Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson og Eyþór H. Ólafsson skrifa 9. maí 2025 21:03 Á fundi bæjarstjórnar fimmtudaginn sl. var lögð fram til síðari umræðu ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2024. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð, upp á rúmar 169 milljónir króna sem eru ánægjulegar fréttir. Þó vekur það áhyggjur að skuldasöfnun heldur áfram og að verulegt misræmi er milli fjárhagsáætlunar og raunverulegrar niðurstöðu samkvæmt ársreikningi. Þannig bendir ýmislegt til þess að ákveðin lausatök séu í fjármálastjórn sveitarfélagsins. Lausatök í rekstri og auknar skuldir Við yfirferð ársreikningsins kemur fram að annar rekstrarkostnaður, fyrir utan launakostnað, fór um 475 milljónir króna fram úr fjárhagsáætlun, með viðaukum. Tekjur reyndust hins vegar 372 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir, aðallega vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hefði ekki komið til aukinna tekna umfram áætlun hefði því orðið verulegur rekstrarhalli á árinu 2024. Kostnaður við laun bæjarráðs og bæjarstjórnar hefur tvöfaldast frá árinu 2021, farið úr 14 milljónum upp í tæpar 28 milljónir króna. Sama gildir um kostnað við önnur nefndastörf, það hefur farið úr 5 milljónum upp í um 10 milljónir króna. Nefndakostnaður hefur þannig hækkað um 18,6 milljónir króna frá árinu 2021 og stendur nú í yfir 38 milljónum króna á ári, án launa kjörstjórnar. Fulltrúar D-listans hafa ítrekað bent á að þær stjórnsýslubreytingar sem farið var í með fjölgun nefnda og ráða myndi leiða til aukins nefndakostnaðar. Þessi þróun gefur tilefni til að spyrja hvort þessar breytingar hafi skilað aukinni skilvirkni og hagkvæmni líkt og meirihlutinn talaði um. Skuldastaða bæjarins hefur aukist verulega frá árinu 2022. Í lok árs 2021 námu skuldir og skuldbindingar um 5,2 milljörðum króna. Nú, samkvæmt ársreikningi 2024, eru þær komnar í um 8,2 milljarða króna. Þetta er mikil hækkun á innan við þremur árum og ekki er að sjá að uppbygging innviða sé í samræmi við þá skuldasöfnun. Slík þróun takmarkar svigrúm bæjarins til frekari fjárfestinga án þess að hætta skapist á að farið verði yfir lögbundin viðmið um skuldahlutfall. Skuldsetningin gerir Hveragerðisbæ einnig viðkvæmari fyrir efnahagssveiflum og ófyrirséðum útgjöldum, sérstaklega í ljósi þess að lausafjárstaðan hefur staðið í stað. Handbært fé í árslok var 213 milljónir króna, nánast óbreytt frá fyrra ári. Ef kæmi til tekjusamdráttar eða óvæntra útgjalda gæti bæjarfélagið átt í erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrði lána og annarra skuldbindinga. Söguleg uppbygging innviða – eða hvað? Þó að fjárfestingaráætlun hafi gert ráð fyrir verulegum framkvæmdum á árinu 2024, er nauðsynlegt að fara varlega í að tala um sögulega uppbyggingu þegar rauntölur og framkvæmdir eru skoðaðar. Fjárfestingaráætlunin stóðst lítið betur en rekstraráætlunin. Þriðji áfangi við grunnskólann fór verulega fram úr áætlun, þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að flýta verkinu að hluta. Upphaflega var gert ráð fyrir 443 milljónum króna, en kostnaður fór upp í 693 milljónir króna, að frádreginni endurgreiðslu frá Sveitarfélaginu Ölfus að upphæð 112 milljónir króna. Rétt er að hafa í huga að verkefninu er ólokið. Á sama tíma voru áætlaðar 500 milljónir króna á fjárfestingaráætlun í uppbyggingu íþróttamannvirkja, framkvæmd sem ekki var farið í, eini kostnaðurinn sem féll undir þann lið var ýmis sérfræðikostnaður upp á 28 milljónir króna samtals. Kostnaður við viðbyggingu við leikskólann Óskaland fór einnig langt fram úr áætlun. Kostnaðurinn endaði í 171 milljón króna, þrátt fyrir að upphafleg áætlun gerði aðeins ráð fyrir 91 milljón króna. Þegar kostnaður Hveragerðisbæjar og Fasteignafélagsins Eikar við viðbygginguna er tekinn saman sést að kostnaðurinn við að byggja þessar þrjár deildir nálgast það sem myndi kosta að byggja fullbyggðan sex deilda leikskóla. Tekjur af gatnagerðargjöldum námu aðeins um 52 milljónum króna á móti 230 milljóna króna kostnaði við gatnagerð. Rúmum 16 milljónum var varið í sérfræðikostnað vegna skólphreinsistöðvar, þó áætlun hafi gert ráð fyrir 100 milljóna króna framlagi til endurbóta á skólphreinsimálum. Sterk framtíð Hveragerðisbæjar byggir ekki aðeins á vilja til framkvæmda heldur þarf að koma þeim í framkvæmd í samræmi við áætlanir hverju sinni. Hveragerðisbær hefur alla burði og tækifæri til að halda áfram að vaxa og þróast, en það verður að gerast á traustum grunni. Nú er kominn tími til að stilla áherslurnar af, draga úr misræmi milli áætlana og veruleika, endurskoða forgangsröðun verkefna og tryggja að fjárfestingar verði að veruleika. Með ábyrgri fjármálastjórn verður hægt að byggja upp sveitarfélagið á sjálfbæran hátt. