Fótbolti

Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Denzel Dumfries skoraði frábært mark fyrir Internazionale í 3-3 jafntefli í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Barcelona.
Denzel Dumfries skoraði frábært mark fyrir Internazionale í 3-3 jafntefli í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. Getty/David Ramos

Internazionale tekur í kvöld á móti Barcelona í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Það er ljóst að það verður sett nýtt met á San Siro.

Eftir 3-3 jafntefli í fyrri leiknum á Spáni þá er allt opið fyrir kvöldið. Mikil spenna er fyrir leiknum sem verður sýndur beint á Vodafone Sport í kvöld.

Áhuginn á Ítalíu er líka gríðarlegur og það skilar miklum tekjum í kassann hjá gjaldkera félagsins.

Ítalska stórblaðið Gazzetta dello Sport slær því upp að Internazionale setji í kvöld nýtt met í tekjum af fótboltaleik.

Internazionale mun fá fjórtán milljónir evra í kassann frá þessum eina leik sem er meira en tveir milljarðar í íslenskum krónum.

San Siro leikvangurinn tekur meira en 75 þúsund manns í sæti og það var gríðarleg eftirspurn eftir miðum.

Þetta er það mesta sem ítalskt félag hefur grætt á fótboltaleik og bætir tveggja ára gamalt met.

Fyrra metið var 12,5 milljónir evra og var sett á undanúrslitaleik Internazionale og AC Milan í Meistaradeildinni 2023.

Internazionale hefur grætt vel á Meistaradeildinni í vetur en félagið græddi tíu milljónir evra á heimaleiknum á móti Bayern Munchen í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Upphitun hefst á Vodafone Sport klukkan 18.30 en leikurinn byrjar svo klukkan 19.00. Eftir leikinn munu Meistaradeildarmörkin gera upp kvöldið á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×