Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Auðun Georg Ólafsson skrifar 9. maí 2025 14:24 Guðrún Helga Jónsdóttir, bóndi á Miðhúsum í Skagafirði. Hún segir vorflóðin einstaklega mikil núna. „Bændur eru vanir vorflóðum úr Héraðsvötnum en þetta var einstaklega mikið núna,“ segir Guðrún Helga Jónsdóttir, bóndi á Miðhúsum í Skagafirði. Héraðsvötn flæddu í gær yfir tún sem bændur voru nýbúnir að eyða tíma og fjármunum í sáningu en svo flæddi yfir. „Það fór vatn upp að Hegranesi sem er ekki vanalegt og hjá mér fór vatn alveg upp að vegi,“ segir Guðrún. Einstaklega mikil vorflóð Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vakti í fyrradag athygli á vatnavöxtum í Austari Jökulsá og Héraðsvötnum í Skagafirði. Austari Jökulsá fór yfir 5 ára flóðamörk á vatnshæðamælinum við Skatastaði í Austurdal og nálgaðist þar 10 ára mörkin. Guðrún segir að þetta hafi verið einstaklega mikil vorflóð. „Það flæddi út um allt. Túnin sem voru loksins að þorna hjá mér eftir flóð og klakahröngl sem ég lenti í fyrr í vetur eru núna aftur rennandi blaut og allir skurðir fullir.“ Guðrún var sjálf ekki búin með sáningu en nokkrir aðrir bændur voru búnir að því og lentu í tjóni. Hún segir bændur í sveitinni vera ánægða núna með jarðvinnslu á þeim svæðum þar sem vatn komst ekki að. Nokkrir eru þegar búnir með sáningu og bera áburð yfir. „Hjá mér eru þó túnin ennþá það blaut að ég hef ekki treyst stóru dráttarvélunum til að bera áburð á þau. Mér sýnist nokkuð hlýtt vera í kortunum í næstu viku en í augnablikinu er 4 stiga hiti, rigning og grátt í fjallstoppum. Það þornar ekki mikið í því. Síðasta ár var hræðilega blautt. Lítil sól og lítil uppskera hjá öllum. Þar-síðasta ár var líka mjög blautt en þó náðist þá ágætis hey. Það var komin svolítil von í bændur núna en vonandi brýtur þetta ekki fólk niður.“ Skiptist á slyddu og sól Það hefur kólnað skarpt núna, einkum á suðvestan og vestanverðu landinu og í morgun fór að snjóa snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Gular viðvaranir eru í gildi fram á nótt fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra. Til morguns er spáð slyddu- eða snjóéljum á vesturhelmingi landsins, einkum til fjalla. Búast því má við krapa eða hálku, einkum á fjallvegum. Björn Sævar Einarsson, vakthafandi veðurfræðingur segir snjókomuna sem varð í morgun á höfuðborgarsvæðinu ekki gerast oft í maí en þó sé það ekki óþekkt. „Þetta gerist ekki á hverjum degi í maímánuði í Reykjavík en þetta getur alveg gerst. Það er ekki langt síðan að það varð heilmikill snjór 1. maí í Reykjavík. Þetta er bara kalt loft frá Grænlandi sem kemur núna yfir okkur, svo fer það og hlýnar aftur. Það eru viðvaranir í gildi núna fyrir fjallvegi. Þar er éljagangur og mögulega hálka. Allir eiga að vera komnir á sumardekk þannig að það er varasamt. Það er líka vindur upp á heiðum, allt að 15 metrar á sekúndu. Viðvaranir eru í gildi fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð til klukkan 3 í nótt og á Norðurlandi vestra til klukkan 5 í nótt. Síðan lægir á morgun og styttir smám saman upp en það má búast við að það verði frost inn til landsins annað kvöld. Á sunnudag fer í suðvestan átt, 3-5 metra á sekúndu, skýjað með köflum og þurrt að mestu og byrjar aftur að hlýna. Á mánudag og fram á föstudag verða suðlægar áttir ríkjandi og léttskýjað á norður- og austurlandi og 13-20 stiga hiti þar yfir daginn. Vestanlands verður 7-12 stiga hiti.“ Veður Skagafjörður Tengdar fréttir Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Úrkoma og vindur minnkar heldur miðað við í gær en áfram verður fremur hryssingslegt veður sunnan- og vestantil. Gera má ráð fyrir skúrum eða slydduéljum og líkur eru á krapa og hálku á fjallvegum. 9. maí 2025 07:14 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Einstaklega mikil vorflóð Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vakti í fyrradag athygli á vatnavöxtum í Austari Jökulsá og Héraðsvötnum í Skagafirði. Austari Jökulsá fór yfir 5 ára flóðamörk á vatnshæðamælinum við Skatastaði í Austurdal og nálgaðist þar 10 ára mörkin. Guðrún segir að þetta hafi verið einstaklega mikil vorflóð. „Það flæddi út um allt. Túnin sem voru loksins að þorna hjá mér eftir flóð og klakahröngl sem ég lenti í fyrr í vetur eru núna aftur rennandi blaut og allir skurðir fullir.“ Guðrún var sjálf ekki búin með sáningu en nokkrir aðrir bændur voru búnir að því og lentu í tjóni. Hún segir bændur í sveitinni vera ánægða núna með jarðvinnslu á þeim svæðum þar sem vatn komst ekki að. Nokkrir eru þegar búnir með sáningu og bera áburð yfir. „Hjá mér eru þó túnin ennþá það blaut að ég hef ekki treyst stóru dráttarvélunum til að bera áburð á þau. Mér sýnist nokkuð hlýtt vera í kortunum í næstu viku en í augnablikinu er 4 stiga hiti, rigning og grátt í fjallstoppum. Það þornar ekki mikið í því. Síðasta ár var hræðilega blautt. Lítil sól og lítil uppskera hjá öllum. Þar-síðasta ár var líka mjög blautt en þó náðist þá ágætis hey. Það var komin svolítil von í bændur núna en vonandi brýtur þetta ekki fólk niður.“ Skiptist á slyddu og sól Það hefur kólnað skarpt núna, einkum á suðvestan og vestanverðu landinu og í morgun fór að snjóa snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Gular viðvaranir eru í gildi fram á nótt fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra. Til morguns er spáð slyddu- eða snjóéljum á vesturhelmingi landsins, einkum til fjalla. Búast því má við krapa eða hálku, einkum á fjallvegum. Björn Sævar Einarsson, vakthafandi veðurfræðingur segir snjókomuna sem varð í morgun á höfuðborgarsvæðinu ekki gerast oft í maí en þó sé það ekki óþekkt. „Þetta gerist ekki á hverjum degi í maímánuði í Reykjavík en þetta getur alveg gerst. Það er ekki langt síðan að það varð heilmikill snjór 1. maí í Reykjavík. Þetta er bara kalt loft frá Grænlandi sem kemur núna yfir okkur, svo fer það og hlýnar aftur. Það eru viðvaranir í gildi núna fyrir fjallvegi. Þar er éljagangur og mögulega hálka. Allir eiga að vera komnir á sumardekk þannig að það er varasamt. Það er líka vindur upp á heiðum, allt að 15 metrar á sekúndu. Viðvaranir eru í gildi fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð til klukkan 3 í nótt og á Norðurlandi vestra til klukkan 5 í nótt. Síðan lægir á morgun og styttir smám saman upp en það má búast við að það verði frost inn til landsins annað kvöld. Á sunnudag fer í suðvestan átt, 3-5 metra á sekúndu, skýjað með köflum og þurrt að mestu og byrjar aftur að hlýna. Á mánudag og fram á föstudag verða suðlægar áttir ríkjandi og léttskýjað á norður- og austurlandi og 13-20 stiga hiti þar yfir daginn. Vestanlands verður 7-12 stiga hiti.“
Veður Skagafjörður Tengdar fréttir Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Úrkoma og vindur minnkar heldur miðað við í gær en áfram verður fremur hryssingslegt veður sunnan- og vestantil. Gera má ráð fyrir skúrum eða slydduéljum og líkur eru á krapa og hálku á fjallvegum. 9. maí 2025 07:14 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Úrkoma og vindur minnkar heldur miðað við í gær en áfram verður fremur hryssingslegt veður sunnan- og vestantil. Gera má ráð fyrir skúrum eða slydduéljum og líkur eru á krapa og hálku á fjallvegum. 9. maí 2025 07:14