Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Lovísa Arnardóttir skrifar 6. maí 2025 15:49 Inga Sæland hefur skipað Sigríði Ósk Bjarnadóttur í stað Rúnars Sigurjónssonar í stjórn HMS. Vísir/Anton Brink Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað nýjan fulltrúa í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) til að uppfylla lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Nýr fulltrúi í stjórn verður Sigríður Ósk Bjarnardóttir, doktor í byggingarverkfræði. Hún tekur sæti Rúnars Sigurjónssonar sem verður varamaður. Skipun Ingu í stjórn HMS hefur vakið athygli en þar var stjórn stofnunnarinnar skipt út. Jafnréttisstofa gerði athugasemd við skipunina og taldi hana stangast á við jafnréttislög. Auk þess gerði Verkfræðingafélags Íslands athugasemdir en það er mat félagsins að stjórnarmenn skorti fagþekkingu. Inga sagði eftir ríkisstjórnarfund að hún liti það grafalvarlegum augum ef lögin hefðu verið brotin. Ef það væri raunin yrði þessu breytt og það hefur nú verið gert. Eftir breytingarnar verður stjórnin svo skipuð samkvæmt tilkynningu: • Sigurður Tyrfingsson, formaður, án tilnefningar, • Jónas Yngvi Ásgrímsson, án tilnefningar, • Oddný Árnadóttir, án tilnefningar, • Sigríður Ósk Bjarnadóttir, án tilnefningar, • Arnar Þór Sævarsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til vara: • Hanna Guðmundsdóttir, án tilnefningar, • Rúnar Sigurjónsson, án tilnefningar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Tengdar fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist treysta Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem Inga hafi skipað í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Miðað við þær upplýsingar sem hún hafi segist Kristrún ekki sjá annað en að lögum hafi verið fylgt og ekkert bendi til annars en að Flokki fólksins beri að fara að lögum líkt og öðrum. 6. maí 2025 11:03 „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00 Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Jafnréttisstofa mun óska eftir útskýringum hjá félags- og húsnæðismálaráðherra á skipun hennar í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áttatíu prósent stjórnarmanna eru karlmenn. 30. apríl 2025 12:30 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Nýr fulltrúi í stjórn verður Sigríður Ósk Bjarnardóttir, doktor í byggingarverkfræði. Hún tekur sæti Rúnars Sigurjónssonar sem verður varamaður. Skipun Ingu í stjórn HMS hefur vakið athygli en þar var stjórn stofnunnarinnar skipt út. Jafnréttisstofa gerði athugasemd við skipunina og taldi hana stangast á við jafnréttislög. Auk þess gerði Verkfræðingafélags Íslands athugasemdir en það er mat félagsins að stjórnarmenn skorti fagþekkingu. Inga sagði eftir ríkisstjórnarfund að hún liti það grafalvarlegum augum ef lögin hefðu verið brotin. Ef það væri raunin yrði þessu breytt og það hefur nú verið gert. Eftir breytingarnar verður stjórnin svo skipuð samkvæmt tilkynningu: • Sigurður Tyrfingsson, formaður, án tilnefningar, • Jónas Yngvi Ásgrímsson, án tilnefningar, • Oddný Árnadóttir, án tilnefningar, • Sigríður Ósk Bjarnadóttir, án tilnefningar, • Arnar Þór Sævarsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til vara: • Hanna Guðmundsdóttir, án tilnefningar, • Rúnar Sigurjónsson, án tilnefningar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Tengdar fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist treysta Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem Inga hafi skipað í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Miðað við þær upplýsingar sem hún hafi segist Kristrún ekki sjá annað en að lögum hafi verið fylgt og ekkert bendi til annars en að Flokki fólksins beri að fara að lögum líkt og öðrum. 6. maí 2025 11:03 „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00 Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Jafnréttisstofa mun óska eftir útskýringum hjá félags- og húsnæðismálaráðherra á skipun hennar í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áttatíu prósent stjórnarmanna eru karlmenn. 30. apríl 2025 12:30 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist treysta Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem Inga hafi skipað í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Miðað við þær upplýsingar sem hún hafi segist Kristrún ekki sjá annað en að lögum hafi verið fylgt og ekkert bendi til annars en að Flokki fólksins beri að fara að lögum líkt og öðrum. 6. maí 2025 11:03
„Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00
Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Jafnréttisstofa mun óska eftir útskýringum hjá félags- og húsnæðismálaráðherra á skipun hennar í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áttatíu prósent stjórnarmanna eru karlmenn. 30. apríl 2025 12:30