Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar 9. maí 2025 16:02 Á Íslandi þurfa menn sérstök gleraugu til að skoða og skilja veruleikann. Við getum átt von á sumarveðri (10°C) að vetri og í maí fennir yfir grænt gras. Í slíku landi er kannski ekki við öðru að búast en að íbúarnir verði hálf-ruglaðir, því þegar við bætist stöðugt áreiti (og áróður hagsmunaafla) sem dynur á okkur daglega, hafa fæstir þrek til að afrugla það sem fyrir augu ber. Við þessar aðstæður er kannski ekki nema eðlilegt að flestir hörfi yfir í að láta aðra hugsa fyrir sig og kjósi að fljóta með straumnum / með hópnum / með flokknum og tileinka sér þá skoðun sem er vinsæl hverju sinni eða þá skoðun sem okkur er sagt að hafa út frá hjörðinni sem reynt er að smala okkur í (m.a. út frá kyni, kynhneigð, útliti o.s.frv). Í þjóðfélagi sem er svo gegnsýrt af félagshyggju og hjarðhegðun eins og hér árið 2025, þar sem yfir 90% Alþingismanna láta kúgast af flokksræði og „vókisma“ - og þar sem háskólamenn og embættismenn líta á sig sem tannhjól í kvörn sem hönnuð er af "samfélagsverkfræðingum" og dælir daglega út alls kyns „woke“ félagshyggju-hugmyndum sem gegnsýra skólakerfið og vinnustaði, þá er engin furða að menn sjái það sem einhvers konar „lausn“ að færa Ísland undir áhrifavald risavaxins skrifstofubákns handan hafsins (ESB) sem gæti losað okkur undan þeirri áþján að þurfa að hugsa og taka ábyrgð á sjálfum okkur. Þótt Ísland sé herlaust smáríki með alls konar auðlindir, þá erum við að sligast undan heimatilbúnum og innfluttum vandamálum. Ný ríkisstjórn, eins og hinar fyrri, vill svara þessu með innheimta hærri gjöld og meiri skatta, því nú (sem fyrr) á að leysa öll mál með því að þenja út ríkisbáknið og auka völd þess. Íslendingar, í sinni félagshyggju og hjarðhegðun, eru fangar kreddunnar sem svífur hér yfir öllum vötnum, því hvort sem menn kalla sig sósíalista, jafnaðarmenn, krata, kommúnista, samvinnufólk eða sósíaldemókrata, þá leiðir þetta allt að sömu niðurstöðu, þar sem RÍKIÐ er gert að upphafi og endi allra mála. Þessi útsparkaða braut félagshyggjunnar, sem enn sogar allt þjóðlífið til sín, er svo forug og hál að ekki er gott að sjá hvernig unnt er að bremsa áður en endastöðinni er náð, þ.e. þjóðfélagsástandi þar sem „hið opinbera“ hefur eftirlit með öllu, afskipti af öllu og stýrir öllu, allt frá fæðingu til dauða. Hin rökrétta niðurstaða félagshyggjunnar er m.ö.o. alræði þar sem stjórnvöld fara með ótakmarkað vald og flest svið mannlífsins lúta miðstýringu valdhafa sem telja sig vera fulltrúa einhuga þjóðarvilja. Þessi lýsing ætti að hljóma kunnuglega í eyrum allra þeirra sem flett hafa kennslubókum í mannkynssögu, því kommúnismi, fasismi og nasismi miða að alræðishyggju: Kommúnistar vilja alþjóðlegan sósíalisma en nasistar þjóðernis-sósíalisma. Frammi fyrir þessu blasir við hve villandi er að stilla þessum stefnum upp sem andstæðum („öfga vinstri“ / „öfga hægri“). Í stað þess að láta blekkjast af ólíkum fánum, orðum og merkjum, verðum við geta séð að þetta er allt angi af einni og sömu alræðisrótinni sem nærist á öfund, beiskju og óvild - og krefst blindrar hollustu, undirgefni og haturs á þeim sem tilgreindir hafa verið sem "óvinir hópsins" eða "óvinir stéttarinnar". Gegnsýrðir af ruglandi fréttaflutningi ríkisstyrktra og ríkisrekinna innlendra fjölmiðla þurfa Íslendingar að afrugla sig sjálfir til að sjá að stjórnmálin verða ekki best skilin út frá lóðréttum ás (eða skeifu) sem liggur frá hægri til vinstri (frá stjórnleysi / óstjórn til alræðis / ofstjórnar). Nei, stjórnmálin verða betur skilin sem hringur, þar sem skeifuendarnir hafa verið tengdir saman. Land sem er stjórnlaust mun fyrr en síðar verða ofríkismönnum að bráð, þ.e. þeim sem beita mestu ofbeldi og best eru vopnaðir. Allir geta séð að frá slíkri óstjórn til ofstjórnar (alræðis) er aðeins örstutt skref, því á báðum stöðum er öryggi borgaranna lítið sem ekkert. Eini staðurinn í hringnum sem hugsandi (afruglaðir) menn geta staðsett sig á er lengst frá