Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. maí 2025 20:50 45 barnanna voru á leikskólanum Mánagarði. Vísir/Einar 45 börn á leikskólanum Mánagarði greindust með E. coli sýkingu í október árið 2024. Hópsýkingin er sú stærsta hérlendis og þurfti að umturna öllu skipulagi á Barnaspítala Hringsins til að sjá um börnin. Nýrnalæknar voru til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur á meðan hæst stóð. „Þetta var stærsta og alvarlegasta uppákoma af þessu tagi sem við höfum séð á Íslandi,“ segir Viðar Örn Eðvarðsson, umsjónarlæknir nýrnalækninga, í umfjöllun Læknablaðsins um málið. Alls greindust 49 tilfelli af sýkingunni, þar af 45 börn á Mánagarði. Tólf tilfellanna þróuðust út í alvarlegt heilkenni sem kallast HUS-heilkenni getur meðal annars valdið bráðum nýrnaskaða. Alls voru fimm börn sem þurftu að fara á gjörgæslu og að minnsta kosti eitt í öndunarvél. Fleiri börn þurftu að dvelja á spítalanum á göngudeild. Öll börnin verða undir reglubundnu eftirliti nýrnalæknanna þar til þau verða átján ára gömul. Síðasta heimsóknin erfiðust Börnin sem greindust með sýkinguna þurftu að fara fimm sínum í eftirlit á Landspítalanum. Þar voru framkvæmdar blóð- og þvagrannsóknir, auk þess sem börnin fengu í flestum tilfellum vökva í æð. „Þetta voru langar heimsóknir, kannski fjórar klukkustundir í hvert sinn og mörg börn þurftu að fara í gegnum ferlið aftur og aftur,“ segir Sindri Valdimarsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna á Barnaspítala Hringsins. Erfiðasta upplifunin að mati foreldranna var síðasta heimsókn þeirra þar sem þá bæði börnin vissu þau við hverju var að búast. „Fyrsta skiptið var alltaf auðveldast, en svo urðu börnin hvekkt, áttu erfitt með nálarnar, og óttinn safnaðist upp,“ segir Sindri. Oft þurfti sérstaka fundi með foreldrum barnanna til að útskýra sérstaklega veikindin. „Að vera með barn sitt í svona aðstæðum, ekki síst á gjörgæslu, er eitt það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum,“ segir Viðar. Óvíst hvers vegna börnin greindust mis hratt Börnin greindust ekki öll sama dag heldur voru sumir sem greindust allt að fimmtán dögum eftir sýkinguna. Sindri segir mögulega skýringu vera hversu mikið magn börnin borðuðu af sýktu kjötvörunni eða hlutfall baktería í matnum. Þá væru mögulega erfðaþættir sem gerðu það að verkum að sum börn urðu veikar fyrr. „Þegar kjöt er hakkað er bakteríum dreift um kjötið, sama á við um fars. Þegar það er tekið úr frysti, eldað og fryst aftur, þá fjölgar bakteríum,“ segir hann. Hakk, sem var blanda að þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti, olli sýkingunni. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu. Læknar til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur „Þetta tókst bara ótrúlega vel. En það gerðist ekki af sjálfu sér,“ segir Viðar. Hann nefnir sérstaklega hjúkrunarfræðingana teymisins. Virkja þurfti lækna á bráðamóttöku, legudeild, skilunardeild og gjörgæslu og samstilla verkin til að veita börnunum þá þjónustu sem þurfti. Skipulagi innan spítalanas var umturnað og nýrnalæknarnir tveir sem starfa þar voru leystir undan öðrum verkefnum til að sjá um meðferðina. Læknarnir tveir voru til taks allan sólarhringinn í um þrjár vikur auk sérstaks teymis sérfræðinga í barnalækningum. E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
„Þetta var stærsta og alvarlegasta uppákoma af þessu tagi sem við höfum séð á Íslandi,“ segir Viðar Örn Eðvarðsson, umsjónarlæknir nýrnalækninga, í umfjöllun Læknablaðsins um málið. Alls greindust 49 tilfelli af sýkingunni, þar af 45 börn á Mánagarði. Tólf tilfellanna þróuðust út í alvarlegt heilkenni sem kallast HUS-heilkenni getur meðal annars valdið bráðum nýrnaskaða. Alls voru fimm börn sem þurftu að fara á gjörgæslu og að minnsta kosti eitt í öndunarvél. Fleiri börn þurftu að dvelja á spítalanum á göngudeild. Öll börnin verða undir reglubundnu eftirliti nýrnalæknanna þar til þau verða átján ára gömul. Síðasta heimsóknin erfiðust Börnin sem greindust með sýkinguna þurftu að fara fimm sínum í eftirlit á Landspítalanum. Þar voru framkvæmdar blóð- og þvagrannsóknir, auk þess sem börnin fengu í flestum tilfellum vökva í æð. „Þetta voru langar heimsóknir, kannski fjórar klukkustundir í hvert sinn og mörg börn þurftu að fara í gegnum ferlið aftur og aftur,“ segir Sindri Valdimarsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna á Barnaspítala Hringsins. Erfiðasta upplifunin að mati foreldranna var síðasta heimsókn þeirra þar sem þá bæði börnin vissu þau við hverju var að búast. „Fyrsta skiptið var alltaf auðveldast, en svo urðu börnin hvekkt, áttu erfitt með nálarnar, og óttinn safnaðist upp,“ segir Sindri. Oft þurfti sérstaka fundi með foreldrum barnanna til að útskýra sérstaklega veikindin. „Að vera með barn sitt í svona aðstæðum, ekki síst á gjörgæslu, er eitt það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum,“ segir Viðar. Óvíst hvers vegna börnin greindust mis hratt Börnin greindust ekki öll sama dag heldur voru sumir sem greindust allt að fimmtán dögum eftir sýkinguna. Sindri segir mögulega skýringu vera hversu mikið magn börnin borðuðu af sýktu kjötvörunni eða hlutfall baktería í matnum. Þá væru mögulega erfðaþættir sem gerðu það að verkum að sum börn urðu veikar fyrr. „Þegar kjöt er hakkað er bakteríum dreift um kjötið, sama á við um fars. Þegar það er tekið úr frysti, eldað og fryst aftur, þá fjölgar bakteríum,“ segir hann. Hakk, sem var blanda að þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti, olli sýkingunni. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu. Læknar til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur „Þetta tókst bara ótrúlega vel. En það gerðist ekki af sjálfu sér,“ segir Viðar. Hann nefnir sérstaklega hjúkrunarfræðingana teymisins. Virkja þurfti lækna á bráðamóttöku, legudeild, skilunardeild og gjörgæslu og samstilla verkin til að veita börnunum þá þjónustu sem þurfti. Skipulagi innan spítalanas var umturnað og nýrnalæknarnir tveir sem starfa þar voru leystir undan öðrum verkefnum til að sjá um meðferðina. Læknarnir tveir voru til taks allan sólarhringinn í um þrjár vikur auk sérstaks teymis sérfræðinga í barnalækningum.
E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira