Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Bjarki Sigurðsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 11. maí 2025 21:13 KAJ-menn segja að næsta lag þeirra fjalli um hið íslenska gufubað. Vísir/Bjarki Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi. Það eru þeir Jakob Norrgård, Axel Åhman og Kevin Holmström sem saman mynda sveitina KAJ. Þeir eru allir sænskumælandi Finnar frá Austurbotni og eru líklega fyrstu söngvararnir frá svæðinu sem hafa öðlast heimsfrægð af því að syngja á eigin mállýsku Austurbotnssænsku. Þeir unnu óvænt þungavigtarjúrómanninn Måns Zelmerlöw í sænsku undankeppninni Melodifestivalen. Jakob Norrgaard segir spennuna byggjast upp en hlakkar til að stíga á stokk á þriðjudaginn en þeir keppa í sömu undankeppni og Væb-bræðurnir fyrir hönd Íslands. Félagi hans Axel Åhman tekur undir með honum og segir viðbrögðin við laginu hafa farið fram úr öllum vonum. „Við höfum alltaf verið í mjög miklu jaðardæmi. Sænskumælandi Finnar eru um það bil jafnmargir og Íslendingar. Þannig þið vitið hvernig þetta er, þetta er fámennur hópur. Að ná að gera eitthvað sem fær þvílíka athygli er mjög sjaldgæft. Svo gerðum við það á okkar eigin mállýsku sem er enn sjaldgæfara,“ segir hann. Finnarnir eru heimsfrægir fyrir saunumenningu sína og það er akkúrat það sem lag Kaj-manna fjallar um en hvað finnst þeim um gufuböð okkar Íslendinga? „Mér finnst líka gott í gufubaði en það er allt annað fyrirbæri. Mér finnst að maður ætti að prófa bæði, finnsku saununa og gufubaðið,“ segir Kevin Holmström og Jakob félagi hans skýtur svo inn í næsta lagið með Kaj muni fjalla um hið íslenska gufubað. Hvernig líst ykkur á VÆB-bræður? „Þeir eru með mjög gott væb. Ég dýrka orkuna í þeim, þeir eru svo skemmtilegir. Það er alltaf gaman að hitta þá á svæðinu. Mér finnst þeim ganga frábærlega með lagið. Þeir stóðu sig mjög vel á seinni æfingunni þeirra,“ segir Axel. „Ég fer alltaf í morgunmat á nákvæmlega sama tíma og Matti. Ég fæ fimmu frá honum á hverjum morgni,“ segir Jakob. Eruð þið stressaðir? „Það er að byggjast upp. Maður verður smástressaður en það þýðir ekkert nema að standa sig. Okkur líður vel með atriðið en þetta snýst um að standa sig þegar tíminn kemur,“ segir Kevin. Eurovision Eurovision 2025 Svíþjóð Tónlist Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Það eru þeir Jakob Norrgård, Axel Åhman og Kevin Holmström sem saman mynda sveitina KAJ. Þeir eru allir sænskumælandi Finnar frá Austurbotni og eru líklega fyrstu söngvararnir frá svæðinu sem hafa öðlast heimsfrægð af því að syngja á eigin mállýsku Austurbotnssænsku. Þeir unnu óvænt þungavigtarjúrómanninn Måns Zelmerlöw í sænsku undankeppninni Melodifestivalen. Jakob Norrgaard segir spennuna byggjast upp en hlakkar til að stíga á stokk á þriðjudaginn en þeir keppa í sömu undankeppni og Væb-bræðurnir fyrir hönd Íslands. Félagi hans Axel Åhman tekur undir með honum og segir viðbrögðin við laginu hafa farið fram úr öllum vonum. „Við höfum alltaf verið í mjög miklu jaðardæmi. Sænskumælandi Finnar eru um það bil jafnmargir og Íslendingar. Þannig þið vitið hvernig þetta er, þetta er fámennur hópur. Að ná að gera eitthvað sem fær þvílíka athygli er mjög sjaldgæft. Svo gerðum við það á okkar eigin mállýsku sem er enn sjaldgæfara,“ segir hann. Finnarnir eru heimsfrægir fyrir saunumenningu sína og það er akkúrat það sem lag Kaj-manna fjallar um en hvað finnst þeim um gufuböð okkar Íslendinga? „Mér finnst líka gott í gufubaði en það er allt annað fyrirbæri. Mér finnst að maður ætti að prófa bæði, finnsku saununa og gufubaðið,“ segir Kevin Holmström og Jakob félagi hans skýtur svo inn í næsta lagið með Kaj muni fjalla um hið íslenska gufubað. Hvernig líst ykkur á VÆB-bræður? „Þeir eru með mjög gott væb. Ég dýrka orkuna í þeim, þeir eru svo skemmtilegir. Það er alltaf gaman að hitta þá á svæðinu. Mér finnst þeim ganga frábærlega með lagið. Þeir stóðu sig mjög vel á seinni æfingunni þeirra,“ segir Axel. „Ég fer alltaf í morgunmat á nákvæmlega sama tíma og Matti. Ég fæ fimmu frá honum á hverjum morgni,“ segir Jakob. Eruð þið stressaðir? „Það er að byggjast upp. Maður verður smástressaður en það þýðir ekkert nema að standa sig. Okkur líður vel með atriðið en þetta snýst um að standa sig þegar tíminn kemur,“ segir Kevin.
Eurovision Eurovision 2025 Svíþjóð Tónlist Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira