Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar 9. maí 2025 15:00 “Laxeldi í sjó hefur á undanförnum árum vaxið hraðar en flestar aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Þessi ört stækkandi atvinnugrein nýtir stórbrotnar auðlindir okkar; hafsvæðið, hreina orku, vatnið og landið sjálft. Í ljósi þess að áðurnefndar auðlindir eru takmarkaðar er mikilvægt að horfa til framtíðar með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi þegar kemur að eignarhaldi og stjórn þessa geira.” “Erlend fjárfesting er mikilvæg íslensku samfélagi, en það má ekki gleymast að yfirráð yfir auðlindum og lykilinnviðum eiga að vera í höndum þjóðarinnar sjálfrar.” Tilvitnunin hér að framan er tekin úr aðsendri grein Sigurðar Inga Jóhannssonar í Morgunblaðinu 8. maí s.l. Árin 2013 - 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson hér eftir (SIJ) er líklega búinn að gleyma því að hann hafði tækifæri fyrir hönd þjóðarinnar til að hafa fulla stjórn á uppbyggingu sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. SIJ var Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2013-2016 þegar firðir landsins voru settir í burðarþolsmat og Norðmenn hösluðu sér völl í sjókvíaeldi á Íslandi. Lykilinnviðir eins og sæstrengir og öryggi siglinga voru ekki í forgangi hjá honum þá. Á þessum tíma var ekki horft til framtíðar með stórbrotna náttúru, auðlindir hafsins og hagsmuni þjóðarinnar í huga. SIJ var forsætisráðherra 2016-2017 og hugði ekkert að öryggismálum þjóðarinnar þrátt fyrir að formennska í Þjóðaröryggisráði fylgi embættinu. Árin 2017 – 2021 var SIJ Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, með ábyrgð á samgöngum bæði á sjó og landi. Árið 2018 var ásókn í sjókvíaeldi orðin það mikil á Vest- og Austfjörðum að lög um skipulag haf- og strandsvæða voru sett. Skipulagsmál heyrðu þá undir umhverfisráðherra, sem skipaði formann og fulltrúa í bæði svæðisráðin. Skipulagsstofnun var ráðgjafi svæðisráðanna og vann skipulagsvinnuna. Eftir kosningar 2021var ráðuneytum fjölgað og breytt og skipulagsmál fluttust til SIJ, sem þá var orðinn Innviðaráðherra. SIJ setti nýjan formann yfir bæði svæðisráðin og skipulagslestin brunaði á meiri hraða en áður í ranga átt við gerð strandsvæðaskipulagsins. Alvarlegir gallar á strandsvæðaskipulagi Ekki var framkvæmt öryggismat á ofanflóðahættu og annarra náttúruvá. Þess í stað var skipulagið staðfest í mars 2023 af þáverandi innviðaráðherra SIJ, með fyrirvara um slíkt mat (möt). Þvert á ákvæði laga var svo Kaldvík, leyfisbeiðanda í Seyðisfirði, heimilað að afmarka slíkt mat sem hefur þó aðeins verið framkvæmt að hluta þrátt fyrir að auglýstar tillögur að leyfum liggi fyrir. Hér skal áréttað að það hefði, lögum samkvæmt, átt að vera hlutverk Skipulagsstofnunar að kalla eftir og afmarka slíkt mat. Óvilhallt umhverfismat. Í umhverfismati fyrir Seyðisfjörð var því haldið fram að áhrif sjókvíaeldis á umhverfi í Seyðisfirði væru „jákvæð“. Er um fjarstæðukennda niðurstöðu að ræða sem sýnir gífurlega hlutdrægni, enda er niðurstaðan í andstöðu við niðurstöðu Náttúruverndarstofnunar, sem er sérfrótt yfirvald. Valkostagreining ólögmæt. Í umhverfismatsferli voru kynntir tveir valkostir líkt og lög gera ráð fyrir en svo var í skipulagi ákveðið að velja þriðju leiðina sem aldrei fór í umhverfismat og þar sem grænu svæði var fórnað. Burðarþolsmat gallað. Ekki var tekið tillit til annarrar starfsemi í firðinum er burðarþolsmat var framkvæmt sem þýðir að það er gróflega ofáætlað. Sjá stjórnsýsluútekt Ríkisendurskoðunar frá 2023 hvað þennan þátt máls varðar. Stórstraumsfjara og nelög ekki skilgreind. Skipulagið sem um ræðir gerði hvergi tilraun til að mæla hvar eignarétti eigenda sjávarlóða sleppir. Fyrir vikið er nú í undirbúningi dómsmál landeiganda við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi. Það er verulegur ágalli á öllu haf- og strandsvæðisskipulagi að taka ekki fullt tillit til lögvarins réttar landeigenda. Menningarminjar ekki skráðar. Samkvæmt lögum ber að skrá menningarminjar áður en svæði eru skipulögð. Minjastofnun benti á misbrest á þessu í Seyðisfirði en úr ágallanum var ekki bætt. Stríðsminjar ekki skoðaðar. Landhelgisgæslan hefur bent á að tundurduflum og kafbátagirðingum hafi verið sökkt á botn Seyðisfjarðar en ekki var lagt mat á hugsanleg áhrif þess að vera með matvælaiðnað á sprengjusvæði. Andstaða við vitalög. Vegna athugasemda VÁ varð skipulagsyfirvöldum ljóst að fyrirhugað haf- og strandsvæðisskipulag væri í grófri andstöðu við ákvæði laga um vitamál nr. 132/1999, enda óheimilt að staðsetja mannvirki á borð við sjókvíar í hvítum ljósgeirum vita. Í kjölfarið skipaði innviðaráðherra nefnd til mótvægisaðgerða. Formaður nefndarinnar var forstjóri Skipulagsstofnunar, ásamt þrem starfsmönnum Vegagerðarinnar og Samgöngustofu, sem áður höfðu gert athugasemdir við siglingaöryggið. Mótvægisaðgerðirnar eru því marki brenndar að miða að því að veita leyfi til sjókvíaeldis fremur en að gæta hagsmuna sjófarenda. Þá fara aðgerðirnar gegn alþjóðlegum skuldbindingum Íslands um siglingaröryggi og brjóta fiskeldislög. Vanhæfnissjónarmið kunna að eiga við um öll störf nefndar um mótvægisaðgerðir þar sem nefndarmenn höfðu komið að skipulaginu á fyrri stigum. Þjóðaröryggi. Öryggi vegna Farice-1 strengsins í Seyðisfirði, sem varðar fjarskipta/þjóðaröryggi tveggja þjóða Íslands og Færeyja, var engan vegin tryggt eða tekið fullt tilit til hans í strandsvæðaskipulaginu. Forstjóri Farice ehf benti ítrekað á frá 2020 að það vantaði að rannska hugsanleg skaðleg áhrif sjókvíaeldis á öryggi Farice-1 strengsins. Farice ehf ber skylda til að gera sitt ítrasta til að tryggja öryggi fjarskiptastrengja. Forstjóri sendi beiðni um lagabreytingar til ráðherra í mars 2023 til að tryggja öryggi strengsins. Þeirri beiðni hefur ekki verið sinnt ennþá, þó fjarskiptastrengir séu lykilinnviðir fyrir þjóðina. Íbúalýðræði. Ekkert samráð var haft við Seyðfirðinga, hvorki almenning eða landeigendur, eins og lög gera ráð fyrir. Niðurstaða skoðunarkönnunar Gallup, sem sveitarfélagið Múlaþing lét gera sýna að 75% kjósenda á Seyðisfirði eru andvíg sjókvíaeldi í firðinum. Skipulagsstofnun hafði áður sagt sjálf að viðlíka andstaða væri ekki þekkt á heimsvísu. Engin sátt lá fyrir þegar skipulagið var samþykkt og liggur ekki fyrir enn. Álit umboðsmanns Alþingis. Félagið VÁ kvartaði til umboðsmanns Alþingis í mars 2023 vegna fjölmargra ágalla á stjórnsýslumeðferð við gerð svokallaðs strandsvæðisskipulags á Austurlandi þar sem veitt voru leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Var kvörtunin margþætt enda ágallar á skipulagsvinnu verulegir. Umboðsmaður ákvað að afmarka kvörtunina við skoðun á vanhæfi tiltekins starfsmanns sem kom að gerð skipulagsins fyrir hönd Skipulagsstofnunar og svo jafnframt fyrir hönd innviðaráðuneytisins. Álit umboðsmanns í málinu er hér. Ástæða þess að umboðsmaður afmarkar málið með þessum hætti og tekur ekki efnislega afstöðu til annarra atriða kvörtunar VÁ er líklega sú að vanhæfni umrædds lykilstarfsmanns við skipulagsgerð gæti leitt til ógildingar á skipulaginu sem um ræðir. Þetta er grafalvarlegt mál. VÁ lítur svo á að umrædd vanhæfni starfsmanns, að mati umboðsmanns, eigi við í strandsvæðaskipulagi bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum. Umræddur starfsmaður hefur setið alla fundi beggja svæðisráða allt til þessa dags. Í Ísafjarðardjúpi hefur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála óglit rekstrarleyfi á fimm svæðum vegna galla á strandsvæðaskipulagi. VÁ treystir á að ný ríkisstjórn virði niðurstöðu Umbðsmanns og lög landsins og ógildi strandsvæðaskipulagið. Í nýju skipulagi er rétt að byrja á skynsamlegum enda, skipuleggja öruggar siglingaleiðir, meta ofanflóðasvæði og aðra náttúruvá, áhættu erfðablöndunar og burðarþol með tilliti til annarrar starfsemi og láta þannig hagsmuni almennings, vistkerfa og lífræðilegs fjölbreytileika ganga framar hagsmunum fyrirtækja á sviði sjókvíaeldis. Slík var því miður ekki raunin í núverandi skipulagi f.v. ríkisstjórna. Sigurður Ingi gat notað tækifærið í ráðherratíð sinni til að tryggja eignarhald Íslendinga á eigin auðlindum til lands og sjávar. Hann átti líka að tryggja að strandsvæðaskipulag væri gert samkvæmt lögum og reglum og að það þjónaði hagsmunum þjóðarinnar allrar. Hann gerði hvorugt. Það er dýrt að sitja uppi með ónothæft strandsvæðaskipulag, sem þjónar aðallega sérhagsmunum erlendra aðila en ekki almannahagsmunum. Sjókvíaeldi er tímaskekkja og hvorki sjálfbær né umhverfisvænn matvæðaiðnaður, og á ekki heima fjörðum landsins. Höfundur er meðlimur í VÁ félagi um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Sjókvíaeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
“Laxeldi í sjó hefur á undanförnum árum vaxið hraðar en flestar aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Þessi ört stækkandi atvinnugrein nýtir stórbrotnar auðlindir okkar; hafsvæðið, hreina orku, vatnið og landið sjálft. Í ljósi þess að áðurnefndar auðlindir eru takmarkaðar er mikilvægt að horfa til framtíðar með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi þegar kemur að eignarhaldi og stjórn þessa geira.” “Erlend fjárfesting er mikilvæg íslensku samfélagi, en það má ekki gleymast að yfirráð yfir auðlindum og lykilinnviðum eiga að vera í höndum þjóðarinnar sjálfrar.” Tilvitnunin hér að framan er tekin úr aðsendri grein Sigurðar Inga Jóhannssonar í Morgunblaðinu 8. maí s.l. Árin 2013 - 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson hér eftir (SIJ) er líklega búinn að gleyma því að hann hafði tækifæri fyrir hönd þjóðarinnar til að hafa fulla stjórn á uppbyggingu sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. SIJ var Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2013-2016 þegar firðir landsins voru settir í burðarþolsmat og Norðmenn hösluðu sér völl í sjókvíaeldi á Íslandi. Lykilinnviðir eins og sæstrengir og öryggi siglinga voru ekki í forgangi hjá honum þá. Á þessum tíma var ekki horft til framtíðar með stórbrotna náttúru, auðlindir hafsins og hagsmuni þjóðarinnar í huga. SIJ var forsætisráðherra 2016-2017 og hugði ekkert að öryggismálum þjóðarinnar þrátt fyrir að formennska í Þjóðaröryggisráði fylgi embættinu. Árin 2017 – 2021 var SIJ Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, með ábyrgð á samgöngum bæði á sjó og landi. Árið 2018 var ásókn í sjókvíaeldi orðin það mikil á Vest- og Austfjörðum að lög um skipulag haf- og strandsvæða voru sett. Skipulagsmál heyrðu þá undir umhverfisráðherra, sem skipaði formann og fulltrúa í bæði svæðisráðin. Skipulagsstofnun var ráðgjafi svæðisráðanna og vann skipulagsvinnuna. Eftir kosningar 2021var ráðuneytum fjölgað og breytt og skipulagsmál fluttust til SIJ, sem þá var orðinn Innviðaráðherra. SIJ setti nýjan formann yfir bæði svæðisráðin og skipulagslestin brunaði á meiri hraða en áður í ranga átt við gerð strandsvæðaskipulagsins. Alvarlegir gallar á strandsvæðaskipulagi Ekki var framkvæmt öryggismat á ofanflóðahættu og annarra náttúruvá. Þess í stað var skipulagið staðfest í mars 2023 af þáverandi innviðaráðherra SIJ, með fyrirvara um slíkt mat (möt). Þvert á ákvæði laga var svo Kaldvík, leyfisbeiðanda í Seyðisfirði, heimilað að afmarka slíkt mat sem hefur þó aðeins verið framkvæmt að hluta þrátt fyrir að auglýstar tillögur að leyfum liggi fyrir. Hér skal áréttað að það hefði, lögum samkvæmt, átt að vera hlutverk Skipulagsstofnunar að kalla eftir og afmarka slíkt mat. Óvilhallt umhverfismat. Í umhverfismati fyrir Seyðisfjörð var því haldið fram að áhrif sjókvíaeldis á umhverfi í Seyðisfirði væru „jákvæð“. Er um fjarstæðukennda niðurstöðu að ræða sem sýnir gífurlega hlutdrægni, enda er niðurstaðan í andstöðu við niðurstöðu Náttúruverndarstofnunar, sem er sérfrótt yfirvald. Valkostagreining ólögmæt. Í umhverfismatsferli voru kynntir tveir valkostir líkt og lög gera ráð fyrir en svo var í skipulagi ákveðið að velja þriðju leiðina sem aldrei fór í umhverfismat og þar sem grænu svæði var fórnað. Burðarþolsmat gallað. Ekki var tekið tillit til annarrar starfsemi í firðinum er burðarþolsmat var framkvæmt sem þýðir að það er gróflega ofáætlað. Sjá stjórnsýsluútekt Ríkisendurskoðunar frá 2023 hvað þennan þátt máls varðar. Stórstraumsfjara og nelög ekki skilgreind. Skipulagið sem um ræðir gerði hvergi tilraun til að mæla hvar eignarétti eigenda sjávarlóða sleppir. Fyrir vikið er nú í undirbúningi dómsmál landeiganda við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi. Það er verulegur ágalli á öllu haf- og strandsvæðisskipulagi að taka ekki fullt tillit til lögvarins réttar landeigenda. Menningarminjar ekki skráðar. Samkvæmt lögum ber að skrá menningarminjar áður en svæði eru skipulögð. Minjastofnun benti á misbrest á þessu í Seyðisfirði en úr ágallanum var ekki bætt. Stríðsminjar ekki skoðaðar. Landhelgisgæslan hefur bent á að tundurduflum og kafbátagirðingum hafi verið sökkt á botn Seyðisfjarðar en ekki var lagt mat á hugsanleg áhrif þess að vera með matvælaiðnað á sprengjusvæði. Andstaða við vitalög. Vegna athugasemda VÁ varð skipulagsyfirvöldum ljóst að fyrirhugað haf- og strandsvæðisskipulag væri í grófri andstöðu við ákvæði laga um vitamál nr. 132/1999, enda óheimilt að staðsetja mannvirki á borð við sjókvíar í hvítum ljósgeirum vita. Í kjölfarið skipaði innviðaráðherra nefnd til mótvægisaðgerða. Formaður nefndarinnar var forstjóri Skipulagsstofnunar, ásamt þrem starfsmönnum Vegagerðarinnar og Samgöngustofu, sem áður höfðu gert athugasemdir við siglingaöryggið. Mótvægisaðgerðirnar eru því marki brenndar að miða að því að veita leyfi til sjókvíaeldis fremur en að gæta hagsmuna sjófarenda. Þá fara aðgerðirnar gegn alþjóðlegum skuldbindingum Íslands um siglingaröryggi og brjóta fiskeldislög. Vanhæfnissjónarmið kunna að eiga við um öll störf nefndar um mótvægisaðgerðir þar sem nefndarmenn höfðu komið að skipulaginu á fyrri stigum. Þjóðaröryggi. Öryggi vegna Farice-1 strengsins í Seyðisfirði, sem varðar fjarskipta/þjóðaröryggi tveggja þjóða Íslands og Færeyja, var engan vegin tryggt eða tekið fullt tilit til hans í strandsvæðaskipulaginu. Forstjóri Farice ehf benti ítrekað á frá 2020 að það vantaði að rannska hugsanleg skaðleg áhrif sjókvíaeldis á öryggi Farice-1 strengsins. Farice ehf ber skylda til að gera sitt ítrasta til að tryggja öryggi fjarskiptastrengja. Forstjóri sendi beiðni um lagabreytingar til ráðherra í mars 2023 til að tryggja öryggi strengsins. Þeirri beiðni hefur ekki verið sinnt ennþá, þó fjarskiptastrengir séu lykilinnviðir fyrir þjóðina. Íbúalýðræði. Ekkert samráð var haft við Seyðfirðinga, hvorki almenning eða landeigendur, eins og lög gera ráð fyrir. Niðurstaða skoðunarkönnunar Gallup, sem sveitarfélagið Múlaþing lét gera sýna að 75% kjósenda á Seyðisfirði eru andvíg sjókvíaeldi í firðinum. Skipulagsstofnun hafði áður sagt sjálf að viðlíka andstaða væri ekki þekkt á heimsvísu. Engin sátt lá fyrir þegar skipulagið var samþykkt og liggur ekki fyrir enn. Álit umboðsmanns Alþingis. Félagið VÁ kvartaði til umboðsmanns Alþingis í mars 2023 vegna fjölmargra ágalla á stjórnsýslumeðferð við gerð svokallaðs strandsvæðisskipulags á Austurlandi þar sem veitt voru leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Var kvörtunin margþætt enda ágallar á skipulagsvinnu verulegir. Umboðsmaður ákvað að afmarka kvörtunina við skoðun á vanhæfi tiltekins starfsmanns sem kom að gerð skipulagsins fyrir hönd Skipulagsstofnunar og svo jafnframt fyrir hönd innviðaráðuneytisins. Álit umboðsmanns í málinu er hér. Ástæða þess að umboðsmaður afmarkar málið með þessum hætti og tekur ekki efnislega afstöðu til annarra atriða kvörtunar VÁ er líklega sú að vanhæfni umrædds lykilstarfsmanns við skipulagsgerð gæti leitt til ógildingar á skipulaginu sem um ræðir. Þetta er grafalvarlegt mál. VÁ lítur svo á að umrædd vanhæfni starfsmanns, að mati umboðsmanns, eigi við í strandsvæðaskipulagi bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum. Umræddur starfsmaður hefur setið alla fundi beggja svæðisráða allt til þessa dags. Í Ísafjarðardjúpi hefur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála óglit rekstrarleyfi á fimm svæðum vegna galla á strandsvæðaskipulagi. VÁ treystir á að ný ríkisstjórn virði niðurstöðu Umbðsmanns og lög landsins og ógildi strandsvæðaskipulagið. Í nýju skipulagi er rétt að byrja á skynsamlegum enda, skipuleggja öruggar siglingaleiðir, meta ofanflóðasvæði og aðra náttúruvá, áhættu erfðablöndunar og burðarþol með tilliti til annarrar starfsemi og láta þannig hagsmuni almennings, vistkerfa og lífræðilegs fjölbreytileika ganga framar hagsmunum fyrirtækja á sviði sjókvíaeldis. Slík var því miður ekki raunin í núverandi skipulagi f.v. ríkisstjórna. Sigurður Ingi gat notað tækifærið í ráðherratíð sinni til að tryggja eignarhald Íslendinga á eigin auðlindum til lands og sjávar. Hann átti líka að tryggja að strandsvæðaskipulag væri gert samkvæmt lögum og reglum og að það þjónaði hagsmunum þjóðarinnar allrar. Hann gerði hvorugt. Það er dýrt að sitja uppi með ónothæft strandsvæðaskipulag, sem þjónar aðallega sérhagsmunum erlendra aðila en ekki almannahagsmunum. Sjókvíaeldi er tímaskekkja og hvorki sjálfbær né umhverfisvænn matvæðaiðnaður, og á ekki heima fjörðum landsins. Höfundur er meðlimur í VÁ félagi um vernd fjarðar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun