Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2025 18:57 Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning Um sjötíu prósent af þeim vörum sem eru seldar á síðum á borð við Temu og Shein innihalda skaðleg efni sem eru bönnuð innan EES-landa samkvæmt nýrri norrænni rannsókn. Þetta rýmar við fjölda annarra rannsókna. Samkvæmt annarri sem gerð var fyrir leikfangaframleiðendur í Evrópu í fyrra reyndist ekkert af þeim leikföngum frá Temu sem skoðuð voru uppfylla kröfur Evrópusambandsins. „Það er auðvitað gjörsamlega óásættanlegt að það sé verið að eitra fyrir börnum með þessum hætti,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Innflutningur frá Temu og Shein til Íslands hefur stóraukist á liðnum árum og hefur Rauði krossinn sagt ógrynni af ónotuðum fötum frá netrisunum safnast saman í fatagámum sínum. „Þetta hefur gerst alveg gríðarlega hratt, við sjáum núna bara þreföldun á innflutningi á ódýrum vörum frá þriðja landi til Evrópulanda á síðustu tveimur árum,“ segir Jóhann. „Við megum ekki láta það gerast að þessi netverslunar bylting verði til þess að eyðileggja þann árangur sem við hefur náðst á síðustu áratugum í neytendavernd.“ Jóhann Páll ræddi málið við aðra umhverfisráðherra Norðurlandanna á fundi í Finnlandi í vikunni og hann segir þá sammála um að grípa þurfi inn í. „Hugsanlega mætti gera greiðslumiðlunarfyrirtæki og flutningsfyrirtæki í auknum mæli ábyrg fyrir því að ganga úr skugga um að vörur standist kröfur.“ Boð og bönn Spurður hvort það komi hreinlega til greina að banna innflutning frá þessum síðum segir hann ekki ástæðu til að útiloka neitt. Til skoðunar sé að koma upp samnorrænni gagnagátt þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um innihaldsefni. Hægt yrði að banna tilteknar vörur með tilliti til þess. „Auðvitað hljóta boð og bönn að einhverju leyti að vera lausnin á þessu.“ Hann muni fylgja málinu eftir í samvinnu við umhverfis- og orkustofnun. „Við þurfum að skilgreina markmiðin og fara svo yfir það með sérfræðingum bæði hér og á hinum Norðurlöndunum og finna út úr því hvaða aðferðum er best að beita. Hvaða útfærslu við vijum hafa og hversu harkalega við getum gripið inn í,“ segir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Verslun Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Um sjötíu prósent af þeim vörum sem eru seldar á síðum á borð við Temu og Shein innihalda skaðleg efni sem eru bönnuð innan EES-landa samkvæmt nýrri norrænni rannsókn. Þetta rýmar við fjölda annarra rannsókna. Samkvæmt annarri sem gerð var fyrir leikfangaframleiðendur í Evrópu í fyrra reyndist ekkert af þeim leikföngum frá Temu sem skoðuð voru uppfylla kröfur Evrópusambandsins. „Það er auðvitað gjörsamlega óásættanlegt að það sé verið að eitra fyrir börnum með þessum hætti,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Innflutningur frá Temu og Shein til Íslands hefur stóraukist á liðnum árum og hefur Rauði krossinn sagt ógrynni af ónotuðum fötum frá netrisunum safnast saman í fatagámum sínum. „Þetta hefur gerst alveg gríðarlega hratt, við sjáum núna bara þreföldun á innflutningi á ódýrum vörum frá þriðja landi til Evrópulanda á síðustu tveimur árum,“ segir Jóhann. „Við megum ekki láta það gerast að þessi netverslunar bylting verði til þess að eyðileggja þann árangur sem við hefur náðst á síðustu áratugum í neytendavernd.“ Jóhann Páll ræddi málið við aðra umhverfisráðherra Norðurlandanna á fundi í Finnlandi í vikunni og hann segir þá sammála um að grípa þurfi inn í. „Hugsanlega mætti gera greiðslumiðlunarfyrirtæki og flutningsfyrirtæki í auknum mæli ábyrg fyrir því að ganga úr skugga um að vörur standist kröfur.“ Boð og bönn Spurður hvort það komi hreinlega til greina að banna innflutning frá þessum síðum segir hann ekki ástæðu til að útiloka neitt. Til skoðunar sé að koma upp samnorrænni gagnagátt þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um innihaldsefni. Hægt yrði að banna tilteknar vörur með tilliti til þess. „Auðvitað hljóta boð og bönn að einhverju leyti að vera lausnin á þessu.“ Hann muni fylgja málinu eftir í samvinnu við umhverfis- og orkustofnun. „Við þurfum að skilgreina markmiðin og fara svo yfir það með sérfræðingum bæði hér og á hinum Norðurlöndunum og finna út úr því hvaða aðferðum er best að beita. Hvaða útfærslu við vijum hafa og hversu harkalega við getum gripið inn í,“ segir
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Verslun Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?