„Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Aron Guðmundsson skrifar 11. maí 2025 12:00 Ægir Þór Steinarsson að rífa Hilmar Smára Henningsson upp Vísir/Jón Gautur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, segir stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verða að vera til staðar þegar að liðið tekur á móti Tindastól í öðrum leik úrslitaeinvígis Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Tindastóll leiðir einvígið 1-0 eftir spennutrylli í Síkinu á dögunum. „Beint eftir leik vorum við særðir og með eftirsjá gagnvart ákveðnum atvikum í leiknum þar sem að við hefðum geta gert betur svo bara líður tíminn og það var bara stemning í rútunni á leiðinni heim og menn bjartsýnir á verkefnið,“ segir Ægir Þór í samtali við íþróttadeild en mögnuð endurkoma Tindastóls á lokaandartökum fyrsta leiks einvígisins sigldi heim þriggja stiga sigri þeirra. Það var margt gott við leik Stjörnunnar í þeim leik sem þeir taka með sér í næstu orrustu einvígisins. „Þegar að maður lítur heilt yfir þetta, skoðar upptökur af leiknum og fer að greina hvað við getum gert betur þá fyllist maður bara sjálfstrausti og trú á verkefnið. Það er ferlið sem milli leikja, ferli sem hefur í raun verið til staðar í gegnum alla úrslitakeppnina.“ Aðspurður hvað mætti helst betur fara hjá Stjörnumönnum í leik kvöldsins hafði Ægir Þór þetta að segja: „Mér fannst við gera nokkuð fína hluti sóknarlega en ég held að einbeiting á ögurstundu varnarlega er einn af þeim hlutum sem við þurfum að gera betur. Við settum okkur ákveðnar reglur og fylgdum þeim ekki nægilega vel eftir síðustu mínúturnar. Enn og aftur snýst þetta bara um einbeitingu og að vera aðeins meira á tánum þegar líður á leikinn. Þá held ég að við getum siglt þessu heim.“ Mikilvægi hvers leiks í þessu úrslitaeinvígi er gífurlegt en Stjarnan heldur inn í leik tvö 1-0 undir og fari svo að Tindastóll sigri í kvöld yrði róðurinn ansi þungur fyrir Garðbæinga, þeir vilja ekki að það raungerist. „Þetta er leikur tvö, þú ert á heimavelli og stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar. Þú verður að berjast fyrir hverjum einasta bolta, taka eitt atriði í einu. Það er það sem skiptir máli, horfa ekki of langt fram veginn og fagna því að vera með stemninguna með þér í liði, vera í húsinu sem þú æfir í og hafa sjálfstraust til þess að vinna leikinn. Í því felst mikilvægið finnst mér.“ Aðspurður hvernig leik hann búist við í kvöld er það tilfinning Ægis að hver leikur hafi sína eigin sögu. „Leikirnir verða alltaf einhvern veginn breyttir en ég tel að svipað verði upp á teningnum og í fyrsta leik. Þetta verður mjög hraður og líkamlegur leikur, einhverjar breytingar hér og þar en allir þessir leikir í úrslitakeppninni hafa einkennst af stemningu og alls konar. Líka eins og með þetta Tindastóls lið, það getur einhvern veginn allt gerst og þú þarft að halda einbeitingu þegar að þeir komast á eitthvað skrið eða ekki. Þú verður alltaf að vera á tánum, mér finnst það vera það helsta einkenni leiks á móti Tindastóls. Að halda einbeitingu allan tímann.“ Stjörnumenn hafa lagt mikið á sig til þess að vera komnir alla leið í úrslitaeinvígið en þeir eru hvergi nærri hættir. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir fyrir það og tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut, að vera í úrslitum og höfum verið að stefna að þessu lengi í Stjörnunni. Við erum þakklátir og á sama tíma mjög meðvitaðir um að nýta þetta tækifæri sem best, að vera í úrslitunum og taka dolluna. Við vitum að við þurfum að eiga mjög góða leiki á móti Tindastól til að það gangi upp.“ Leikur tvö í úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir átta í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en upphitun með Stefáni Árna og sérfræðingum hans hefst 45 mínútum fyrir leik, nánar tiltekið klukkan hálf átta. Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfubolti Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
„Beint eftir leik vorum við særðir og með eftirsjá gagnvart ákveðnum atvikum í leiknum þar sem að við hefðum geta gert betur svo bara líður tíminn og það var bara stemning í rútunni á leiðinni heim og menn bjartsýnir á verkefnið,“ segir Ægir Þór í samtali við íþróttadeild en mögnuð endurkoma Tindastóls á lokaandartökum fyrsta leiks einvígisins sigldi heim þriggja stiga sigri þeirra. Það var margt gott við leik Stjörnunnar í þeim leik sem þeir taka með sér í næstu orrustu einvígisins. „Þegar að maður lítur heilt yfir þetta, skoðar upptökur af leiknum og fer að greina hvað við getum gert betur þá fyllist maður bara sjálfstrausti og trú á verkefnið. Það er ferlið sem milli leikja, ferli sem hefur í raun verið til staðar í gegnum alla úrslitakeppnina.“ Aðspurður hvað mætti helst betur fara hjá Stjörnumönnum í leik kvöldsins hafði Ægir Þór þetta að segja: „Mér fannst við gera nokkuð fína hluti sóknarlega en ég held að einbeiting á ögurstundu varnarlega er einn af þeim hlutum sem við þurfum að gera betur. Við settum okkur ákveðnar reglur og fylgdum þeim ekki nægilega vel eftir síðustu mínúturnar. Enn og aftur snýst þetta bara um einbeitingu og að vera aðeins meira á tánum þegar líður á leikinn. Þá held ég að við getum siglt þessu heim.“ Mikilvægi hvers leiks í þessu úrslitaeinvígi er gífurlegt en Stjarnan heldur inn í leik tvö 1-0 undir og fari svo að Tindastóll sigri í kvöld yrði róðurinn ansi þungur fyrir Garðbæinga, þeir vilja ekki að það raungerist. „Þetta er leikur tvö, þú ert á heimavelli og stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar. Þú verður að berjast fyrir hverjum einasta bolta, taka eitt atriði í einu. Það er það sem skiptir máli, horfa ekki of langt fram veginn og fagna því að vera með stemninguna með þér í liði, vera í húsinu sem þú æfir í og hafa sjálfstraust til þess að vinna leikinn. Í því felst mikilvægið finnst mér.“ Aðspurður hvernig leik hann búist við í kvöld er það tilfinning Ægis að hver leikur hafi sína eigin sögu. „Leikirnir verða alltaf einhvern veginn breyttir en ég tel að svipað verði upp á teningnum og í fyrsta leik. Þetta verður mjög hraður og líkamlegur leikur, einhverjar breytingar hér og þar en allir þessir leikir í úrslitakeppninni hafa einkennst af stemningu og alls konar. Líka eins og með þetta Tindastóls lið, það getur einhvern veginn allt gerst og þú þarft að halda einbeitingu þegar að þeir komast á eitthvað skrið eða ekki. Þú verður alltaf að vera á tánum, mér finnst það vera það helsta einkenni leiks á móti Tindastóls. Að halda einbeitingu allan tímann.“ Stjörnumenn hafa lagt mikið á sig til þess að vera komnir alla leið í úrslitaeinvígið en þeir eru hvergi nærri hættir. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir fyrir það og tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut, að vera í úrslitum og höfum verið að stefna að þessu lengi í Stjörnunni. Við erum þakklátir og á sama tíma mjög meðvitaðir um að nýta þetta tækifæri sem best, að vera í úrslitunum og taka dolluna. Við vitum að við þurfum að eiga mjög góða leiki á móti Tindastól til að það gangi upp.“ Leikur tvö í úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir átta í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en upphitun með Stefáni Árna og sérfræðingum hans hefst 45 mínútum fyrir leik, nánar tiltekið klukkan hálf átta.
Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfubolti Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn