„Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 22:00 Tvíburarnir Daníel Þór og Patrick Örn Hansen, og Sólveig Heiða Foss eiginkona Patricks voru glaðbeitt í viðtali fyrir keppni. Vísir Tvíburarnir Daníel Þór og Patrick Örn Hansen, og Sólveig Heiða Foss eiginkona Patricks, hafa öðlast ákveðna reynslu af bakgarðshlaupi og ætla að taka keppnina fastari tökum í ár. Þau keppa í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð um helgina. „Ég vona bara að við segjum á sunnudagskvöldið: Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann. Við erum enn hlaupandi,“ segir Patrick hlæjandi í viðtali við Garp Elísabetarson fyrir keppnina sem hefst nú í morgunsárið, klukkan 9 í Öskjuhlíð. Viðtalið má sjá hér að neðan en að vanda er fylgst með keppninni frá upphafi til enda hér á Vísi. Klippa: Tvíburarnir og Sólveig betur undirbúin í ár Bakgarðshlaup snýst um að hlaupa 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma, eins lengi og fólk getur, og hefur Daníel mest náð að hlaupa 15 hringi en hjónin Patrick og Sólveig fóru 17 hringi þegar þau kepptu í blíðviðri í Heiðmörk síðasta haust. „Þetta er ekki bara það að hlaupa í hringi. Þetta snýst um félagsskapinn í kringum þetta. Þetta er geggjað. Maður getur eiginlega ekkert útskýrt þetta fyrr en maður hefur prófað þetta sjálfur,“ segir Patrick og Sólveig tekur undir: „Þú ert að kynnast svo mikið af fólki, ná að spjalla mikið, og það er svo skemmtilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég get „actually“ verið með honum í keppnishlaupi, því annars er hann alltaf lengst á undan mér.“ Með fólk til að hjálpa sér í sokkana Það gagnast nefnilega ekkert að geta hlaupið mikið hraðar en aðrir í bakgarðshlaupi. Íþróttin snýst um að endast lengur en aðrir. Daníel var fyrstur þeirra þriggja til að prófa bakgarðshlaup en nú vita þau öll út í hvað þau eru að fara: „Núna erum við loksins komin með þetta. Þetta verður svolítið skipulagt í ár,“ sagði Patrick. „Við verðum með fólk til að hjálpa okkur. Við vorum ekki með neitt þannig í fyrra,“ sagði Sólveig og Patrick bætti við: „Maður verður svo steiktur eftir sautján hringi. Það er fínt að fá einhvern til að klæða mann í sokkana.“ Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sjá meira
„Ég vona bara að við segjum á sunnudagskvöldið: Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann. Við erum enn hlaupandi,“ segir Patrick hlæjandi í viðtali við Garp Elísabetarson fyrir keppnina sem hefst nú í morgunsárið, klukkan 9 í Öskjuhlíð. Viðtalið má sjá hér að neðan en að vanda er fylgst með keppninni frá upphafi til enda hér á Vísi. Klippa: Tvíburarnir og Sólveig betur undirbúin í ár Bakgarðshlaup snýst um að hlaupa 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma, eins lengi og fólk getur, og hefur Daníel mest náð að hlaupa 15 hringi en hjónin Patrick og Sólveig fóru 17 hringi þegar þau kepptu í blíðviðri í Heiðmörk síðasta haust. „Þetta er ekki bara það að hlaupa í hringi. Þetta snýst um félagsskapinn í kringum þetta. Þetta er geggjað. Maður getur eiginlega ekkert útskýrt þetta fyrr en maður hefur prófað þetta sjálfur,“ segir Patrick og Sólveig tekur undir: „Þú ert að kynnast svo mikið af fólki, ná að spjalla mikið, og það er svo skemmtilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég get „actually“ verið með honum í keppnishlaupi, því annars er hann alltaf lengst á undan mér.“ Með fólk til að hjálpa sér í sokkana Það gagnast nefnilega ekkert að geta hlaupið mikið hraðar en aðrir í bakgarðshlaupi. Íþróttin snýst um að endast lengur en aðrir. Daníel var fyrstur þeirra þriggja til að prófa bakgarðshlaup en nú vita þau öll út í hvað þau eru að fara: „Núna erum við loksins komin með þetta. Þetta verður svolítið skipulagt í ár,“ sagði Patrick. „Við verðum með fólk til að hjálpa okkur. Við vorum ekki með neitt þannig í fyrra,“ sagði Sólveig og Patrick bætti við: „Maður verður svo steiktur eftir sautján hringi. Það er fínt að fá einhvern til að klæða mann í sokkana.“ Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sjá meira