„Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Aron Guðmundsson skrifar 11. maí 2025 12:00 Ægir Þór Steinarsson að rífa Hilmar Smára Henningsson upp Vísir/Jón Gautur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, segir stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verða að vera til staðar þegar að liðið tekur á móti Tindastól í öðrum leik úrslitaeinvígis Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Tindastóll leiðir einvígið 1-0 eftir spennutrylli í Síkinu á dögunum. „Beint eftir leik vorum við særðir og með eftirsjá gagnvart ákveðnum atvikum í leiknum þar sem að við hefðum geta gert betur svo bara líður tíminn og það var bara stemning í rútunni á leiðinni heim og menn bjartsýnir á verkefnið,“ segir Ægir Þór í samtali við íþróttadeild en mögnuð endurkoma Tindastóls á lokaandartökum fyrsta leiks einvígisins sigldi heim þriggja stiga sigri þeirra. Það var margt gott við leik Stjörnunnar í þeim leik sem þeir taka með sér í næstu orrustu einvígisins. „Þegar að maður lítur heilt yfir þetta, skoðar upptökur af leiknum og fer að greina hvað við getum gert betur þá fyllist maður bara sjálfstrausti og trú á verkefnið. Það er ferlið sem milli leikja, ferli sem hefur í raun verið til staðar í gegnum alla úrslitakeppnina.“ Aðspurður hvað mætti helst betur fara hjá Stjörnumönnum í leik kvöldsins hafði Ægir Þór þetta að segja: „Mér fannst við gera nokkuð fína hluti sóknarlega en ég held að einbeiting á ögurstundu varnarlega er einn af þeim hlutum sem við þurfum að gera betur. Við settum okkur ákveðnar reglur og fylgdum þeim ekki nægilega vel eftir síðustu mínúturnar. Enn og aftur snýst þetta bara um einbeitingu og að vera aðeins meira á tánum þegar líður á leikinn. Þá held ég að við getum siglt þessu heim.“ Mikilvægi hvers leiks í þessu úrslitaeinvígi er gífurlegt en Stjarnan heldur inn í leik tvö 1-0 undir og fari svo að Tindastóll sigri í kvöld yrði róðurinn ansi þungur fyrir Garðbæinga, þeir vilja ekki að það raungerist. „Þetta er leikur tvö, þú ert á heimavelli og stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar. Þú verður að berjast fyrir hverjum einasta bolta, taka eitt atriði í einu. Það er það sem skiptir máli, horfa ekki of langt fram veginn og fagna því að vera með stemninguna með þér í liði, vera í húsinu sem þú æfir í og hafa sjálfstraust til þess að vinna leikinn. Í því felst mikilvægið finnst mér.“ Aðspurður hvernig leik hann búist við í kvöld er það tilfinning Ægis að hver leikur hafi sína eigin sögu. „Leikirnir verða alltaf einhvern veginn breyttir en ég tel að svipað verði upp á teningnum og í fyrsta leik. Þetta verður mjög hraður og líkamlegur leikur, einhverjar breytingar hér og þar en allir þessir leikir í úrslitakeppninni hafa einkennst af stemningu og alls konar. Líka eins og með þetta Tindastóls lið, það getur einhvern veginn allt gerst og þú þarft að halda einbeitingu þegar að þeir komast á eitthvað skrið eða ekki. Þú verður alltaf að vera á tánum, mér finnst það vera það helsta einkenni leiks á móti Tindastóls. Að halda einbeitingu allan tímann.“ Stjörnumenn hafa lagt mikið á sig til þess að vera komnir alla leið í úrslitaeinvígið en þeir eru hvergi nærri hættir. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir fyrir það og tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut, að vera í úrslitum og höfum verið að stefna að þessu lengi í Stjörnunni. Við erum þakklátir og á sama tíma mjög meðvitaðir um að nýta þetta tækifæri sem best, að vera í úrslitunum og taka dolluna. Við vitum að við þurfum að eiga mjög góða leiki á móti Tindastól til að það gangi upp.“ Leikur tvö í úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir átta í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en upphitun með Stefáni Árna og sérfræðingum hans hefst 45 mínútum fyrir leik, nánar tiltekið klukkan hálf átta. Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfubolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
„Beint eftir leik vorum við særðir og með eftirsjá gagnvart ákveðnum atvikum í leiknum þar sem að við hefðum geta gert betur svo bara líður tíminn og það var bara stemning í rútunni á leiðinni heim og menn bjartsýnir á verkefnið,“ segir Ægir Þór í samtali við íþróttadeild en mögnuð endurkoma Tindastóls á lokaandartökum fyrsta leiks einvígisins sigldi heim þriggja stiga sigri þeirra. Það var margt gott við leik Stjörnunnar í þeim leik sem þeir taka með sér í næstu orrustu einvígisins. „Þegar að maður lítur heilt yfir þetta, skoðar upptökur af leiknum og fer að greina hvað við getum gert betur þá fyllist maður bara sjálfstrausti og trú á verkefnið. Það er ferlið sem milli leikja, ferli sem hefur í raun verið til staðar í gegnum alla úrslitakeppnina.“ Aðspurður hvað mætti helst betur fara hjá Stjörnumönnum í leik kvöldsins hafði Ægir Þór þetta að segja: „Mér fannst við gera nokkuð fína hluti sóknarlega en ég held að einbeiting á ögurstundu varnarlega er einn af þeim hlutum sem við þurfum að gera betur. Við settum okkur ákveðnar reglur og fylgdum þeim ekki nægilega vel eftir síðustu mínúturnar. Enn og aftur snýst þetta bara um einbeitingu og að vera aðeins meira á tánum þegar líður á leikinn. Þá held ég að við getum siglt þessu heim.“ Mikilvægi hvers leiks í þessu úrslitaeinvígi er gífurlegt en Stjarnan heldur inn í leik tvö 1-0 undir og fari svo að Tindastóll sigri í kvöld yrði róðurinn ansi þungur fyrir Garðbæinga, þeir vilja ekki að það raungerist. „Þetta er leikur tvö, þú ert á heimavelli og stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar. Þú verður að berjast fyrir hverjum einasta bolta, taka eitt atriði í einu. Það er það sem skiptir máli, horfa ekki of langt fram veginn og fagna því að vera með stemninguna með þér í liði, vera í húsinu sem þú æfir í og hafa sjálfstraust til þess að vinna leikinn. Í því felst mikilvægið finnst mér.“ Aðspurður hvernig leik hann búist við í kvöld er það tilfinning Ægis að hver leikur hafi sína eigin sögu. „Leikirnir verða alltaf einhvern veginn breyttir en ég tel að svipað verði upp á teningnum og í fyrsta leik. Þetta verður mjög hraður og líkamlegur leikur, einhverjar breytingar hér og þar en allir þessir leikir í úrslitakeppninni hafa einkennst af stemningu og alls konar. Líka eins og með þetta Tindastóls lið, það getur einhvern veginn allt gerst og þú þarft að halda einbeitingu þegar að þeir komast á eitthvað skrið eða ekki. Þú verður alltaf að vera á tánum, mér finnst það vera það helsta einkenni leiks á móti Tindastóls. Að halda einbeitingu allan tímann.“ Stjörnumenn hafa lagt mikið á sig til þess að vera komnir alla leið í úrslitaeinvígið en þeir eru hvergi nærri hættir. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir fyrir það og tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut, að vera í úrslitum og höfum verið að stefna að þessu lengi í Stjörnunni. Við erum þakklátir og á sama tíma mjög meðvitaðir um að nýta þetta tækifæri sem best, að vera í úrslitunum og taka dolluna. Við vitum að við þurfum að eiga mjög góða leiki á móti Tindastól til að það gangi upp.“ Leikur tvö í úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir átta í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en upphitun með Stefáni Árna og sérfræðingum hans hefst 45 mínútum fyrir leik, nánar tiltekið klukkan hálf átta.
Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfubolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira