Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. maí 2025 23:43 Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. Vísir/bjarni Augljóst bakslag hefur orðið í baráttu gegn loftslagsbreytingum ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Formaður Landverndar segir brýnt að bregðast við og auka sýnileika. Niðurstöður í nýrri íslenskri kynslóðamælingu voru kynntar á Velsældarþingi í Hörpu í morgun. Í rannsókninni var fólk úr fjórum kynslóðum beðið um að velja þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem þeim finnst mikilvægast að leggja áherslu á. Vekur þar helst athygli að aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældust mikilvægastar hjá öllum kynslóðum fyrir fjórum árum, hefur nú hríðfallið. Til dæmis valdi aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál sem eitt af fimm mikilvægustu málefnunum. Varhugaverð þróun Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, segir um varhugaverða þróun að ræða sem sé ekki aðeins bundin við Ísland. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart. Við höfum verið að sjá þessa þróun um allan heim og ekki síst á Norðurlöndunum. Við höfum rætt við systursamtök okkar um þetta og þau taka eftir því sama. Ég held að þetta gæti tengst því að þau sem hafa hlutverk aðhalds við stjórnvöld hafa verið að minnka.“ Mikill viðsnúningur vegna stríða og heimsfaraldurs Hún nefnir sem dæmi að fjárútlát ríkisins til frjálsra félagasamtaka um loftslagsmál og mannréttindi hafi dregist saman með árunum. Það minnki sýnileika sem sé mikið áhyggjuefni og fari í raun gegn Árósarsamningnum. „Við eigum að hafa aðild að málum og það á að passa að frjáls félagasamtök hafi bolmagn til að starfa og vera sýnileg og veita stjórnvöldum það aðhald sem þau þurfa. Og vera í því aðhaldshlutverki og líka fjölmiðlar. Ég held að það þurfi bara að gefa í.“ Þá hefur heilsa og vellíðan og friður og réttlæti ekki mælst hærra á síðustu fjórum árum. Að mati Þorgerðar útskýrir stríð og heimsfaraldur síðustu ár þennan viðsnúning. Mikilvæg áskorun sé fram undan. „Þetta er svo mikill viðsnúningur, án þess að gera lítið úr ákveðnum markmiðum. Þá held ég að það þurfi klárlega að passa að engin þeirra lendi á milli skips og bryggju.“ Loftslagsmál Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Niðurstöður í nýrri íslenskri kynslóðamælingu voru kynntar á Velsældarþingi í Hörpu í morgun. Í rannsókninni var fólk úr fjórum kynslóðum beðið um að velja þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem þeim finnst mikilvægast að leggja áherslu á. Vekur þar helst athygli að aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældust mikilvægastar hjá öllum kynslóðum fyrir fjórum árum, hefur nú hríðfallið. Til dæmis valdi aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál sem eitt af fimm mikilvægustu málefnunum. Varhugaverð þróun Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, segir um varhugaverða þróun að ræða sem sé ekki aðeins bundin við Ísland. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart. Við höfum verið að sjá þessa þróun um allan heim og ekki síst á Norðurlöndunum. Við höfum rætt við systursamtök okkar um þetta og þau taka eftir því sama. Ég held að þetta gæti tengst því að þau sem hafa hlutverk aðhalds við stjórnvöld hafa verið að minnka.“ Mikill viðsnúningur vegna stríða og heimsfaraldurs Hún nefnir sem dæmi að fjárútlát ríkisins til frjálsra félagasamtaka um loftslagsmál og mannréttindi hafi dregist saman með árunum. Það minnki sýnileika sem sé mikið áhyggjuefni og fari í raun gegn Árósarsamningnum. „Við eigum að hafa aðild að málum og það á að passa að frjáls félagasamtök hafi bolmagn til að starfa og vera sýnileg og veita stjórnvöldum það aðhald sem þau þurfa. Og vera í því aðhaldshlutverki og líka fjölmiðlar. Ég held að það þurfi bara að gefa í.“ Þá hefur heilsa og vellíðan og friður og réttlæti ekki mælst hærra á síðustu fjórum árum. Að mati Þorgerðar útskýrir stríð og heimsfaraldur síðustu ár þennan viðsnúning. Mikilvæg áskorun sé fram undan. „Þetta er svo mikill viðsnúningur, án þess að gera lítið úr ákveðnum markmiðum. Þá held ég að það þurfi klárlega að passa að engin þeirra lendi á milli skips og bryggju.“
Loftslagsmál Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent