Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2025 07:32 Indiana Pacers fögnuðu hádramatískum endurkomusigri gegn Cleveland Cavaliers í gærkvöld. Getty/Jason Miller Indiana Pacers eru komnir í 2-0 í einvíginu við Cleveland Cavaliers sem enduðu á toppi austurdeildar NBA-deildarinnar, eftir þriggja stiga sigurkörfu Tyrese Haliburton. Golden State Warriors misstu Stephen Curry meiddan af velli í sigri á Minnesota Timberwolves. Hinn 37 ára Curry meiddist í læri í fyrri hálfleik, í 99-88 sigri Warriors í gær. Hann virtist í fyrstu ætla að reyna að halda áfram en bað svo um að fara af velli. „Við gerum klárlega ekki ráð fyrir að hann verði til taks í leik tvö en við vitum það ekki enn. Þegar um meiðsli í læri er að ræða þá er erfitt að ímynda sér að hann spili,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors. Stephen Curry was diagnosed with a “hamstring strain” This is worst case scenario in a playoff series Typical timeline of healing is Grade I: 7-10 days Grade II: 3-6 weeks pic.twitter.com/fSY4ElyyaM— Dr. Evan Jeffries, DPT (@GameInjuryDoc) May 7, 2025 „Ég talaði við hann í hálfleik, hann er algjörlega niðurbrotinn. Strákarnir fylltu í skarðið og spiluðu frábæran leik en við finnum allir til með Steph. Þetta er hins vegar hluti af leiknum. Menn meiðast og við höldum áfram,“ sagði Kerr. Buddy Hield, Jimmy Butler og Draymond Green sáu um að skora stigin í fjarveru Curry og gerðu samtals 62 stig. Tuttugu stigum undir en unnu í blálokin Cleveland Cavaliers unnu deildarkeppnina austanmegin en eru komnir í erfiða stöðu eftir sigurþrist Haliburton í gær, í leik sem endaði 120-119. TYRESE HALIBURTON WINS GAME 2 FOR THE PACERS 😱🤯WHAT. A. WILD. PLAY. pic.twitter.com/rFsjZmtrBz— NBA (@NBA) May 7, 2025 Pacers voru undir í gegnum allan leikinn eða þar til í fjórða leikhluta sem þeir unnu með fimmtán stiga mun, 36-21. Cavaliers höfðu um tíma náð tuttugu stiga forskoti en það hvarf allt saman á endanum. Aaron Nesmith og Myles Turner voru stigahæstir Pacers með 23 stig hvor en Haliburton skoraði 20. NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Hinn 37 ára Curry meiddist í læri í fyrri hálfleik, í 99-88 sigri Warriors í gær. Hann virtist í fyrstu ætla að reyna að halda áfram en bað svo um að fara af velli. „Við gerum klárlega ekki ráð fyrir að hann verði til taks í leik tvö en við vitum það ekki enn. Þegar um meiðsli í læri er að ræða þá er erfitt að ímynda sér að hann spili,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors. Stephen Curry was diagnosed with a “hamstring strain” This is worst case scenario in a playoff series Typical timeline of healing is Grade I: 7-10 days Grade II: 3-6 weeks pic.twitter.com/fSY4ElyyaM— Dr. Evan Jeffries, DPT (@GameInjuryDoc) May 7, 2025 „Ég talaði við hann í hálfleik, hann er algjörlega niðurbrotinn. Strákarnir fylltu í skarðið og spiluðu frábæran leik en við finnum allir til með Steph. Þetta er hins vegar hluti af leiknum. Menn meiðast og við höldum áfram,“ sagði Kerr. Buddy Hield, Jimmy Butler og Draymond Green sáu um að skora stigin í fjarveru Curry og gerðu samtals 62 stig. Tuttugu stigum undir en unnu í blálokin Cleveland Cavaliers unnu deildarkeppnina austanmegin en eru komnir í erfiða stöðu eftir sigurþrist Haliburton í gær, í leik sem endaði 120-119. TYRESE HALIBURTON WINS GAME 2 FOR THE PACERS 😱🤯WHAT. A. WILD. PLAY. pic.twitter.com/rFsjZmtrBz— NBA (@NBA) May 7, 2025 Pacers voru undir í gegnum allan leikinn eða þar til í fjórða leikhluta sem þeir unnu með fimmtán stiga mun, 36-21. Cavaliers höfðu um tíma náð tuttugu stiga forskoti en það hvarf allt saman á endanum. Aaron Nesmith og Myles Turner voru stigahæstir Pacers með 23 stig hvor en Haliburton skoraði 20.
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti