Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 07:00 Bergrós Björnsdóttir brosir hér eftir að hafa tryggt sér sigur í lytingagreininni. @wodlandfest CrossFit sérfræðingarnir Brian Friend og Patrick Clark á CrossFit miðlinum „Be friendly Fitness“ voru afar hrifnir af frammistöðu Selfyssingsins Bergrósar Björnsdóttur á WodLand Fest mótinu á dögunum. WodLand Fest var undanúrslitamót Evrópu og tvö sæti voru í boði á heimsleikana í CrossFit í haust. Bergrós náði reyndar ekki öðru þeirra sæta en vakti mikla athygli með því að ná fimmta sætinu og sanna sig meðal þeirra bestu í Evrópu. Bergrós er að taka risastórt skref inn í keppni fullorðinna á þessu ári eftir að hafa keppt í unglingahlutunum með góðum árangri undanfarin ár. Snorri Barón Jónsson var hrifinn af frammistöðunni hjá Bergrós á mótinu. Þegar Brian Friend og Patrick Clark gerðu upp WodLand Fest mótið í hlaðvarpsþætti Be friendly Fitness þá barst talið að frammistöðu Bergrósar. Fimmta sætið kom mikið á óvart „Talandi um sjálfstraust og unga keppendur þá er ástæða til að fjalla um hina átján ára gömlu Bergrós Björnsdóttur frá Reykjavík,“ sagði Clark en Bergrós keppir fyrir CrossFit Reykjavík þótt að hún búi og sé frá Selfossi. „Hún var alveg ótrúleg. Alveg eins og með Taylu Howe þá bjóst ég ekki við því að Bergrós gæti náð einu af fimm efstu sætunum í þessari miklu samkeppni. Ég bjóst við henni sterkri í lyftingagreinunum og ég veit að hún er í góðu formi,“ sagði Friend. Það má sjá þá gera upp allt mótið hér fyrir neðan. Hefði fengið hrós fyrir tíunda sætið „Hún hefur vissulega verið að ná sér í meiri keppnisreynslu síðustu misseri en hún hefði fengið mikið hrós frá mér bara fyrir að ná tíunda sætinu. Að hún skuli ná fimmta sætinu er afar eftirtektarvert,“ sagði Friend. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=r0WX6MGWv50">watch on YouTube</a> „Það sem gerir þetta enn merkilegra er að hún byrjaði helgina ekki vel og varð um tíma í 45. og 29. sæti en tókst samt að klifra alla leið upp í fimmta sætið. Þetta er miklu meira en ég taldi mögulegt fyrir hana á þessari helgi og þetta er mjög flott hjá henni,“ sagði Friend. „Það verður spennandi að fylgjast með henni í framhaldinu því hún sýndi að hún á heima þarna. Hún stóð sig vel í keppni við þessa reynslubolta og þeir tóku vel á móti henni sem sýnir líka mikið,“ sagði Clark. „Þetta er stelpa sem er án efa í fararbroddi hjá næstu kynslóð íslenskra keppenda. Hún fer fyrir þeim hópi,“ sagði Clark. Friend tók undir það. Bergrós vann eina grein og varð í öðru sæti í annarri. Sigur hennar kom í lyftingagreinni en eftir keppni viðurkenndi okkar kona að hún þyrfti kannski að hlaupa aðeins meira. View this post on Instagram A post shared by Bergrós Björnsdóttir (@bergrosbjornsdottir) CrossFit Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Sjá meira
WodLand Fest var undanúrslitamót Evrópu og tvö sæti voru í boði á heimsleikana í CrossFit í haust. Bergrós náði reyndar ekki öðru þeirra sæta en vakti mikla athygli með því að ná fimmta sætinu og sanna sig meðal þeirra bestu í Evrópu. Bergrós er að taka risastórt skref inn í keppni fullorðinna á þessu ári eftir að hafa keppt í unglingahlutunum með góðum árangri undanfarin ár. Snorri Barón Jónsson var hrifinn af frammistöðunni hjá Bergrós á mótinu. Þegar Brian Friend og Patrick Clark gerðu upp WodLand Fest mótið í hlaðvarpsþætti Be friendly Fitness þá barst talið að frammistöðu Bergrósar. Fimmta sætið kom mikið á óvart „Talandi um sjálfstraust og unga keppendur þá er ástæða til að fjalla um hina átján ára gömlu Bergrós Björnsdóttur frá Reykjavík,“ sagði Clark en Bergrós keppir fyrir CrossFit Reykjavík þótt að hún búi og sé frá Selfossi. „Hún var alveg ótrúleg. Alveg eins og með Taylu Howe þá bjóst ég ekki við því að Bergrós gæti náð einu af fimm efstu sætunum í þessari miklu samkeppni. Ég bjóst við henni sterkri í lyftingagreinunum og ég veit að hún er í góðu formi,“ sagði Friend. Það má sjá þá gera upp allt mótið hér fyrir neðan. Hefði fengið hrós fyrir tíunda sætið „Hún hefur vissulega verið að ná sér í meiri keppnisreynslu síðustu misseri en hún hefði fengið mikið hrós frá mér bara fyrir að ná tíunda sætinu. Að hún skuli ná fimmta sætinu er afar eftirtektarvert,“ sagði Friend. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=r0WX6MGWv50">watch on YouTube</a> „Það sem gerir þetta enn merkilegra er að hún byrjaði helgina ekki vel og varð um tíma í 45. og 29. sæti en tókst samt að klifra alla leið upp í fimmta sætið. Þetta er miklu meira en ég taldi mögulegt fyrir hana á þessari helgi og þetta er mjög flott hjá henni,“ sagði Friend. „Það verður spennandi að fylgjast með henni í framhaldinu því hún sýndi að hún á heima þarna. Hún stóð sig vel í keppni við þessa reynslubolta og þeir tóku vel á móti henni sem sýnir líka mikið,“ sagði Clark. „Þetta er stelpa sem er án efa í fararbroddi hjá næstu kynslóð íslenskra keppenda. Hún fer fyrir þeim hópi,“ sagði Clark. Friend tók undir það. Bergrós vann eina grein og varð í öðru sæti í annarri. Sigur hennar kom í lyftingagreinni en eftir keppni viðurkenndi okkar kona að hún þyrfti kannski að hlaupa aðeins meira. View this post on Instagram A post shared by Bergrós Björnsdóttir (@bergrosbjornsdottir)
CrossFit Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Sjá meira