Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2025 09:37 Flugvél Turkish Airlines á evrópskum flugvelli. Þessi vél er af gerðinni Boeing 734 MAX en sú sem lenti í ókyrrðinni yfir Íslandi var Boeing 777. Vísir/EPA Flugstjóri og flugmaður tyrkneskrar farþegaþotu sem lenti í alvarlegri ókyrrð yfir Íslandi árið 2023 tókust óafvitandi á um stjórn vélarinnar. Sjö manns um borð slösuðust í ókyrrðinni. Viðbrögð áhafnarinnar var talin orsök atviksins en bæði Veðurstofa Íslands og Isavia fengu tilmæli um umbætur vegna þess. Alvarlega flugatvikið átti sér stað norðan við Langjökul 13. febrúar árið 2023. Þá lenti Boeing 777-farþegaþota tyrkneska flugfélagsins Turkish Airlines á leið frá Toronto í Kanada til Istanbúl í Tyrklandi í alvarlegri ókyrrð vegna háloftafjallabylgna. Flugvélin missti um 8.000 feta hæð, hátt í 2.500 metra, á einni mínútu en mesti fallhraðinn var meira en fimm þúsund metrar samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm úr áhöfn vélarinnar og tveir farþegar slösuðust lítillega og einhverjar skemmdir urðu innanstokks. Orsök atviksins var rakin til skorts á ástandsvitund og samvinnu flugáhafnarinnar í viðbrögðum hennar við upphaflegu ókyrrðinni sem vélin lenti í. Viðbrögð hennar eru talin hafa aukið á óeðlilega flugstöðu flugvélarinnar. Lét ekki formlega vita að hann tæki stjórnina Flugáhöfnin er sögð hafa átt erfitt með að hafa stjórn á flugvélinni þegar hún varð fyrir ókyrrðinni. Flugmennirnir tveir tókust þar að auki óafvitandi á um stjórn flugvélarinnar þar sem aðstoðarflugmaðurinn ýtti stýri sínu fram á meðan flugstjórinn toagði sitt stýri að sér. Andstæð inngrip þeirra urðu til þess að stýri þeirra aftengdust. Þá tók áhöfnin ekki sjálfvirka eldsneytisgjöf af þegar þeir brugðust við aðstæðum. Það varð til þess að báðir flugmennirnir og sjálfvirka eldsneytisgjöfin tókust á um stjórn flugvélarinnar. Rannsóknarnefndin segir að fyrir utan ókyrrðina sjálfa hafi orsakir atviksins verið brestur á að áhöfnin brygðist við í samræmi við þjálfun sína. Þannig hefði flugstjórinn ekki fylgt réttu verklagi um að láta vita áður en hann reyndi að taka stjórn á vélinni. Engin veðurorð í tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Veðurstofan gerði tækniskýrslu um tengsl atvikisins við veður. Talið er að háloftafjallabylgjur hafi verið yfir landinu í margar klukkustundir áður en tyrkneska vélin lenti í ókyrrðinni. Engin óveðursboð (SIGMET) um þær höfðu þó verið gefin út fyrir atvikið. Það var fyrst fjórum mínútum eftir atvikið sem Veðustofan gaf út óveðurboð þar sem varað var við háloftafjallabylgjum yfir Íslandi, þó ekki á því svæði þar sem atvikið varð. Ekki fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið gaf Veðurstofan út óveðurboð þar sem fjallabylgjusvæðið var stækkað og upplýst var um sterkar fjallabylgjur á svæðinu þrátt fyrir að áhöfn vélarinnar hefði tilkynnt íslenskri flugumferðarstjórn þegar hún lenti í ókyrrðinni. Veðurstofa Íslands gaf ekki út óveðurboð um háloftafjallabylgjunar fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið með tyrknesku þotuna.Vísir/Vilhelm Í ljós kom að engin veðurorð var að finna í þeirri tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni en þar síaði tölva tilkynningar eftir því hvort þær tengdust veðri. Því fékk veðurfræðingur á vakt ekki að vita af atvikinu fyrr en honum var tilkynnt um það nokkru síðar í gegnum síma. Í skýrslu sinni um atvikið mælti rannsóknarnefndin með því að Veðurstofan bætti sjálfvirkni í greiningu á veðurfyrirbrigðum eins og ókyrrð, ísingu, fjallabylgjum og þrumuveðri í veðurspám sínum og að