Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 6. maí 2025 22:15 Dagur segir að þegar stjórnvöld geti innheimt hærri veiðigjöld sé hægt að halda svo áfram að fjárfesta í innviðum og samgöngum. Vísir/Einar Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. Þingmenn hafa í dag og í gær rætt um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnar. Umræðan hefur staðið í fjölda klukkustunda og er enn að. Umræður stóðu til miðnættis í gær og eiga þingmenn allt eins von á því að það verði eins í dag. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu í dag að Alþingi hefði mistekist að tryggja almenningi sinn hlut. „Þjóðin á auðlindina og Alþingi hefur mistekist að tryggja henni eðlilegan hlut af þeim mikla hagnaði, auðlindarrentu eins og það er kallað. Það hefur verið tala um að sátt takist um það að þjóðin fái þriðjung en útgerðin tvo þriðju. Það er ekki einu sinni jafnskipt,“ segir Dagur en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir staðreyndina þá að þegar horft er tíu ár aftur í tímann hafi þjóðin bara helming af þeim þriðjungi sem gert er ráð fyrir að hún eigi að fá frá útgerðinni fyrir afnotin. „Á sama tíma og byggðirnar hafa liðið fyrir, á sama tíma og innviðirnir út um land hafa þurft á innspýtingu að halda. Þannig núna leiðréttum við þetta. Við leiðréttum veiðigjöldin. Við tryggjum að þjóðin fái meiri hlut af auðlindarentunni, eðlilegan hlut, og við höldum síðan áfram og förum að fjárfesta í samgöngum um land allt.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Degi á þingi í dag. Í kvöldfréttunum segir Vilhjálmur það mikilvægasta í þessu máli hversu mikilvægur sjávarútvegurinn hefur Íslendingum til að tryggja lífsgæði þeirra. Hann sé öflugur að skapa útflutningsverðmæti og störf auk þess sem fjárfesting sjávarútvegsins hafi verið mikil. „Mér finnst við eigum að taka þetta inn í þegar við erum að tala um þau verðmæti og það arðgjald sem þjóðin fær fyrir fiskinn í sjónum. Núna eru þannig tímar í heiminum og efnahagsástandið þannig að viðþurfum á enn meiri útflutningsverðmætum að halda og því þurfum við að taka því alvarlega hvernig breytingar og álögur á atvinnulíf, hvort sem það sé sjávarútvegur eða annað atvinnulíf, allar álögur, hvort sem það heiti leiðrétting eða eitthvað annað. Þau skipta máli og við verðum að tryggja að þetta skemmi ekki fyrir verðmætasköpun á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. Eins og áður kom fram standa umræður um veiðigjöldin enn yfir á þingi. Fjölmargir þingmenn hafa stigið í pontu til að lýsa sinni skoðun á málinu. Þar má nefna Höllu Hrund Logadóttur, þingkonu Framsóknar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins, Jónína Brynjólfsdóttir þingkona Flokks fólksins og Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
Þingmenn hafa í dag og í gær rætt um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnar. Umræðan hefur staðið í fjölda klukkustunda og er enn að. Umræður stóðu til miðnættis í gær og eiga þingmenn allt eins von á því að það verði eins í dag. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu í dag að Alþingi hefði mistekist að tryggja almenningi sinn hlut. „Þjóðin á auðlindina og Alþingi hefur mistekist að tryggja henni eðlilegan hlut af þeim mikla hagnaði, auðlindarrentu eins og það er kallað. Það hefur verið tala um að sátt takist um það að þjóðin fái þriðjung en útgerðin tvo þriðju. Það er ekki einu sinni jafnskipt,“ segir Dagur en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir staðreyndina þá að þegar horft er tíu ár aftur í tímann hafi þjóðin bara helming af þeim þriðjungi sem gert er ráð fyrir að hún eigi að fá frá útgerðinni fyrir afnotin. „Á sama tíma og byggðirnar hafa liðið fyrir, á sama tíma og innviðirnir út um land hafa þurft á innspýtingu að halda. Þannig núna leiðréttum við þetta. Við leiðréttum veiðigjöldin. Við tryggjum að þjóðin fái meiri hlut af auðlindarentunni, eðlilegan hlut, og við höldum síðan áfram og förum að fjárfesta í samgöngum um land allt.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Degi á þingi í dag. Í kvöldfréttunum segir Vilhjálmur það mikilvægasta í þessu máli hversu mikilvægur sjávarútvegurinn hefur Íslendingum til að tryggja lífsgæði þeirra. Hann sé öflugur að skapa útflutningsverðmæti og störf auk þess sem fjárfesting sjávarútvegsins hafi verið mikil. „Mér finnst við eigum að taka þetta inn í þegar við erum að tala um þau verðmæti og það arðgjald sem þjóðin fær fyrir fiskinn í sjónum. Núna eru þannig tímar í heiminum og efnahagsástandið þannig að viðþurfum á enn meiri útflutningsverðmætum að halda og því þurfum við að taka því alvarlega hvernig breytingar og álögur á atvinnulíf, hvort sem það sé sjávarútvegur eða annað atvinnulíf, allar álögur, hvort sem það heiti leiðrétting eða eitthvað annað. Þau skipta máli og við verðum að tryggja að þetta skemmi ekki fyrir verðmætasköpun á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. Eins og áður kom fram standa umræður um veiðigjöldin enn yfir á þingi. Fjölmargir þingmenn hafa stigið í pontu til að lýsa sinni skoðun á málinu. Þar má nefna Höllu Hrund Logadóttur, þingkonu Framsóknar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins, Jónína Brynjólfsdóttir þingkona Flokks fólksins og Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður Samfylkingarinnar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
„Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18