„Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. maí 2025 22:45 Víðir Reynisson segir mál sem varðar víðtækan gagnaþjófnað koma mjög illa við sig. Vísir/Stöð 2 Víðir Reynisson, þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður, segir víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksókna slá sig mjög illa. Þeir sem stálu gögnunum hafi svikið lögreglumannastéttina og eyðilaggt það traust sem stéttin hafi byggt yfir langan tíma. Víðir Reynisson, sem er á þingi fyrir Samfylkinguna, ræddi við fréttastofu um víðtækan gagnaþjófnaðinn og þýðingu hans. Hvernig slær þetta mál þig? „Persónulega bara mjög illa. Þetta eru svik við lögreglumannastéttina og allt það traust sem lögreglumenn hafa byggt upp á löngum tíma. Verkefnið varðandi það núna er auðvitað að byggja traustið upp aftur. Síðan eru auðvitað komnar rannsóknir í gang með það hvernig þetta gat gerst og annað slíkt. Það hefur að einhverju leyti verið brugðist við þessu með lagabreytingu 2016 og öðru slíku,“ sagði Víðir. „En þetta er auðvitað mál sem mér fannst þingmenn vera nokkuð sammála um alvarleika málsins og ég held að það séu engar deilur um það hvernig þingið mun nálgast málið í framhaldinu.“ Málið sé „algjört einsdæmi“ Telur þú að einhver þurfi að bera ábyrgð í þessu máli í ljósi þessa víðtæka gagnaleka? „Það verður bara að koma í ljós í rannsókn málsins. Þá kemur væntanlega meira í ljós hvernig þetta gat gerst og hver er raunverulega ábyrgur fyrir því,“ sagði Víðir. „En í mínum huga og flestra eru það þeir, sem afrituðu þessi gögn, tóku þá og stálu þeim og síðan ætluðu að selja þá, sem eru fyrst og fremst ábyrgir.“ Hefur þú einhvern tímann haft vitneskju af öðrum eins gagnaleka úr fórum lögreglu, saksóknara og svo framvegis, þá bæði hér á landi og jafnvel erlendis? „Ég held að hér á landi sé þetta algjört einsdæmi og svona hlutir eru afskaplega sjaldgæfir í öðrum löndum. Þetta er nánast einsdæmi, held ég,“ sagði Víðir Reynisson. Hér fyrir neðan er frétt um gagnalekann sem var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið við Víði kemur eftir þrjár mínútur og tuttugu sekúndur: Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Víðir Reynisson, sem er á þingi fyrir Samfylkinguna, ræddi við fréttastofu um víðtækan gagnaþjófnaðinn og þýðingu hans. Hvernig slær þetta mál þig? „Persónulega bara mjög illa. Þetta eru svik við lögreglumannastéttina og allt það traust sem lögreglumenn hafa byggt upp á löngum tíma. Verkefnið varðandi það núna er auðvitað að byggja traustið upp aftur. Síðan eru auðvitað komnar rannsóknir í gang með það hvernig þetta gat gerst og annað slíkt. Það hefur að einhverju leyti verið brugðist við þessu með lagabreytingu 2016 og öðru slíku,“ sagði Víðir. „En þetta er auðvitað mál sem mér fannst þingmenn vera nokkuð sammála um alvarleika málsins og ég held að það séu engar deilur um það hvernig þingið mun nálgast málið í framhaldinu.“ Málið sé „algjört einsdæmi“ Telur þú að einhver þurfi að bera ábyrgð í þessu máli í ljósi þessa víðtæka gagnaleka? „Það verður bara að koma í ljós í rannsókn málsins. Þá kemur væntanlega meira í ljós hvernig þetta gat gerst og hver er raunverulega ábyrgur fyrir því,“ sagði Víðir. „En í mínum huga og flestra eru það þeir, sem afrituðu þessi gögn, tóku þá og stálu þeim og síðan ætluðu að selja þá, sem eru fyrst og fremst ábyrgir.“ Hefur þú einhvern tímann haft vitneskju af öðrum eins gagnaleka úr fórum lögreglu, saksóknara og svo framvegis, þá bæði hér á landi og jafnvel erlendis? „Ég held að hér á landi sé þetta algjört einsdæmi og svona hlutir eru afskaplega sjaldgæfir í öðrum löndum. Þetta er nánast einsdæmi, held ég,“ sagði Víðir Reynisson. Hér fyrir neðan er frétt um gagnalekann sem var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið við Víði kemur eftir þrjár mínútur og tuttugu sekúndur:
Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira