Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Auðun Georg Ólafsson skrifar 6. maí 2025 13:03 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, gerir ráð fyrir annarri kosningu til kanslara Þýskalands á næstu dögum eða innan tveggja vikna eins og stjórnarskráin leyfir. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, hafa verið niðurlægðan í morgun þegar honum mistókst að tryggja sér kjör í tilnefningu til kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel, leiðtogi hægri flokksins AfD, krefst þess að kosningar fari fram á ný. Í fyrsta sinn í sögu Þýskalands, eftir endurreisn þess sem lýðræðisríkis eftir seinni heimsstyrjöld, náði væntanlegur kanslari ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu um tilnefningu til embættis kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel leiðtogi AfD krafðist þess á blaðamannafundi strax í kjölfarið að boðað yrði til nýrra þingkosninga. Flokkur hennar, sem á þýsku nefnist Alternative für Deutschland eða AfD, er andvígur Evrópusambandinu og er talinn íhaldssamur, þjóðernissinnaður og popúlískur. Flokkurinn varð næst stærsti þingflokkur Þýskalands í kosningunum í febrúar síðastliðnum þar sem hann hlaut 20,8% atkvæða og 152 þingsæti af 630. Alice Weidel er formaður AfD eða Valkosts fyrir Þýskaland. Hún fer fram á að kosið verði til þings á ný. Getty Sameinast um andstöðu gegn AfD Kosningum í Þýskalandi var flýtt um sjö mánuði eftir að óvinsæl ríkisstjórn Olafs Scholz, leiðtoga Sósíaldemókrata féll. Eftir kosningarnar í febrúar síðastliðnum hófust viðræður milli Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Kristilegir demókratar fengu 28,6 prósent atkvæða, eða 208 þingsæti. Sósíaldemókratar fengu 16,4 prósent og 120 þingsæti. Saman eru flokkarnir því með 328 sæti á þýska þinginu, af 630. Sameiginlegt hagsmunamál flokkanna tveggja er að halda AfD frá völdum. Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfti Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310 í kjörinu til kanslara í morgun. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Veikir stöðu Merz Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, á þó von á að Friedrich Merz verði á endanum útnefndur kanslari. „Þetta er auðvitað ferlega niðurlægjandi fyrir Merz og veikir stöðu hans bæði innan Þýskalands en einnig á alþjóðavettvangi. Merz hafði ráðgert mikla ferð um Evrópu sem nýr kanslari og þau plön hljóta að breytast eitthvað.“ Voru það Sósíaldemókratar sem stungu hann í bakið eða þingmenn úr hans eigin flokki? „Menn eru ennþá að fara yfir hvar þessi atkvæði liggja en það er augljóst að einhverjir innan raða þessara stjórnarflokka vilji veita honum einhverja ráðningu áður en farið er af stað.“ Hvað gerist þá næst? „Þingflokkarnir ráða ráðum sínum og þegar þeir hafa fundið út úr hver stuðningurinn raunverulega er þá má gera ráð fyrir annarri kosningu til kanslara á næstu dögum eða innan tveggja vikna. Þriðja kjörið til kanslara á þinginu er mögulegt og þá dugar bara einfaldur meirihluti fyrir þann sem verður þá kanslari. Þannig að það eru allar líkur á að þetta gangi á endanum.“ Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögu Þýskalands, eftir endurreisn þess sem lýðræðisríkis eftir seinni heimsstyrjöld, náði væntanlegur kanslari ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu um tilnefningu til embættis kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel leiðtogi AfD krafðist þess á blaðamannafundi strax í kjölfarið að boðað yrði til nýrra þingkosninga. Flokkur hennar, sem á þýsku nefnist Alternative für Deutschland eða AfD, er andvígur Evrópusambandinu og er talinn íhaldssamur, þjóðernissinnaður og popúlískur. Flokkurinn varð næst stærsti þingflokkur Þýskalands í kosningunum í febrúar síðastliðnum þar sem hann hlaut 20,8% atkvæða og 152 þingsæti af 630. Alice Weidel er formaður AfD eða Valkosts fyrir Þýskaland. Hún fer fram á að kosið verði til þings á ný. Getty Sameinast um andstöðu gegn AfD Kosningum í Þýskalandi var flýtt um sjö mánuði eftir að óvinsæl ríkisstjórn Olafs Scholz, leiðtoga Sósíaldemókrata féll. Eftir kosningarnar í febrúar síðastliðnum hófust viðræður milli Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Kristilegir demókratar fengu 28,6 prósent atkvæða, eða 208 þingsæti. Sósíaldemókratar fengu 16,4 prósent og 120 þingsæti. Saman eru flokkarnir því með 328 sæti á þýska þinginu, af 630. Sameiginlegt hagsmunamál flokkanna tveggja er að halda AfD frá völdum. Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfti Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310 í kjörinu til kanslara í morgun. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Veikir stöðu Merz Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, á þó von á að Friedrich Merz verði á endanum útnefndur kanslari. „Þetta er auðvitað ferlega niðurlægjandi fyrir Merz og veikir stöðu hans bæði innan Þýskalands en einnig á alþjóðavettvangi. Merz hafði ráðgert mikla ferð um Evrópu sem nýr kanslari og þau plön hljóta að breytast eitthvað.“ Voru það Sósíaldemókratar sem stungu hann í bakið eða þingmenn úr hans eigin flokki? „Menn eru ennþá að fara yfir hvar þessi atkvæði liggja en það er augljóst að einhverjir innan raða þessara stjórnarflokka vilji veita honum einhverja ráðningu áður en farið er af stað.“ Hvað gerist þá næst? „Þingflokkarnir ráða ráðum sínum og þegar þeir hafa fundið út úr hver stuðningurinn raunverulega er þá má gera ráð fyrir annarri kosningu til kanslara á næstu dögum eða innan tveggja vikna. Þriðja kjörið til kanslara á þinginu er mögulegt og þá dugar bara einfaldur meirihluti fyrir þann sem verður þá kanslari. Þannig að það eru allar líkur á að þetta gangi á endanum.“
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira