Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 08:32 Jalen Brunson og félagar í New York Knicks eru komnir í 2-0 í einvíginu gegn Boston Celtics og næstu tveir leikir eru á þeirra heimavelli, Madison Square Garden. getty/Maddie Meyer Öllum að óvörum er New York Knicks komið í 2-0 í einvíginu gegn meisturum Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Vestanmegin sýndi Oklahoma City Thunder styrk sinn gegn Denver Nuggets. Annan leikinn í röð lenti Knicks tuttugu stigum undir á móti Celtics en kom til baka og landaði sigri. Jalen Brunson setti niður tvö vítaskot þegar 12,7 sekúndur voru eftir og kom Knicks í 90-91. Celtics fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn en Mikal Bridges stal boltanum af Jayson Tatum. Hann stal boltanum einnig undir blálokin á fyrsta leiknum. BRUNSON HITS TWO FREE THROWS.BRIDGES TAKES THE BALL AWAY.KNICKS TAKE 2-0 SERIES LEAD. pic.twitter.com/NbyRwQri9O— NBA (@NBA) May 8, 2025 Bridges var heldur betur mikilvægur á ögurstundu en hann skoraði öll fjórtán stigin sín í 4. leikhluta. Josh Hart var stigahæstur hjá Knicks með 23 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 21 stig og tók sautján fráköst og Brunson skilaði sautján stigum. Jaylen Brown og Derrick White skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Celtics. Sóknarleikur meistaranna hrökk í baklás í 4. leikhluta en liðið skoraði ekki körfu í rúmar átta mínútur og klikkaði á þrettán skotum í röð. Celtics vann alla fjóra leikina gegn Knicks í deildarkeppninni en er nú heldur betur komið með bakið upp við vegg eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. Met hjá Þrumunni Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn Nuggets svaraði OKC heldur betur fyrir sig í öðrum leiknum í nótt og vann hann með 43 stigum, 149-106. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. OKC hefur aldrei skorað fleiri stig í leik í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Thunder setti einnig met í sögu úrslitakeppninnar með því að skora 87 stig í fyrri hálfleik. Á meðan skoraði Nuggets 56 stig. Átta leikmenn Thunder skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur með 34 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Gilgeous-Alexander hitti úr ellefu af þrettán skotum sínum utan af velli og kláraði öll ellefu vítin sín. SGA, THUNDER SCORE FRANCHISE-PLAYOFF RECORD 149 POINTS!⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 11-13 FGM (84.6%)⚡️ +51 while on court⚡️ OKC ties series 1-1 pic.twitter.com/IDzHjXi4yU— NBA (@NBA) May 8, 2025 Fátt var um fína drætti hjá Denver. Russell Westbrook skoraði nítján stig en Nikola Jokic var nokkuð rólegur með sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og fékk sína sjöttu villu í 3. leikhluta. NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Annan leikinn í röð lenti Knicks tuttugu stigum undir á móti Celtics en kom til baka og landaði sigri. Jalen Brunson setti niður tvö vítaskot þegar 12,7 sekúndur voru eftir og kom Knicks í 90-91. Celtics fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn en Mikal Bridges stal boltanum af Jayson Tatum. Hann stal boltanum einnig undir blálokin á fyrsta leiknum. BRUNSON HITS TWO FREE THROWS.BRIDGES TAKES THE BALL AWAY.KNICKS TAKE 2-0 SERIES LEAD. pic.twitter.com/NbyRwQri9O— NBA (@NBA) May 8, 2025 Bridges var heldur betur mikilvægur á ögurstundu en hann skoraði öll fjórtán stigin sín í 4. leikhluta. Josh Hart var stigahæstur hjá Knicks með 23 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 21 stig og tók sautján fráköst og Brunson skilaði sautján stigum. Jaylen Brown og Derrick White skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Celtics. Sóknarleikur meistaranna hrökk í baklás í 4. leikhluta en liðið skoraði ekki körfu í rúmar átta mínútur og klikkaði á þrettán skotum í röð. Celtics vann alla fjóra leikina gegn Knicks í deildarkeppninni en er nú heldur betur komið með bakið upp við vegg eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. Met hjá Þrumunni Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn Nuggets svaraði OKC heldur betur fyrir sig í öðrum leiknum í nótt og vann hann með 43 stigum, 149-106. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. OKC hefur aldrei skorað fleiri stig í leik í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Thunder setti einnig met í sögu úrslitakeppninnar með því að skora 87 stig í fyrri hálfleik. Á meðan skoraði Nuggets 56 stig. Átta leikmenn Thunder skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur með 34 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Gilgeous-Alexander hitti úr ellefu af þrettán skotum sínum utan af velli og kláraði öll ellefu vítin sín. SGA, THUNDER SCORE FRANCHISE-PLAYOFF RECORD 149 POINTS!⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 11-13 FGM (84.6%)⚡️ +51 while on court⚡️ OKC ties series 1-1 pic.twitter.com/IDzHjXi4yU— NBA (@NBA) May 8, 2025 Fátt var um fína drætti hjá Denver. Russell Westbrook skoraði nítján stig en Nikola Jokic var nokkuð rólegur með sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og fékk sína sjöttu villu í 3. leikhluta.
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira