Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. maí 2025 23:43 Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. Vísir/bjarni Augljóst bakslag hefur orðið í baráttu gegn loftslagsbreytingum ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Formaður Landverndar segir brýnt að bregðast við og auka sýnileika. Niðurstöður í nýrri íslenskri kynslóðamælingu voru kynntar á Velsældarþingi í Hörpu í morgun. Í rannsókninni var fólk úr fjórum kynslóðum beðið um að velja þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem þeim finnst mikilvægast að leggja áherslu á. Vekur þar helst athygli að aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældust mikilvægastar hjá öllum kynslóðum fyrir fjórum árum, hefur nú hríðfallið. Til dæmis valdi aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál sem eitt af fimm mikilvægustu málefnunum. Varhugaverð þróun Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, segir um varhugaverða þróun að ræða sem sé ekki aðeins bundin við Ísland. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart. Við höfum verið að sjá þessa þróun um allan heim og ekki síst á Norðurlöndunum. Við höfum rætt við systursamtök okkar um þetta og þau taka eftir því sama. Ég held að þetta gæti tengst því að þau sem hafa hlutverk aðhalds við stjórnvöld hafa verið að minnka.“ Mikill viðsnúningur vegna stríða og heimsfaraldurs Hún nefnir sem dæmi að fjárútlát ríkisins til frjálsra félagasamtaka um loftslagsmál og mannréttindi hafi dregist saman með árunum. Það minnki sýnileika sem sé mikið áhyggjuefni og fari í raun gegn Árósarsamningnum. „Við eigum að hafa aðild að málum og það á að passa að frjáls félagasamtök hafi bolmagn til að starfa og vera sýnileg og veita stjórnvöldum það aðhald sem þau þurfa. Og vera í því aðhaldshlutverki og líka fjölmiðlar. Ég held að það þurfi bara að gefa í.“ Þá hefur heilsa og vellíðan og friður og réttlæti ekki mælst hærra á síðustu fjórum árum. Að mati Þorgerðar útskýrir stríð og heimsfaraldur síðustu ár þennan viðsnúning. Mikilvæg áskorun sé fram undan. „Þetta er svo mikill viðsnúningur, án þess að gera lítið úr ákveðnum markmiðum. Þá held ég að það þurfi klárlega að passa að engin þeirra lendi á milli skips og bryggju.“ Loftslagsmál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
Niðurstöður í nýrri íslenskri kynslóðamælingu voru kynntar á Velsældarþingi í Hörpu í morgun. Í rannsókninni var fólk úr fjórum kynslóðum beðið um að velja þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem þeim finnst mikilvægast að leggja áherslu á. Vekur þar helst athygli að aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældust mikilvægastar hjá öllum kynslóðum fyrir fjórum árum, hefur nú hríðfallið. Til dæmis valdi aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál sem eitt af fimm mikilvægustu málefnunum. Varhugaverð þróun Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, segir um varhugaverða þróun að ræða sem sé ekki aðeins bundin við Ísland. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart. Við höfum verið að sjá þessa þróun um allan heim og ekki síst á Norðurlöndunum. Við höfum rætt við systursamtök okkar um þetta og þau taka eftir því sama. Ég held að þetta gæti tengst því að þau sem hafa hlutverk aðhalds við stjórnvöld hafa verið að minnka.“ Mikill viðsnúningur vegna stríða og heimsfaraldurs Hún nefnir sem dæmi að fjárútlát ríkisins til frjálsra félagasamtaka um loftslagsmál og mannréttindi hafi dregist saman með árunum. Það minnki sýnileika sem sé mikið áhyggjuefni og fari í raun gegn Árósarsamningnum. „Við eigum að hafa aðild að málum og það á að passa að frjáls félagasamtök hafi bolmagn til að starfa og vera sýnileg og veita stjórnvöldum það aðhald sem þau þurfa. Og vera í því aðhaldshlutverki og líka fjölmiðlar. Ég held að það þurfi bara að gefa í.“ Þá hefur heilsa og vellíðan og friður og réttlæti ekki mælst hærra á síðustu fjórum árum. Að mati Þorgerðar útskýrir stríð og heimsfaraldur síðustu ár þennan viðsnúning. Mikilvæg áskorun sé fram undan. „Þetta er svo mikill viðsnúningur, án þess að gera lítið úr ákveðnum markmiðum. Þá held ég að það þurfi klárlega að passa að engin þeirra lendi á milli skips og bryggju.“
Loftslagsmál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira