Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2025 08:02 Umræða síðustu mánuði um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík hefur verið áhugaverð, áhlaupið á Reykjavíkurborg er markvisst, þaulhugsað – Sjálfstæðisflokkurinn bæði á þingi og sveit, Samtök Iðnaðarins, Hádegismóar, Viðskiptablaðið, sumir uppbyggingaraðilar og núna síðast í gær fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar og bæjarstjóri næst fjölmennasta sveitafélags landsins, sem hefur á síðustu árum farið óvarlega með takmarkað byggingaland sitt. Skilaboðin eru þau sömu á öllum stöðum, þétting byggðar sé komin í þrot, tími ofurþéttingar sé liðin, engar lóðir séu til staðar í Reykjavík, lóðaskortur hamli uppbyggingu, lóðaskortur sé ástæða hás íbúðaverðs, lóðaskortur sé orsök húsnæðiskrísunnar því verði að brjóta nýtt land í jaðri byggðar að byggja, það land er ódýrt, ódýrara sé að byggja á ódýru landi, þá lækkar húsnæðisverð, þá lækkar lóðaverð – Vaxtamörkin verði að endurskoða strax. Kunnugleg orðræða - það er staðreynd að ef hlutirnir eru sagðir nógu oft þá fer fólk að trúa þeim. Lítið hefur farið fyrir rökum í umræðunni um hvers vegna við þéttum byggð. Hvers vegna er betra að byggja borgarsamfélög inná við? Í þágu hverra er þétting byggðar? Þétting í borg - fyrir mannlíf og öflugri hverfi Þétting byggðar þéttir fólki saman sem aftur eykur lífsgæði þeirra sem búa saman. Sameignleg svæði laða að sér fleira fólk sem aftur skapar grundvöll fyrir blómlega þjónustu og atvinnulíf. Mannlíf er uppspretta fyrir tækifæri til að skapa hágæða borgarumhverfi sem laðar að sér enn fleira fólk, fjárfestingu, fyrirtæki og stofnanir. Maður er manns gaman og hægt er að vinna gegn meinsemd 21. aldar, einmanaleika, með þéttingu byggðar og fjölbreyttu búsetuformi. Þétting innan gróinna hverfa eflir byggðina sem fyrir er, getur aukið félagslega fjölbreytni, ýtir undir sjálfbærni hverfanna þannig að jafnvægi ólíkra aldurshópa er tryggt. Einmitt til að koma í veg fyrir að einn hópur íbúa verður of fámennur eða of fjölmennur eins og gerðist í Grafarvogi en þá þurfti að loka grunnskóla og leikskóla vegna of fárra barna sem er erfitt verkefni. Við þéttum byggð í þágu fólksins, til að efla mannlífið, til að styrkja verslun, þjónustu og stöndugt atvinnulíf. Þannig tryggjum við sjálfbærni hverfanna í borginni, tryggjum félagslega fjölbreytni og spornum gegn einmannaleika. Þétting í borg - fyrir betri nýtingu sameignlegra gæða og fjármuna Þétting byggðar nýtir betur takmörkuð sameiginleg gæði í eigu okkar allra - gæði eins og borgarland, mannvirki, samgönguæðar. Stærsta fjárfesting sveitafélaga er í mannvirkjum sem tengjast gatna- og veitukerfi, leik- og grunnskólum, íþróttamannvirkjum, göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Aukin nýfjárfesting kallar á umfangsmeiri rekstur. Með því að þétta í borg er hægt að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í og forgangsraða fjármagni í önnur brýn verkefni. Borgarsjóður er ekki botnlaus. Við þéttum byggð til að fara vel með sameiginleg, takmörkuð gæði okkar Reykvíkinga og um leið kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnissporið í þágu komandi kynslóða. Þétting í borg – forsenda fyrir hágæða almenningssamgöngur og betri loftgæði Við þéttum byggð til að draga úr umferð, bæta loftgæðin en á liðnu kjörtímabili hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað mikið. Fleira fólk – fleiri bílar. Talið er að um 70 bílar bætist við götur höfuðborgarsvæðis á viku, tæplega 4.000 bílar á ári eða rúmlega 15.000 þúsund bílar á kjörtímabili. Það kannast allir við stóra stoppið í Ártúnsbrekku samhliða þungri umferð á háannatíma inn og út úr borginni. Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annarra vistvænna ferðamáta. Um leið skapar það pláss á götum fyrir þau sem þurfa notast við bíl. Með því að draga úr umferð, bjóða upp á hágæða almenningssamgöngur verða loftgæðin betri en svifryk ógnar sérstaklega heilsu barna, eldra fólks og fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Með þéttingu skapast forsendur fyrir vistvænar og sterkar almenningssamgöngur – val verður til fyrir þau sem óska eftir að notast við fjölbreytta ferðamáta og almenningssamgöngur inn í sinn hversdagsleika og um leið skilja bílinn eftir heima. Þétting í þágu samfélagsins – í þágu fólksins Það er vandasamt að byggja borgir inná við. Þrengt er að umferð, útlit skapar umræðu, það sem einum þykir flott, finnst öðrum ljótt og svo eru það gæðin. Þau skipta máli og já mistök hafa verið gerð. Af þeim þarf að læra, skapa skýrari viðmið, verklags- og vinnureglur - gæði umfram magn. Víða hefur tekist vel til. Yngra fólk vill búa þétt, vill hafa val um skilja einkabílinn heima, deilt inngarði með nágrönnum í grillveislu og gengið í búðina. Svo eru aðrir sem vilja sér garð, eiga ökutæki til að leika sér á, vilja vera í jaðri byggðar, stutt frá útvistarsvæðum. Eitt þarf ekki að útiloka annað. Við þéttum byggð í þágu samfélagslegra hagsmuna - fyrir fólk. Höfundur er varaborgarfulltrúi í Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Byggðamál Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Umræða síðustu mánuði um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík hefur verið áhugaverð, áhlaupið á Reykjavíkurborg er markvisst, þaulhugsað – Sjálfstæðisflokkurinn bæði á þingi og sveit, Samtök Iðnaðarins, Hádegismóar, Viðskiptablaðið, sumir uppbyggingaraðilar og núna síðast í gær fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar og bæjarstjóri næst fjölmennasta sveitafélags landsins, sem hefur á síðustu árum farið óvarlega með takmarkað byggingaland sitt. Skilaboðin eru þau sömu á öllum stöðum, þétting byggðar sé komin í þrot, tími ofurþéttingar sé liðin, engar lóðir séu til staðar í Reykjavík, lóðaskortur hamli uppbyggingu, lóðaskortur sé ástæða hás íbúðaverðs, lóðaskortur sé orsök húsnæðiskrísunnar því verði að brjóta nýtt land í jaðri byggðar að byggja, það land er ódýrt, ódýrara sé að byggja á ódýru landi, þá lækkar húsnæðisverð, þá lækkar lóðaverð – Vaxtamörkin verði að endurskoða strax. Kunnugleg orðræða - það er staðreynd að ef hlutirnir eru sagðir nógu oft þá fer fólk að trúa þeim. Lítið hefur farið fyrir rökum í umræðunni um hvers vegna við þéttum byggð. Hvers vegna er betra að byggja borgarsamfélög inná við? Í þágu hverra er þétting byggðar? Þétting í borg - fyrir mannlíf og öflugri hverfi Þétting byggðar þéttir fólki saman sem aftur eykur lífsgæði þeirra sem búa saman. Sameignleg svæði laða að sér fleira fólk sem aftur skapar grundvöll fyrir blómlega þjónustu og atvinnulíf. Mannlíf er uppspretta fyrir tækifæri til að skapa hágæða borgarumhverfi sem laðar að sér enn fleira fólk, fjárfestingu, fyrirtæki og stofnanir. Maður er manns gaman og hægt er að vinna gegn meinsemd 21. aldar, einmanaleika, með þéttingu byggðar og fjölbreyttu búsetuformi. Þétting innan gróinna hverfa eflir byggðina sem fyrir er, getur aukið félagslega fjölbreytni, ýtir undir sjálfbærni hverfanna þannig að jafnvægi ólíkra aldurshópa er tryggt. Einmitt til að koma í veg fyrir að einn hópur íbúa verður of fámennur eða of fjölmennur eins og gerðist í Grafarvogi en þá þurfti að loka grunnskóla og leikskóla vegna of fárra barna sem er erfitt verkefni. Við þéttum byggð í þágu fólksins, til að efla mannlífið, til að styrkja verslun, þjónustu og stöndugt atvinnulíf. Þannig tryggjum við sjálfbærni hverfanna í borginni, tryggjum félagslega fjölbreytni og spornum gegn einmannaleika. Þétting í borg - fyrir betri nýtingu sameignlegra gæða og fjármuna Þétting byggðar nýtir betur takmörkuð sameiginleg gæði í eigu okkar allra - gæði eins og borgarland, mannvirki, samgönguæðar. Stærsta fjárfesting sveitafélaga er í mannvirkjum sem tengjast gatna- og veitukerfi, leik- og grunnskólum, íþróttamannvirkjum, göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Aukin nýfjárfesting kallar á umfangsmeiri rekstur. Með því að þétta í borg er hægt að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í og forgangsraða fjármagni í önnur brýn verkefni. Borgarsjóður er ekki botnlaus. Við þéttum byggð til að fara vel með sameiginleg, takmörkuð gæði okkar Reykvíkinga og um leið kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnissporið í þágu komandi kynslóða. Þétting í borg – forsenda fyrir hágæða almenningssamgöngur og betri loftgæði Við þéttum byggð til að draga úr umferð, bæta loftgæðin en á liðnu kjörtímabili hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað mikið. Fleira fólk – fleiri bílar. Talið er að um 70 bílar bætist við götur höfuðborgarsvæðis á viku, tæplega 4.000 bílar á ári eða rúmlega 15.000 þúsund bílar á kjörtímabili. Það kannast allir við stóra stoppið í Ártúnsbrekku samhliða þungri umferð á háannatíma inn og út úr borginni. Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annarra vistvænna ferðamáta. Um leið skapar það pláss á götum fyrir þau sem þurfa notast við bíl. Með því að draga úr umferð, bjóða upp á hágæða almenningssamgöngur verða loftgæðin betri en svifryk ógnar sérstaklega heilsu barna, eldra fólks og fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Með þéttingu skapast forsendur fyrir vistvænar og sterkar almenningssamgöngur – val verður til fyrir þau sem óska eftir að notast við fjölbreytta ferðamáta og almenningssamgöngur inn í sinn hversdagsleika og um leið skilja bílinn eftir heima. Þétting í þágu samfélagsins – í þágu fólksins Það er vandasamt að byggja borgir inná við. Þrengt er að umferð, útlit skapar umræðu, það sem einum þykir flott, finnst öðrum ljótt og svo eru það gæðin. Þau skipta máli og já mistök hafa verið gerð. Af þeim þarf að læra, skapa skýrari viðmið, verklags- og vinnureglur - gæði umfram magn. Víða hefur tekist vel til. Yngra fólk vill búa þétt, vill hafa val um skilja einkabílinn heima, deilt inngarði með nágrönnum í grillveislu og gengið í búðina. Svo eru aðrir sem vilja sér garð, eiga ökutæki til að leika sér á, vilja vera í jaðri byggðar, stutt frá útvistarsvæðum. Eitt þarf ekki að útiloka annað. Við þéttum byggð í þágu samfélagslegra hagsmuna - fyrir fólk. Höfundur er varaborgarfulltrúi í Samfylkingarinnar í Reykjavík
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar