„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. maí 2025 19:01 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. vísir/ívar Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir framgöngu stjórnarandstöðunnar koma á óvart og valda vonbrigðum. Stjórnarandstaðan hafi unnið samstíga og kröftuglega gegn hagsmunum þjóðarinnar. „Það er auðvitað löngu liðið að þetta hafi verið eitthvað málefnalegt. Þetta var bara hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd síðustu daganna. Það er bara eins og það er. Þetta er vissulega réttur stjórnarandstöðunnar að ganga svona fram.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Betra sé að nefndin sem sjái um skattamál ríkisins taki málið fyrir að hennar mati. Atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudag. „Það er bara alþekkt. Þetta gerir minnihlutinn gjarnan. Það er auðvitað þingsins að ákveða hvert þetta fer. Þannig ég geri engar athugasemdir við að svona tillaga komi fram. Það er bara hluti af þessari lýðræðislegu umræðu. Þetta mál á ekki bara stuðning þjóðarinnar. Heldur mjög öflugs meirihluta á þingi. Við munum klára það.“ Hanna Katrín hefur ekki verið viðstödd umræðuna síðan seinnipart miðvikudags og hefur verið erlendis. Fjármálaráðherra, sem svarar fyrir málið í fjarveru hennar, var ekki heldur viðstaddur í umræður á þingi í dag . Þetta hefur mætt gagnrýni frá stjórnarandstöðunni. „Ég átta mig alveg á því að þetta er ekki heppilegt en ég er hérna í persónulegum erindagjörðum. Það hefur verið ljóst síðan á síðasta ári. Að þetta væru tímasetningar sem ég þyrfti að vera erlendis. Á sama tíma og ég skil þetta þá er þetta bara því miður óhjákvæmilegt.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. 7. maí 2025 12:29 Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir framgöngu stjórnarandstöðunnar koma á óvart og valda vonbrigðum. Stjórnarandstaðan hafi unnið samstíga og kröftuglega gegn hagsmunum þjóðarinnar. „Það er auðvitað löngu liðið að þetta hafi verið eitthvað málefnalegt. Þetta var bara hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd síðustu daganna. Það er bara eins og það er. Þetta er vissulega réttur stjórnarandstöðunnar að ganga svona fram.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Betra sé að nefndin sem sjái um skattamál ríkisins taki málið fyrir að hennar mati. Atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudag. „Það er bara alþekkt. Þetta gerir minnihlutinn gjarnan. Það er auðvitað þingsins að ákveða hvert þetta fer. Þannig ég geri engar athugasemdir við að svona tillaga komi fram. Það er bara hluti af þessari lýðræðislegu umræðu. Þetta mál á ekki bara stuðning þjóðarinnar. Heldur mjög öflugs meirihluta á þingi. Við munum klára það.“ Hanna Katrín hefur ekki verið viðstödd umræðuna síðan seinnipart miðvikudags og hefur verið erlendis. Fjármálaráðherra, sem svarar fyrir málið í fjarveru hennar, var ekki heldur viðstaddur í umræður á þingi í dag . Þetta hefur mætt gagnrýni frá stjórnarandstöðunni. „Ég átta mig alveg á því að þetta er ekki heppilegt en ég er hérna í persónulegum erindagjörðum. Það hefur verið ljóst síðan á síðasta ári. Að þetta væru tímasetningar sem ég þyrfti að vera erlendis. Á sama tíma og ég skil þetta þá er þetta bara því miður óhjákvæmilegt.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. 7. maí 2025 12:29 Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. 7. maí 2025 12:29
Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15