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi D-listans. Eyþór H. Ólafsson er varabæjarfulltrúi D-listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á fundi bæjarstjórnar fimmtudaginn sl. var lögð fram til síðari umræðu ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2024. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð, upp á rúmar 169 milljónir króna sem eru ánægjulegar fréttir. Þó vekur það áhyggjur að skuldasöfnun heldur áfram og að verulegt misræmi er milli fjárhagsáætlunar og raunverulegrar niðurstöðu samkvæmt ársreikningi. Þannig bendir ýmislegt til þess að ákveðin lausatök séu í fjármálastjórn sveitarfélagsins. Lausatök í rekstri og auknar skuldir Við yfirferð ársreikningsins kemur fram að annar rekstrarkostnaður, fyrir utan launakostnað, fór um 475 milljónir króna fram úr fjárhagsáætlun, með viðaukum. Tekjur reyndust hins vegar 372 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir, aðallega vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hefði ekki komið til aukinna tekna umfram áætlun hefði því orðið verulegur rekstrarhalli á árinu 2024. Kostnaður við laun bæjarráðs og bæjarstjórnar hefur tvöfaldast frá árinu 2021, farið úr 14 milljónum upp í tæpar 28 milljónir króna. Sama gildir um kostnað við önnur nefndastörf, það hefur farið úr 5 milljónum upp í um 10 milljónir króna. Nefndakostnaður hefur þannig hækkað um 18,6 milljónir króna frá árinu 2021 og stendur nú í yfir 38 milljónum króna á ári, án launa kjörstjórnar. Fulltrúar D-listans hafa ítrekað bent á að þær stjórnsýslubreytingar sem farið var í með fjölgun nefnda og ráða myndi leiða til aukins nefndakostnaðar. Þessi þróun gefur tilefni til að spyrja hvort þessar breytingar hafi skilað aukinni skilvirkni og hagkvæmni líkt og meirihlutinn talaði um. Skuldastaða bæjarins hefur aukist verulega frá árinu 2022. Í lok árs 2021 námu skuldir og skuldbindingar um 5,2 milljörðum króna. Nú, samkvæmt ársreikningi 2024, eru þær komnar í um 8,2 milljarða króna. Þetta er mikil hækkun á innan við þremur árum og ekki er að sjá að uppbygging innviða sé í samræmi við þá skuldasöfnun. Slík þróun takmarkar svigrúm bæjarins til frekari fjárfestinga án þess að hætta skapist á að farið verði yfir lögbundin viðmið um skuldahlutfall. Skuldsetningin gerir Hveragerðisbæ einnig viðkvæmari fyrir efnahagssveiflum og ófyrirséðum útgjöldum, sérstaklega í ljósi þess að lausafjárstaðan hefur staðið í stað. Handbært fé í árslok var 213 milljónir króna, nánast óbreytt frá fyrra ári. Ef kæmi til tekjusamdráttar eða óvæntra útgjalda gæti bæjarfélagið átt í erfiðleikum með að standa undir greiðslubyrði lána og annarra skuldbindinga. Söguleg uppbygging innviða – eða hvað? Þó að fjárfestingaráætlun hafi gert ráð fyrir verulegum framkvæmdum á árinu 2024, er nauðsynlegt að fara varlega í að tala um sögulega uppbyggingu þegar rauntölur og framkvæmdir eru skoðaðar. Fjárfestingaráætlunin stóðst lítið betur en rekstraráætlunin. Þriðji áfangi við grunnskólann fór verulega fram úr áætlun, þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að flýta verkinu að hluta. Upphaflega var gert ráð fyrir 443 milljónum króna, en kostnaður fór upp í 693 milljónir króna, að frádreginni endurgreiðslu frá Sveitarfélaginu Ölfus að upphæð 112 milljónir króna. Rétt er að hafa í huga að verkefninu er ólokið. Á sama tíma voru áætlaðar 500 milljónir króna á fjárfestingaráætlun í uppbyggingu íþróttamannvirkja, framkvæmd sem ekki var farið í, eini kostnaðurinn sem féll undir þann lið var ýmis sérfræðikostnaður upp á 28 milljónir króna samtals. Kostnaður við viðbyggingu við leikskólann Óskaland fór einnig langt fram úr áætlun. Kostnaðurinn endaði í 171 milljón króna, þrátt fyrir að upphafleg áætlun gerði aðeins ráð fyrir 91 milljón króna. Þegar kostnaður Hveragerðisbæjar og Fasteignafélagsins Eikar við viðbygginguna er tekinn saman sést að kostnaðurinn við að byggja þessar þrjár deildir nálgast það sem myndi kosta að byggja fullbyggðan sex deilda leikskóla. Tekjur af gatnagerðargjöldum námu aðeins um 52 milljónum króna á móti 230 milljóna króna kostnaði við gatnagerð. Rúmum 16 milljónum var varið í sérfræðikostnað vegna skólphreinsistöðvar, þó áætlun hafi gert ráð fyrir 100 milljóna króna framlagi til endurbóta á skólphreinsimálum. Sterk framtíð Hveragerðisbæjar byggir ekki aðeins á vilja til framkvæmda heldur þarf að koma þeim í framkvæmd í samræmi við áætlanir hverju sinni. Hveragerðisbær hefur alla burði og tækifæri til að halda áfram að vaxa og þróast, en það verður að gerast á traustum grunni. Nú er kominn tími til að stilla áherslurnar af, draga úr misræmi milli áætlana og veruleika, endurskoða forgangsröðun verkefna og tryggja að fjárfestingar verði að veruleika. Með ábyrgri fjármálastjórn verður hægt að byggja upp sveitarfélagið á sjálfbæran hátt. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi D-listans. Eyþór H. Ólafsson er varabæjarfulltrúi D-listans.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun