Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar 8. maí 2025 10:01 Einn morgun fyrir nokkrum árum ákvað ég að hjóla í vinnuna. Þetta var engin hetjuleg ákvörðun né þátttaka í einhverju átaki og ekki einu sinni vegna þess að ég nennti ekki að hanga í umferð á morgnana. Ég hafði einfaldlega selt bílinn minn því ég var á leiðinni til Lundúna í háskólanám. Ég gerði það meira að segja óvart, nokkrum mánuðum fyrr en ég hafði ætlað mér. Bíllinn seldist skömmu eftir að ég auglýsti hann til sölu og þar með hurfu daglegu ferðirnar á fjórum hjólum. Engu að síður þurfti ég að koma mér til og frá vinnu, þá búsettur í perlu Grafarvogsins – Korpuhverfi. Miðað við allt sem ég hafði heyrt og haldið til þessa bjóst ég við að þurfa treysta á að fá far með föður mínum til að komast í vinnuna við Sundahöfn. Ég hélt að aðrir samgöngumátar kæmu ekki til greina – eða hvað? Það vildi svo til að ég átti inni í bílskúr götuhjól og spandex galla, sem ég hafði til þessa einungis litið á til að æfa og fara í hjólatúra. Ég ákvað því að prufa að hjóla í vinnuna til tilbreytingar. Ekki bara persónuleg ákvörðun – heldur pólitísk Síðan þá hef ég ekki hætt að hjóla í vinnuna. Það sem átti að vera tímabundin lausn varð nýtt norm. Nú er ég vissulega fluttur og hef skipt um vinnu og eignast barn. Því hjóla ég ekki sömu leið og fyrsta sumarið sem ég hjólaði í vinnuna. Í millitíðinni er ég búinn að skipta út götuhjólinu og spandex gallanum fyrir rafmagnshjól og barnasæti. En ferðamáti minn hefur staðið óhaggaður. Nýr veruleiki hefur nú tekið við: morgnar þar sem útivera og ferskt loft koma í stað stress og umferðarteppu. Stundum er rok og rigning, jafnvel snjókoma og frost og ég þarf að klæða mig og soninn töluvert betur en á vor- og sumardögum. Vissulega kem ég stundum örlítið veðurbarinn í vinnuna en aldrei pirraður eftir að hafa þurft að sitja fastur í bíl í umferðinni. Umferð er nefnilega svolítið sem ég upplifi aldrei í morgunhjólatúrnum mínum. Það er nefnilega ekki bara ég sem græði á þessu – hjólreiðar eru einfaldlega skynsamlegar fyrir alla. Þegar fleiri hjóla þá minnkar álag á vegakerfið, færri sitja fastir í umferð og við fáum öll öruggari og betri borg. Það er samfélagslegur ávinningur af hverri ferð sem ekki er farin á bíl. Borgir sem velja að setja fólk og vistvænar samgöngur í fyrsta sæti verða mannvænni, grænni og heilbrigðari. Lítil ákvörðun sem hafði stór áhrif Þegar ég stóð inni í bílskúrnum mínum einn vormorgun í spandex gallanum með töskuna á bakinu hélt ég að ég væri að taka skyndiákvörðun sem myndi vara í örfáar vikur – en hún varð að nýrri venju og að lokum lífsstíl. Þó ég hjóli ekki lengur í spandex galla þá er hver morgun ennþá smá ævintýri – bara með hjálm, barnasæti og brosi á vör. Við veljum okkur fararmáta oftast út frá vananum – en stundum opnast nýjar leiðir þegar við höfum ekki annan kost. Fyrir mig opnaði hjólið ekki bara nýja leið í vinnuna, heldur nýtt sjónarhorn á hversdagsleikann. Þú þarft ekki að selja bílinn eða hjóla í spandex – þú getur bara prófað. Hver ferð skiptir máli. Hvað er annars að stöðva þig? Höfundur hjólar í vinnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Einn morgun fyrir nokkrum árum ákvað ég að hjóla í vinnuna. Þetta var engin hetjuleg ákvörðun né þátttaka í einhverju átaki og ekki einu sinni vegna þess að ég nennti ekki að hanga í umferð á morgnana. Ég hafði einfaldlega selt bílinn minn því ég var á leiðinni til Lundúna í háskólanám. Ég gerði það meira að segja óvart, nokkrum mánuðum fyrr en ég hafði ætlað mér. Bíllinn seldist skömmu eftir að ég auglýsti hann til sölu og þar með hurfu daglegu ferðirnar á fjórum hjólum. Engu að síður þurfti ég að koma mér til og frá vinnu, þá búsettur í perlu Grafarvogsins – Korpuhverfi. Miðað við allt sem ég hafði heyrt og haldið til þessa bjóst ég við að þurfa treysta á að fá far með föður mínum til að komast í vinnuna við Sundahöfn. Ég hélt að aðrir samgöngumátar kæmu ekki til greina – eða hvað? Það vildi svo til að ég átti inni í bílskúr götuhjól og spandex galla, sem ég hafði til þessa einungis litið á til að æfa og fara í hjólatúra. Ég ákvað því að prufa að hjóla í vinnuna til tilbreytingar. Ekki bara persónuleg ákvörðun – heldur pólitísk Síðan þá hef ég ekki hætt að hjóla í vinnuna. Það sem átti að vera tímabundin lausn varð nýtt norm. Nú er ég vissulega fluttur og hef skipt um vinnu og eignast barn. Því hjóla ég ekki sömu leið og fyrsta sumarið sem ég hjólaði í vinnuna. Í millitíðinni er ég búinn að skipta út götuhjólinu og spandex gallanum fyrir rafmagnshjól og barnasæti. En ferðamáti minn hefur staðið óhaggaður. Nýr veruleiki hefur nú tekið við: morgnar þar sem útivera og ferskt loft koma í stað stress og umferðarteppu. Stundum er rok og rigning, jafnvel snjókoma og frost og ég þarf að klæða mig og soninn töluvert betur en á vor- og sumardögum. Vissulega kem ég stundum örlítið veðurbarinn í vinnuna en aldrei pirraður eftir að hafa þurft að sitja fastur í bíl í umferðinni. Umferð er nefnilega svolítið sem ég upplifi aldrei í morgunhjólatúrnum mínum. Það er nefnilega ekki bara ég sem græði á þessu – hjólreiðar eru einfaldlega skynsamlegar fyrir alla. Þegar fleiri hjóla þá minnkar álag á vegakerfið, færri sitja fastir í umferð og við fáum öll öruggari og betri borg. Það er samfélagslegur ávinningur af hverri ferð sem ekki er farin á bíl. Borgir sem velja að setja fólk og vistvænar samgöngur í fyrsta sæti verða mannvænni, grænni og heilbrigðari. Lítil ákvörðun sem hafði stór áhrif Þegar ég stóð inni í bílskúrnum mínum einn vormorgun í spandex gallanum með töskuna á bakinu hélt ég að ég væri að taka skyndiákvörðun sem myndi vara í örfáar vikur – en hún varð að nýrri venju og að lokum lífsstíl. Þó ég hjóli ekki lengur í spandex galla þá er hver morgun ennþá smá ævintýri – bara með hjálm, barnasæti og brosi á vör. Við veljum okkur fararmáta oftast út frá vananum – en stundum opnast nýjar leiðir þegar við höfum ekki annan kost. Fyrir mig opnaði hjólið ekki bara nýja leið í vinnuna, heldur nýtt sjónarhorn á hversdagsleikann. Þú þarft ekki að selja bílinn eða hjóla í spandex – þú getur bara prófað. Hver ferð skiptir máli. Hvað er annars að stöðva þig? Höfundur hjólar í vinnuna.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar