„Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. maí 2025 22:33 Hilmar Smári Henningsson og félagar héldu haus í kvöld Vísir/Hulda Margrét Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. Hilmar Smári Henningsson var mættur í viðtal til Andra Más í leikslok þar sem Andri spurði hann út í þetta svar sem þessi leikur var ef litið er til síðasta leik sem Stjarnan kastaði frá sér undir lokin. „Eins og flestir sáu í síðasta leik þá vorum við svolítið með völdin þegar það var lítið eftir og við náðum að klúðra því. Við vildum bara ekki að það myndi gerast aftur. Við gerðum hlutina rétt í þessum leik og settum aðeins fleiri skot niður. Ég meina, þetta er kannski ekki venjulegur úrslitaseríuleikur. Við vorum að láta boltann ganga vel og bara flott.“ Hilmar nefndi einnig stemmingu í Umhyggjuhöllinni sem var pakkfull í kvöld. „Hvílík stemming hér í dag. Ég ætla að þakka öllum sem komu á þennan leik. Hvílíkt flott stemming, Garðabær er bara algjörlega að lifna við í körfuboltanum.“ Stjörnumenn leiddu með aðeins einu stigi í hálfleik en fyrri og seinni hálfleikur voru eins og svart og hvítt í kvöld. „Það var mjög statt einhvern veginn. En við fannst við vera að taka skotin sem við vildum taka. Vorum að taka góð skot en vorum bara ekki að hitta. Ef við erum að fara að tapa leikjum að klikka úr opnum skotum með lykilleikmennina okkar að skjóta, þá bara lifum við með því.“ Hilmar gat ekki sett fingur á það hvar nákvæmlega leikurinn snérist en nefndi þó að hann og hans menn hefðu haldi haus í kvöld, öfugt mögulega við mótherjana. „Ég veit það ekki, þarf bara að skoða þetta aftur en mér fannst við bara halda haus í gegnum allan leikinn. Sama hvað var að gerast á vellinum. Sama hvaða tæknivillum var verið að kasta þá héldum við haus og héldum okkar línu. Við héldum áfram að spila okkar vörn þangað til að maður fór útaf. Það svolítið lýsir okkur.“ Hann var ekki endilega á þeim buxunum að Stjörnumenn hefðu komist eitthvað inn í hausinn á Tindastólsmönnum, en Dimitrios Agravanis nældi sér í tvær tæknivillur í röð í upphafi seinni hálfleiks. „Ég veit ekkert hvað gerðist með Dimitrios. Ég held að hann hafi bara farið í hausinn á sjálfum sér. Ég held að hann hafi klúðrað sjálfum sér algjörlega, það leit út fyrir það allavega. En auðvitað er þetta bara tafl og við höfðum yfirhöndina í dag.“ Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Hilmar Smári Henningsson var mættur í viðtal til Andra Más í leikslok þar sem Andri spurði hann út í þetta svar sem þessi leikur var ef litið er til síðasta leik sem Stjarnan kastaði frá sér undir lokin. „Eins og flestir sáu í síðasta leik þá vorum við svolítið með völdin þegar það var lítið eftir og við náðum að klúðra því. Við vildum bara ekki að það myndi gerast aftur. Við gerðum hlutina rétt í þessum leik og settum aðeins fleiri skot niður. Ég meina, þetta er kannski ekki venjulegur úrslitaseríuleikur. Við vorum að láta boltann ganga vel og bara flott.“ Hilmar nefndi einnig stemmingu í Umhyggjuhöllinni sem var pakkfull í kvöld. „Hvílík stemming hér í dag. Ég ætla að þakka öllum sem komu á þennan leik. Hvílíkt flott stemming, Garðabær er bara algjörlega að lifna við í körfuboltanum.“ Stjörnumenn leiddu með aðeins einu stigi í hálfleik en fyrri og seinni hálfleikur voru eins og svart og hvítt í kvöld. „Það var mjög statt einhvern veginn. En við fannst við vera að taka skotin sem við vildum taka. Vorum að taka góð skot en vorum bara ekki að hitta. Ef við erum að fara að tapa leikjum að klikka úr opnum skotum með lykilleikmennina okkar að skjóta, þá bara lifum við með því.“ Hilmar gat ekki sett fingur á það hvar nákvæmlega leikurinn snérist en nefndi þó að hann og hans menn hefðu haldi haus í kvöld, öfugt mögulega við mótherjana. „Ég veit það ekki, þarf bara að skoða þetta aftur en mér fannst við bara halda haus í gegnum allan leikinn. Sama hvað var að gerast á vellinum. Sama hvaða tæknivillum var verið að kasta þá héldum við haus og héldum okkar línu. Við héldum áfram að spila okkar vörn þangað til að maður fór útaf. Það svolítið lýsir okkur.“ Hann var ekki endilega á þeim buxunum að Stjörnumenn hefðu komist eitthvað inn í hausinn á Tindastólsmönnum, en Dimitrios Agravanis nældi sér í tvær tæknivillur í röð í upphafi seinni hálfleiks. „Ég veit ekkert hvað gerðist með Dimitrios. Ég held að hann hafi bara farið í hausinn á sjálfum sér. Ég held að hann hafi klúðrað sjálfum sér algjörlega, það leit út fyrir það allavega. En auðvitað er þetta bara tafl og við höfðum yfirhöndina í dag.“
Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira