Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Árni Sæberg skrifar 8. maí 2025 12:21 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka frá árinu 2007 nema ríflega 9,1 milljarði króna. Framlögin eru sögð ætluð til að auka traust til stjórnmálaflokka. Þetta kemur fram í svari Daða Más Kristóferssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Helgasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hljóðaði svo: Hvað hafa ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka verið háir frá því að lög um starfsemi stjórnmálasamtaka, nr. 162/2006, tóku gildi 1. janúar 2007? Svar óskast sundurliðað eftir árum og stjórnmálaflokkum. Svarið hefst á umfjöllum um markmið laganna en það sé að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi stjórnmála. Markmið laganna sé jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber og almenn fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi. Með þessu fyrirkomulagi eigi að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka. Tólf milljónir fyrir einn mann og svo hluti af kökunni Þá segir að í lögunum sé kveðið á um reglur um framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi. Þar komi fram að stjórnmálasamtök sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi í næstliðnum alþingiskosningum eigi rétt á 12 milljóna króna grunnrekstrarframlagi úr ríkissjóði á ári hverju. Þessi upphæð var lögfest árið 2018 með lagabreytingafrumvarpi sem fulltrúar allra flokka á þáverandi þingi mæltu fyrir. Með breytingunni var einnig lögfest skilyrði um að uppfylla upplýsingaskyldu gagnvart Ríkisendurskoðun. Síðari breyting á lögunum, um skilyrði um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, leiddi svo til styrkjamálsins svokallaða. Í svarinu segir að einnig skuli árlega úthluta stjórnmálasamtökum sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa að minnsta kosti 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum fé samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Heildarfjárhæðinni skuli úthlutað til stjórnmálasamtaka í hlutfalli við atkvæðamagn fyrir 25. janúar ár hvert. Heildarstyrkir sem greiddir hafa verið úr ríkissjóði frá gildistöku laganna árið 2007 eru samkvæmt svari fjármálaráðherra 8,98 milljarðar króna. Sérstakir styrkir fyrir kosningabaráttu Í svarinu segir að að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í þremur kjördæmum eða fleiri í kosningum til Alþingis geti að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði vegna kosningabaráttu, að hámarki 750 þúsund krónur fyrir hvert kjördæmi sem boðið er fram í. Þeim umsóknum skuli beint til dómsmálaráðuneytisins en fjármálaráðuneytið hafi séð um úthlutun hinna árlegu styrkja. Heildarstyrkir vegna kosningabaráttu í kosningum árin 2013, 2016, 2017, 2021 og 2025 nemi samtals 174,19 milljónum króna. Þannig nema heildarstyrkir úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka 9,15 milljörðum króna frá árinu 2007. Ítarlega sundurliðun á styrkjum má sjá í svari ráðherra hér. Þar eru styrkir meðal annars sundurliðaðir eftir flokkum. Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Daða Más Kristóferssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Helgasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hljóðaði svo: Hvað hafa ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka verið háir frá því að lög um starfsemi stjórnmálasamtaka, nr. 162/2006, tóku gildi 1. janúar 2007? Svar óskast sundurliðað eftir árum og stjórnmálaflokkum. Svarið hefst á umfjöllum um markmið laganna en það sé að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi stjórnmála. Markmið laganna sé jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber og almenn fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi. Með þessu fyrirkomulagi eigi að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka. Tólf milljónir fyrir einn mann og svo hluti af kökunni Þá segir að í lögunum sé kveðið á um reglur um framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi. Þar komi fram að stjórnmálasamtök sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi í næstliðnum alþingiskosningum eigi rétt á 12 milljóna króna grunnrekstrarframlagi úr ríkissjóði á ári hverju. Þessi upphæð var lögfest árið 2018 með lagabreytingafrumvarpi sem fulltrúar allra flokka á þáverandi þingi mæltu fyrir. Með breytingunni var einnig lögfest skilyrði um að uppfylla upplýsingaskyldu gagnvart Ríkisendurskoðun. Síðari breyting á lögunum, um skilyrði um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, leiddi svo til styrkjamálsins svokallaða. Í svarinu segir að einnig skuli árlega úthluta stjórnmálasamtökum sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa að minnsta kosti 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum fé samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Heildarfjárhæðinni skuli úthlutað til stjórnmálasamtaka í hlutfalli við atkvæðamagn fyrir 25. janúar ár hvert. Heildarstyrkir sem greiddir hafa verið úr ríkissjóði frá gildistöku laganna árið 2007 eru samkvæmt svari fjármálaráðherra 8,98 milljarðar króna. Sérstakir styrkir fyrir kosningabaráttu Í svarinu segir að að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í þremur kjördæmum eða fleiri í kosningum til Alþingis geti að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði vegna kosningabaráttu, að hámarki 750 þúsund krónur fyrir hvert kjördæmi sem boðið er fram í. Þeim umsóknum skuli beint til dómsmálaráðuneytisins en fjármálaráðuneytið hafi séð um úthlutun hinna árlegu styrkja. Heildarstyrkir vegna kosningabaráttu í kosningum árin 2013, 2016, 2017, 2021 og 2025 nemi samtals 174,19 milljónum króna. Þannig nema heildarstyrkir úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka 9,15 milljörðum króna frá árinu 2007. Ítarlega sundurliðun á styrkjum má sjá í svari ráðherra hér. Þar eru styrkir meðal annars sundurliðaðir eftir flokkum.
Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira