„Ótrúlega mikill heiður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2025 10:01 Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur staðið sig frábærlega með Inter á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Bayern München. Getty/Mairo Cinquetti Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á mánudagskvöldið valin besti markvörður ítölsku seríu A-deildarinnar. Cecilía Rán hefur átt frábært tímabil með Internazionale en hún kom til liðsins á láni frá Bayern München. Frammistaða hennar hefur ekki farið framhjá neinum á Ítalíu sem þessi verðlaun í gærkvöld sýna og sanna. Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. „Það eru mjög sterkir og góðir markmenn í þessari deild þannig að ég var ekkert endilega að búast við að verða valin besti markmaðurinn þannig að þetta er ótrúlega mikill heiður,“ segir Cecilía en kom þetta henni á óvart? „Svona já og nei. Maður veit aldrei með einstaklingsverðlaun því það eru bara einhverjir að velja þau. Mér fannst ég alveg eiga skilið að vinna þetta.“ Samkvæmt ítölskum blaðamanni ætlar Inter að gera allt til að kaupa Cecilíu frá Bayern Munchen og það á 100.000 evrur, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. „Eins og staðan er núna er ég í samningsviðræðum og á eitt ár eftir hjá Bayern. Það lið sem ég færi til þarf að kaupa mig. Ég vonast til að geta klárað samningsviðræðurnar í þessari viku til þess að geta bara farið í frí og vitað hvar ég verð á næsta tímabili. Ég get því miður ekkert gefið neitt upp, þetta kemur bara í ljós á næstu dögum. Ég verð að fara eitthvað þar sem ég spila og miðað við samtöl mín við Bayern sé ég ekki fram á það að ég verði markmaður númer eitt hjá þeim.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Sjá meira
Cecilía Rán hefur átt frábært tímabil með Internazionale en hún kom til liðsins á láni frá Bayern München. Frammistaða hennar hefur ekki farið framhjá neinum á Ítalíu sem þessi verðlaun í gærkvöld sýna og sanna. Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. „Það eru mjög sterkir og góðir markmenn í þessari deild þannig að ég var ekkert endilega að búast við að verða valin besti markmaðurinn þannig að þetta er ótrúlega mikill heiður,“ segir Cecilía en kom þetta henni á óvart? „Svona já og nei. Maður veit aldrei með einstaklingsverðlaun því það eru bara einhverjir að velja þau. Mér fannst ég alveg eiga skilið að vinna þetta.“ Samkvæmt ítölskum blaðamanni ætlar Inter að gera allt til að kaupa Cecilíu frá Bayern Munchen og það á 100.000 evrur, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. „Eins og staðan er núna er ég í samningsviðræðum og á eitt ár eftir hjá Bayern. Það lið sem ég færi til þarf að kaupa mig. Ég vonast til að geta klárað samningsviðræðurnar í þessari viku til þess að geta bara farið í frí og vitað hvar ég verð á næsta tímabili. Ég get því miður ekkert gefið neitt upp, þetta kemur bara í ljós á næstu dögum. Ég verð að fara eitthvað þar sem ég spila og miðað við samtöl mín við Bayern sé ég ekki fram á það að ég verði markmaður númer eitt hjá þeim.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Sjá meira