fyrrnefndum ystu (samtengdu) skeifuendunum, því aðeins þar er áherslan á einstaklinginn (en ekki hópinn). Aðeins þar er viðurkennt að hver og einn maður sé dýrmætur - og að ekki einum einasta manni megi fórna í samfélagslegum tilgangi (e. „for the greater good“). Aðeins þar er borin er virðing fyrir frelsi fólks út frá þeim ramma sem stjórnarskráin hefur skilgreint. Aðeins þar er unnið úr frá því að gera ríkisvaldið eins fyrirferðarlítið, afskiptalaust og valdalaust og nauðsyn krefur m.t.t. öryggis borgaranna og lífsafkomu í stað kæfandi félagshyggju. Aðeins þar er lagt til grundvallar að sú ríkisstjórn er best sem minnst afskipti hefur af borgurunum. Þessu hef ég viljað miðla til Íslendinga, því meðan hugarfar almennings er óbreytt þokast þjóðfélagsástandið í átt til öngþveitis, óreiðu og óstjórnar, sem valdagírugir aðilar munu bjóðast til að leysa, nú sem fyrr, með ofstjórn og valdboði. Um þessar mundir eru liðin fjögur ár síðan ég lagði í þá vegferð að reyna að vekja Íslendinga til umræðu um það hvert stefnir – og til að taka ábyrgð á landinu sínu áður en óefni verður komið. Ég lagði í þessa vegferð því mér er umhugað um að börnin okkar geti átt hér farsæla framtíð í landinu sem formæður okkar og forfeður færðu okkur að gjöf. Eftir fjögurra ára viðleitni blasir við sú niðurstaða að Alþingi mun á næstu dögum lögleiða frumvarp um bókun 35 sem gengisfellir ekki aðeins Alþingi og Hæstarétt Íslands, heldur færir Ísland skrefi nær ólýðræðislegu ofstjórnarvaldi 400 milljón manna ríkjasambands sem kaffærir fólk og fyrirtæki í reglugerðum og tekur daglega á sig skýrari mynd sambandsríkis (ESB). Þótt kalla mætti þessa niðurstöðu lógíska afleiðingu þess félagshyggju- og ríkisvæðingarblætis sem hér hefur verið til umræðu, þá er þessi niðurstaða svo nöturleg og svo dapurleg að tímabært er að viðurkenna að mistekist hafi að vekja landsmenn til vitundar um stöðuna - og hvers er að vænta. Á því vil ég biðjast afsökunar. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Bókun 35 Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi þurfa menn sérstök gleraugu til að skoða og skilja veruleikann. Við getum átt von á sumarveðri (10°C) að vetri og í maí fennir yfir grænt gras. Í slíku landi er kannski ekki við öðru að búast en að íbúarnir verði hálf-ruglaðir, því þegar við bætist stöðugt áreiti (og áróður hagsmunaafla) sem dynur á okkur daglega, hafa fæstir þrek til að afrugla það sem fyrir augu ber. Við þessar aðstæður er kannski ekki nema eðlilegt að flestir hörfi yfir í að láta aðra hugsa fyrir sig og kjósi að fljóta með straumnum / með hópnum / með flokknum og tileinka sér þá skoðun sem er vinsæl hverju sinni eða þá skoðun sem okkur er sagt að hafa út frá hjörðinni sem reynt er að smala okkur í (m.a. út frá kyni, kynhneigð, útliti o.s.frv). Í þjóðfélagi sem er svo gegnsýrt af félagshyggju og hjarðhegðun eins og hér árið 2025, þar sem yfir 90% Alþingismanna láta kúgast af flokksræði og „vókisma“ - og þar sem háskólamenn og embættismenn líta á sig sem tannhjól í kvörn sem hönnuð er af "samfélagsverkfræðingum" og dælir daglega út alls kyns „woke“ félagshyggju-hugmyndum sem gegnsýra skólakerfið og vinnustaði, þá er engin furða að menn sjái það sem einhvers konar „lausn“ að færa Ísland undir áhrifavald risavaxins skrifstofubákns handan hafsins (ESB) sem gæti losað okkur undan þeirri áþján að þurfa að hugsa og taka ábyrgð á sjálfum okkur. Þótt Ísland sé herlaust smáríki með alls konar auðlindir, þá erum við að sligast undan heimatilbúnum og innfluttum vandamálum. Ný ríkisstjórn, eins og hinar fyrri, vill svara þessu með innheimta hærri gjöld og meiri skatta, því nú (sem fyrr) á að leysa öll mál með því að þenja út ríkisbáknið og auka völd þess. Íslendingar, í sinni félagshyggju og hjarðhegðun, eru fangar kreddunnar sem svífur hér yfir öllum vötnum, því hvort sem menn kalla sig sósíalista, jafnaðarmenn, krata, kommúnista, samvinnufólk eða sósíaldemókrata, þá leiðir þetta allt að sömu niðurstöðu, þar sem RÍKIÐ er gert að upphafi og endi allra mála. Þessi útsparkaða braut félagshyggjunnar, sem enn sogar allt þjóðlífið til sín, er svo forug og hál að ekki er gott að sjá hvernig unnt er að bremsa áður en endastöðinni er náð, þ.e. þjóðfélagsástandi þar sem „hið opinbera“ hefur eftirlit með öllu, afskipti af öllu og stýrir öllu, allt frá fæðingu til dauða. Hin rökrétta niðurstaða félagshyggjunnar er m.ö.o. alræði þar sem stjórnvöld fara með ótakmarkað vald og flest svið mannlífsins lúta miðstýringu valdhafa sem telja sig vera fulltrúa einhuga þjóðarvilja. Þessi lýsing ætti að hljóma kunnuglega í eyrum allra þeirra sem flett hafa kennslubókum í mannkynssögu, því kommúnismi, fasismi og nasismi miða að alræðishyggju: Kommúnistar vilja alþjóðlegan sósíalisma en nasistar þjóðernis-sósíalisma. Frammi fyrir þessu blasir við hve villandi er að stilla þessum stefnum upp sem andstæðum („öfga vinstri“ / „öfga hægri“). Í stað þess að láta blekkjast af ólíkum fánum, orðum og merkjum, verðum við geta séð að þetta er allt angi af einni og sömu alræðisrótinni sem nærist á öfund, beiskju og óvild - og krefst blindrar hollustu, undirgefni og haturs á þeim sem tilgreindir hafa verið sem "óvinir hópsins" eða "óvinir stéttarinnar". Gegnsýrðir af ruglandi fréttaflutningi ríkisstyrktra og ríkisrekinna innlendra fjölmiðla þurfa Íslendingar að afrugla sig sjálfir til að sjá að stjórnmálin verða ekki best skilin út frá lóðréttum ás (eða skeifu) sem liggur frá hægri til vinstri (frá stjórnleysi / óstjórn til alræðis / ofstjórnar). Nei, stjórnmálin verða betur skilin sem hringur, þar sem skeifuendarnir hafa verið tengdir saman. Land sem er stjórnlaust mun fyrr en síðar verða ofríkismönnum að bráð, þ.e. þeim sem beita mestu ofbeldi og best eru vopnaðir. Allir geta séð að frá slíkri óstjórn til ofstjórnar (alræðis) er aðeins örstutt skref, því á báðum stöðum er öryggi borgaranna lítið sem ekkert. Eini staðurinn í hringnum sem hugsandi (afruglaðir) menn geta staðsett sig á er lengst frá fyrrnefndum ystu (samtengdu) skeifuendunum, því aðeins þar er áherslan á einstaklinginn (en ekki hópinn). Aðeins þar er viðurkennt að hver og einn maður sé dýrmætur - og að ekki einum einasta manni megi fórna í samfélagslegum tilgangi (e. „for the greater good“). Aðeins þar er borin er virðing fyrir frelsi fólks út frá þeim ramma sem stjórnarskráin hefur skilgreint. Aðeins þar er unnið úr frá því að gera ríkisvaldið eins fyrirferðarlítið, afskiptalaust og valdalaust og nauðsyn krefur m.t.t. öryggis borgaranna og lífsafkomu í stað kæfandi félagshyggju. Aðeins þar er lagt til grundvallar að sú ríkisstjórn er best sem minnst afskipti hefur af borgurunum. Þessu hef ég viljað miðla til Íslendinga, því meðan hugarfar almennings er óbreytt þokast þjóðfélagsástandið í átt til öngþveitis, óreiðu og óstjórnar, sem valdagírugir aðilar munu bjóðast til að leysa, nú sem fyrr, með ofstjórn og valdboði. Um þessar mundir eru liðin fjögur ár síðan ég lagði í þá vegferð að reyna að vekja Íslendinga til umræðu um það hvert stefnir – og til að taka ábyrgð á landinu sínu áður en óefni verður komið. Ég lagði í þessa vegferð því mér er umhugað um að börnin okkar geti átt hér farsæla framtíð í landinu sem formæður okkar og forfeður færðu okkur að gjöf. Eftir fjögurra ára viðleitni blasir við sú niðurstaða að Alþingi mun á næstu dögum lögleiða frumvarp um bókun 35 sem gengisfellir ekki aðeins Alþingi og Hæstarétt Íslands, heldur færir Ísland skrefi nær ólýðræðislegu ofstjórnarvaldi 400 milljón manna ríkjasambands sem kaffærir fólk og fyrirtæki í reglugerðum og tekur daglega á sig skýrari mynd sambandsríkis (ESB). Þótt kalla mætti þessa niðurstöðu lógíska afleiðingu þess félagshyggju- og ríkisvæðingarblætis sem hér hefur verið til umræðu, þá er þessi niðurstaða svo nöturleg og svo dapurleg að tímabært er að viðurkenna að mistekist hafi að vekja landsmenn til vitundar um stöðuna - og hvers er að vænta. Á því vil ég biðjast afsökunar. Höfundur er lögmaður.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun