„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Hinrik Wöhler skrifar 5. maí 2025 22:30 Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, fagnaði sigri í öðrum heimaleiknum í röð. vísir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Mosfellingar sigruðu Stjörnuna sannfærandi og svöruðu fyrir tapið á móti Fram í síðustu umferð. Magnús Már tileinkaði fyrrum sjálfboðaliða félagsins sigurinn. „Þetta var frábær leikur. Ég ætla að byrja á að tileinka Guðjóni Ármanni Guðjónssyni þennan sigur. Guðjón sem var í meistaraflokksráði hjá okkur lést á dögunum og ég votta fjölskyldu og vinum hans samúð. Þessi sigur er tileinkaður honum,“ sagði Magnús Már. „Frábær leikur hjá strákunum, það er sjálfboðaliðum eins og Guðjóni að þakka að félagið er á þeim stað sem það er í dag, að spila í Bestu-deildinni. Ég votta mikla virðingu til fjölskyldu og vina,“ bætti þjálfarinn við. Mosfellingar töpuðu illa á móti Fram í síðustu umferð en allt annað lið kom til leiks í kvöld og voru mun grimmari á öllum sviðum. Magnús er afar bjartsýnn fyrir framhaldinu og líkir sóknarleiknum við tómatsósu. „Spilamennskan var allt í lagi á móti Fram. Nú vorum við beittir í teigunum og vorum að klára færin betur, þetta er eins og eldgamla tómatsósan. Stundum kemur ekkert út úr henni en svo fer allt að sulla og ég held að það sé nóg í flöskunni fyrir sumarið.“ Það má segja að allir leikmenn liðsins hafi átt góðan leik í liði Aftureldingar, frá öftustu línu til fremsta manns, og því er Magnús sammála. „Frábær liðsheild í dag. Allir sem byrjuðu og komu inn á áttu frábæran leik. Gríðarlega stoltur af strákunum í dag, hrikalega vel gert hjá þeim.“ Stokke fór beint í byrjunarliðið Benjamin Stokke, framherjinn stæðilegi, gekk til liðs við Aftureldingu fyrir nokkrum dögum síðan og lék sinn fyrsta leik í kvöld. Magnús Már var sáttur með norska framherjann í kvöld. „Hann var mjög öflugur. Góður í uppspili og gerði mikið fyrir okkur. Hann er að komast inn í hlutina og verður vaxandi og vonandi enn betri fyrir okkur í næstu leikjum.“ Það voru nokkrir Mosfellingar frá vegna meiðsla en Arnór Gauti Ragnarsson var ekki með Mosfellingum í kvöld og var í borgaralegum klæðum í stúkunni. Hann varð fyrir hnjaski, Oliver [Sigurjónsson] og Sigurpáll [Melberg Pálsson] voru allir ýmis veikir eða meiddir þannig það var smá hnjask á okkur fyrir leik. Það komu aðrir menn inn í staðinn og stóðu sig vel. Við erum með hörku hóp og liðsheild og ég held að allir þessir leikmenn ættu að vera tilbúnir í næsta leik, ekkert alvarlegt,“ sagði þjálfarinn að endingu. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Magnús Már tileinkaði fyrrum sjálfboðaliða félagsins sigurinn. „Þetta var frábær leikur. Ég ætla að byrja á að tileinka Guðjóni Ármanni Guðjónssyni þennan sigur. Guðjón sem var í meistaraflokksráði hjá okkur lést á dögunum og ég votta fjölskyldu og vinum hans samúð. Þessi sigur er tileinkaður honum,“ sagði Magnús Már. „Frábær leikur hjá strákunum, það er sjálfboðaliðum eins og Guðjóni að þakka að félagið er á þeim stað sem það er í dag, að spila í Bestu-deildinni. Ég votta mikla virðingu til fjölskyldu og vina,“ bætti þjálfarinn við. Mosfellingar töpuðu illa á móti Fram í síðustu umferð en allt annað lið kom til leiks í kvöld og voru mun grimmari á öllum sviðum. Magnús er afar bjartsýnn fyrir framhaldinu og líkir sóknarleiknum við tómatsósu. „Spilamennskan var allt í lagi á móti Fram. Nú vorum við beittir í teigunum og vorum að klára færin betur, þetta er eins og eldgamla tómatsósan. Stundum kemur ekkert út úr henni en svo fer allt að sulla og ég held að það sé nóg í flöskunni fyrir sumarið.“ Það má segja að allir leikmenn liðsins hafi átt góðan leik í liði Aftureldingar, frá öftustu línu til fremsta manns, og því er Magnús sammála. „Frábær liðsheild í dag. Allir sem byrjuðu og komu inn á áttu frábæran leik. Gríðarlega stoltur af strákunum í dag, hrikalega vel gert hjá þeim.“ Stokke fór beint í byrjunarliðið Benjamin Stokke, framherjinn stæðilegi, gekk til liðs við Aftureldingu fyrir nokkrum dögum síðan og lék sinn fyrsta leik í kvöld. Magnús Már var sáttur með norska framherjann í kvöld. „Hann var mjög öflugur. Góður í uppspili og gerði mikið fyrir okkur. Hann er að komast inn í hlutina og verður vaxandi og vonandi enn betri fyrir okkur í næstu leikjum.“ Það voru nokkrir Mosfellingar frá vegna meiðsla en Arnór Gauti Ragnarsson var ekki með Mosfellingum í kvöld og var í borgaralegum klæðum í stúkunni. Hann varð fyrir hnjaski, Oliver [Sigurjónsson] og Sigurpáll [Melberg Pálsson] voru allir ýmis veikir eða meiddir þannig það var smá hnjask á okkur fyrir leik. Það komu aðrir menn inn í staðinn og stóðu sig vel. Við erum með hörku hóp og liðsheild og ég held að allir þessir leikmenn ættu að vera tilbúnir í næsta leik, ekkert alvarlegt,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira