Golf

Vinirnir vara Tiger við en honum er skít­sama

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiger Woods er ekki hræddur við tengslin við Trump þótt vinir hans séu það.
Tiger Woods er ekki hræddur við tengslin við Trump þótt vinir hans séu það. Getty/Carmen Mandato/

Ástarmál bandarísku golfgoðsagnarinnar Tiger Woods hafa verið á milli tannanna á fólki síðustu mánuði eftir að heimurinn frétti af nýju kærustunni hans.

Tiger á þessa dagana í ástarsambandi við Vanessu Trump sem er þekktust fyrir að vera fyrrverandi tengdadóttir Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Vinir Tiger hafa hins vegar varað hann við þessu sambandi því þeir óttast að sambandið skaði orðspor hans.

Tiger er aftur á móti í engum vafa sjálfur. „Mér er skítsama um hvað öðrum finnst,“ svaraði Tiger Woods samkvæmt heimildum Daily Mail. Sænska Aftonbladet segir frá.

Sambandið er orðið fimm mánaða gamalt en það var þó ekki gert opinbert fyrr en í mars.

Woods spilar ekki golf á þessu tímabili því hann sleit hásin á dögunum.

Vanessa Trump er fyrrum eiginkona Donald Trump yngri og eiga þau fimm börn saman. Þau voru gift frá 2005 til 2018.

Daily Mail segir vini Tigers vera að reyna að vara hann við því hann hefur alltaf verið ópólítískur en verður það ekki lengur í þessu sambandi.

Woods er sagður gera sér vel grein fyrir mögulegum afleiðingum en það skipti hann engu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×