Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2025 15:15 Svona mun Stóra Hraun líta út þegar það verður tilbúið. Stjórnarráðið Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. „Þetta er stærsta framfaraskref í fangelsismálum á Íslandi í áratugi og lykilatriði til að mæta breyttum áskorunum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Nýja fangelsið kemur í stað fyrirhugaðra endurbóta á Litla Hrauni þar sem ástand húsnæðisins reyndist mun verra en áður hafði verið talið. Stóra Hraun, sem er í næsta nágrenni við Litla Hraun, verður byggt upp í áföngum. Áætlað er að kostnaður við þennan fyrsta og stærsta áfanga verði 17,8 milljarðar króna og fellur sá kostnaður undir fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir þetta mikil tímamót og miklar framfarir. Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu verður fyrsti hluti framkvæmdanna boðinn út á næstunni og framkvæmdir svo hefjast fljótlega. Stefnt er að því að framkvæmdir við næsta áfanga hefjist svo í beinu framhaldi af þeim fyrri. Í fyrsta áfanga verksins er gert ráð fyrir 84 klefum á Stóra Hrauni og þangað til fangelsið verður fullbyggt verði nokkrir klefar á Litla Hrauni notaðir samhliða. Er því gert ráð fyrir að pláss verði fyrir um 90 til 98 fanga á hverjum tíma. Þegar fangelsið að Stóra Hrauni verður fullbyggt er gert ráð fyrir að það geti hýst allt að 128 fanga. „Öryggisfangelsið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og verður jafnframt stærsta fangelsi landsins en eins og flest vita þá hefur fangelsiskerfið lengi glímt við alvarlegan húsnæðisskort og bágborinn aðbúnað. Því ætlum við að ráða bót á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þar kemur fram að fangelsinu verði skipt í öryggisstig sem hafi verið skilgreind í samræmi við norræna staðla. Sérstaklega hafi verið litið til Danmerkur. Öryggisstigin eru flokkuð frá eitt til þrjú, þar sem öryggisstig eitt gerir ráð fyrir mesta öryggi og öryggisstig þrjú minnsta. Draga úr líkum á tengslum skipulagðra brotahópa Samkvæmt tilkynningunni er gert ráð fyrir að með þeirri skiptingu verði unnt að bæta heildaröryggi innan fangelsiskerfisins sem og aðgreina fanga eftir alvarleika brota og draga úr líkum á tengslum milli skipulagðra brotahópa. „Það er mikilvægt að geta tryggt uppskiptingu fangahópsins á einum stað. Með því má stuðla að faglegra starfi sem og tryggja betur öryggi allra,“ segir Þorbjörg Sigríður og segir að gert sé ráð fyrir að fangelsið að Stóra Hrauni verði að meginstefnu til með öryggisstigi tvö, en jafnframt verði þar aðstaða fyrir deildir með bæði hærra og lægra öryggisstig. Alex Poulsen arkitektar (AP) og VA arkitektar komu að for- og frumhönnun verkefnisins en AP eru danskir ráðgjafar sem hafa hannað mörg sambærileg verkefni. Í dag er Arkís aðalhönnuður verkefnisins ásamt mörgum öðrum sérhæfðum hönnuðum og AP gegna ráðgefandi hlutverki. Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Árborg Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Þetta er stærsta framfaraskref í fangelsismálum á Íslandi í áratugi og lykilatriði til að mæta breyttum áskorunum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Nýja fangelsið kemur í stað fyrirhugaðra endurbóta á Litla Hrauni þar sem ástand húsnæðisins reyndist mun verra en áður hafði verið talið. Stóra Hraun, sem er í næsta nágrenni við Litla Hraun, verður byggt upp í áföngum. Áætlað er að kostnaður við þennan fyrsta og stærsta áfanga verði 17,8 milljarðar króna og fellur sá kostnaður undir fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir þetta mikil tímamót og miklar framfarir. Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu verður fyrsti hluti framkvæmdanna boðinn út á næstunni og framkvæmdir svo hefjast fljótlega. Stefnt er að því að framkvæmdir við næsta áfanga hefjist svo í beinu framhaldi af þeim fyrri. Í fyrsta áfanga verksins er gert ráð fyrir 84 klefum á Stóra Hrauni og þangað til fangelsið verður fullbyggt verði nokkrir klefar á Litla Hrauni notaðir samhliða. Er því gert ráð fyrir að pláss verði fyrir um 90 til 98 fanga á hverjum tíma. Þegar fangelsið að Stóra Hrauni verður fullbyggt er gert ráð fyrir að það geti hýst allt að 128 fanga. „Öryggisfangelsið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og verður jafnframt stærsta fangelsi landsins en eins og flest vita þá hefur fangelsiskerfið lengi glímt við alvarlegan húsnæðisskort og bágborinn aðbúnað. Því ætlum við að ráða bót á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þar kemur fram að fangelsinu verði skipt í öryggisstig sem hafi verið skilgreind í samræmi við norræna staðla. Sérstaklega hafi verið litið til Danmerkur. Öryggisstigin eru flokkuð frá eitt til þrjú, þar sem öryggisstig eitt gerir ráð fyrir mesta öryggi og öryggisstig þrjú minnsta. Draga úr líkum á tengslum skipulagðra brotahópa Samkvæmt tilkynningunni er gert ráð fyrir að með þeirri skiptingu verði unnt að bæta heildaröryggi innan fangelsiskerfisins sem og aðgreina fanga eftir alvarleika brota og draga úr líkum á tengslum milli skipulagðra brotahópa. „Það er mikilvægt að geta tryggt uppskiptingu fangahópsins á einum stað. Með því má stuðla að faglegra starfi sem og tryggja betur öryggi allra,“ segir Þorbjörg Sigríður og segir að gert sé ráð fyrir að fangelsið að Stóra Hrauni verði að meginstefnu til með öryggisstigi tvö, en jafnframt verði þar aðstaða fyrir deildir með bæði hærra og lægra öryggisstig. Alex Poulsen arkitektar (AP) og VA arkitektar komu að for- og frumhönnun verkefnisins en AP eru danskir ráðgjafar sem hafa hannað mörg sambærileg verkefni. Í dag er Arkís aðalhönnuður verkefnisins ásamt mörgum öðrum sérhæfðum hönnuðum og AP gegna ráðgefandi hlutverki.
Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Árborg Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira