hafa samþykkt áætlun um að hernema Gasaströndina alfarið á næstu mánuðum og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Verið er að kalla tugi þúsunda varaliðsmanna til herþjónustu sem eiga að taka þátt í hernáminu. Smotrich sagði einnig að Ísraelar ætluðu að taka alfarið yfir stjórn mannúðaraðstoðar á Gasa og aðskilja Hamas frá íbúum svæðisins. Ísraelar vilja taka yfir dreifingu neyðarbyrgða til íbúa og í kjölfarið opna á flæði þeirra aftur inn á svæðið. Yfirvöld í Ísrael segja að neyðarstoðin og það að dreifa henni hjálpi Hamas. AP fréttaveitan segir vísbendingar um að Ísraelar vilji nota öryggisfyrirtæki til að dreifa birgðum um svæðið en forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna segjast ekki ætla að taka þátt í því. Sameinuðu þjóðirnar saka Ísraela um að ætla að nota mannúðaraðstoð sem vopn í hernaði. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Sjá einnig: Ætla að hernema Gasaströndina Times of Israel hefur eftir Miki Zohar, menningarráðherra, að þó hernámið ógnaði þeim gíslum sem Hamas-liðar halda enn á Gasa væri enginn annar kostur í stöðunni. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sagði á dögunum að frelsun gíslanna væri ekki helsta markmið ríkisstjórnarinnar. Sigur gegn Hamas væri markmiðið og leiddi það til mikillar reiði meðal fjölskyldna gíslanna. Talið er að Hamas haldi 59 manns í gíslingu en þar af eru 35 sagðir látnir. Vill enn flytja íbúa til Jórdaníu og Egyptalands Ísraelar hertóku Gasaströndina fyrst árið 1967 en hörfuðu þaðan árið 2005. Tveimur árum eftir það tóku Hamas-liðar völdin þar og hafa stjórnað svæðinu síðan. Samkvæmt nýjum ætlunum Ísraela yrði innrás gerð úr norðri og myndi hún þvinga hundruð þúsunda íbúa Gasastrandarinnar til suðurs, þar sem aðstæður eru og hafa lengi verið ömurlegar. Átökin á svæðinu og linnulausar loftárásir Ísraela hafa gert stóran hluta Gasastrandarinnar óbyggilegan og drepið þúsundir Palestínumanna. Heilbrigðisyfirvöld þar, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega 52 þúsund liggja í valnum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur talað um að Bandaríkin eignist Gasaströndina og geri hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Netanjahú er sagður vilja framfylgja þeirri áætlun og flytja íbúa til Jórdaníu og Egyptalands. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Aðgerðasinnar um borð í skipi sem er á leið til Gaza strandarinnar með hjálpargögn segja að drónaárás hafi verið gerð á skipið þar sem það var statt á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Möltu í nótt. 2. maí 2025 07:51 Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Ísraelsher viðurkennir að hafa drepið starfsmann Sameinuðu þjóðanna í skriðdrekaárás á Gasa í mars. Herinn hafði áður neitað sök. 24. apríl 2025 22:41 Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. 24. apríl 2025 12:05 Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. 22. apríl 2025 09:17 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Í samtali við fréttamann Channel 12 í morgun sagði Smotrich að Ísraelar ætluðu að hernema Gasaströndina og að þeir myndu aldrei fara aftur. Þeir ætluðu að vinna fullnaðarsigur. Yfirvöld í Ísrael hafa samþykkt áætlun um að hernema Gasaströndina alfarið á næstu mánuðum og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Verið er að kalla tugi þúsunda varaliðsmanna til herþjónustu sem eiga að taka þátt í hernáminu. Smotrich sagði einnig að Ísraelar ætluðu að taka alfarið yfir stjórn mannúðaraðstoðar á Gasa og aðskilja Hamas frá íbúum svæðisins. Ísraelar vilja taka yfir dreifingu neyðarbyrgða til íbúa og í kjölfarið opna á flæði þeirra aftur inn á svæðið. Yfirvöld í Ísrael segja að neyðarstoðin og það að dreifa henni hjálpi Hamas. AP fréttaveitan segir vísbendingar um að Ísraelar vilji nota öryggisfyrirtæki til að dreifa birgðum um svæðið en forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna segjast ekki ætla að taka þátt í því. Sameinuðu þjóðirnar saka Ísraela um að ætla að nota mannúðaraðstoð sem vopn í hernaði. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Sjá einnig: Ætla að hernema Gasaströndina Times of Israel hefur eftir Miki Zohar, menningarráðherra, að þó hernámið ógnaði þeim gíslum sem Hamas-liðar halda enn á Gasa væri enginn annar kostur í stöðunni. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sagði á dögunum að frelsun gíslanna væri ekki helsta markmið ríkisstjórnarinnar. Sigur gegn Hamas væri markmiðið og leiddi það til mikillar reiði meðal fjölskyldna gíslanna. Talið er að Hamas haldi 59 manns í gíslingu en þar af eru 35 sagðir látnir. Vill enn flytja íbúa til Jórdaníu og Egyptalands Ísraelar hertóku Gasaströndina fyrst árið 1967 en hörfuðu þaðan árið 2005. Tveimur árum eftir það tóku Hamas-liðar völdin þar og hafa stjórnað svæðinu síðan. Samkvæmt nýjum ætlunum Ísraela yrði innrás gerð úr norðri og myndi hún þvinga hundruð þúsunda íbúa Gasastrandarinnar til suðurs, þar sem aðstæður eru og hafa lengi verið ömurlegar. Átökin á svæðinu og linnulausar loftárásir Ísraela hafa gert stóran hluta Gasastrandarinnar óbyggilegan og drepið þúsundir Palestínumanna. Heilbrigðisyfirvöld þar, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega 52 þúsund liggja í valnum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur talað um að Bandaríkin eignist Gasaströndina og geri hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Netanjahú er sagður vilja framfylgja þeirri áætlun og flytja íbúa til Jórdaníu og Egyptalands.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Aðgerðasinnar um borð í skipi sem er á leið til Gaza strandarinnar með hjálpargögn segja að drónaárás hafi verið gerð á skipið þar sem það var statt á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Möltu í nótt. 2. maí 2025 07:51 Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Ísraelsher viðurkennir að hafa drepið starfsmann Sameinuðu þjóðanna í skriðdrekaárás á Gasa í mars. Herinn hafði áður neitað sök. 24. apríl 2025 22:41 Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. 24. apríl 2025 12:05 Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. 22. apríl 2025 09:17 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Aðgerðasinnar um borð í skipi sem er á leið til Gaza strandarinnar með hjálpargögn segja að drónaárás hafi verið gerð á skipið þar sem það var statt á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Möltu í nótt. 2. maí 2025 07:51
Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Ísraelsher viðurkennir að hafa drepið starfsmann Sameinuðu þjóðanna í skriðdrekaárás á Gasa í mars. Herinn hafði áður neitað sök. 24. apríl 2025 22:41
Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. 24. apríl 2025 12:05
Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. 22. apríl 2025 09:17