óveðurboð væru sýnd á myndrænan hátt á kortum. Þá lagði nefndin til að Isavia ANS tryggði að tilkynningum frá flugmönnum til Veðurstofunnar fylgdu allar veðurtengdar upplýsingar. Fréttir af flugi Veður Samgönguslys Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Alvarlega flugatvikið átti sér stað norðan við Langjökul 13. febrúar árið 2023. Þá lenti Boeing 777-farþegaþota tyrkneska flugfélagsins Turkish Airlines á leið frá Toronto í Kanada til Istanbúl í Tyrklandi í alvarlegri ókyrrð vegna háloftafjallabylgna. Flugvélin missti um 8.000 feta hæð, hátt í 2.500 metra, á einni mínútu en mesti fallhraðinn var meira en fimm þúsund metrar samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm úr áhöfn vélarinnar og tveir farþegar slösuðust lítillega og einhverjar skemmdir urðu innanstokks. Orsök atviksins var rakin til skorts á ástandsvitund og samvinnu flugáhafnarinnar í viðbrögðum hennar við upphaflegu ókyrrðinni sem vélin lenti í. Viðbrögð hennar eru talin hafa aukið á óeðlilega flugstöðu flugvélarinnar. Lét ekki formlega vita að hann tæki stjórnina Flugáhöfnin er sögð hafa átt erfitt með að hafa stjórn á flugvélinni þegar hún varð fyrir ókyrrðinni. Flugmennirnir tveir tókust þar að auki óafvitandi á um stjórn flugvélarinnar þar sem aðstoðarflugmaðurinn ýtti stýri sínu fram á meðan flugstjórinn toagði sitt stýri að sér. Andstæð inngrip þeirra urðu til þess að stýri þeirra aftengdust. Þá tók áhöfnin ekki sjálfvirka eldsneytisgjöf af þegar þeir brugðust við aðstæðum. Það varð til þess að báðir flugmennirnir og sjálfvirka eldsneytisgjöfin tókust á um stjórn flugvélarinnar. Rannsóknarnefndin segir að fyrir utan ókyrrðina sjálfa hafi orsakir atviksins verið brestur á að áhöfnin brygðist við í samræmi við þjálfun sína. Þannig hefði flugstjórinn ekki fylgt réttu verklagi um að láta vita áður en hann reyndi að taka stjórn á vélinni. Engin veðurorð í tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Veðurstofan gerði tækniskýrslu um tengsl atvikisins við veður. Talið er að háloftafjallabylgjur hafi verið yfir landinu í margar klukkustundir áður en tyrkneska vélin lenti í ókyrrðinni. Engin óveðursboð (SIGMET) um þær höfðu þó verið gefin út fyrir atvikið. Það var fyrst fjórum mínútum eftir atvikið sem Veðustofan gaf út óveðurboð þar sem varað var við háloftafjallabylgjum yfir Íslandi, þó ekki á því svæði þar sem atvikið varð. Ekki fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið gaf Veðurstofan út óveðurboð þar sem fjallabylgjusvæðið var stækkað og upplýst var um sterkar fjallabylgjur á svæðinu þrátt fyrir að áhöfn vélarinnar hefði tilkynnt íslenskri flugumferðarstjórn þegar hún lenti í ókyrrðinni. Veðurstofa Íslands gaf ekki út óveðurboð um háloftafjallabylgjunar fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið með tyrknesku þotuna.Vísir/Vilhelm Í ljós kom að engin veðurorð var að finna í þeirri tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni en þar síaði tölva tilkynningar eftir því hvort þær tengdust veðri. Því fékk veðurfræðingur á vakt ekki að vita af atvikinu fyrr en honum var tilkynnt um það nokkru síðar í gegnum síma. Í skýrslu sinni um atvikið mælti rannsóknarnefndin með því að Veðurstofan bætti sjálfvirkni í greiningu á veðurfyrirbrigðum eins og ókyrrð, ísingu, fjallabylgjum og þrumuveðri í veðurspám sínum og að óveðurboð væru sýnd á myndrænan hátt á kortum. Þá lagði nefndin til að Isavia ANS tryggði að tilkynningum frá flugmönnum til Veðurstofunnar fylgdu allar veðurtengdar upplýsingar.
Fréttir af flugi Veður Samgönguslys Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira