Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2025 06:30 Samkvæmt nýrri könnun mælist ímynd Bandaríkjaforseta á heimsvísu töluvert verri en ímynd forseta Kína og Rússlands. EPA/samsett Í fleiri löndum heimsins ríkir jákvæð sýn gagnvart Kína en til Bandaríkjanna og algjört hrun hefur orðið á ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu frá því í fyrra. Þá mælist ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta neikvæð í 82% landa um allan heim, en ímynd bæði Pútíns Rússlandsforseta og Xi Jinping forseta Kína mælist betri á heimsvísu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem náði til 110 þúsund íbúa í yfir hundrað löndum þar sem leitast var við að mæla sýn, afstöðu og viðhorf til lýðræðis. Rannsóknin kallast The Democracy Perception Index, DPI, sem er einskonar lýðræðisvísitala, mælikvarði á sýn fólks á lýðræði, í heiminum og hefur mælingin farið fram árlega frá 2018. Það eru rannsóknarfyrirtækið Nira Data og Alliance of Democracies Foundation sem standa að mælingunni. Bandaríkin hrapa en ímynd Ísraels langverst Líkt og áður segir hefur ímynd Bandaríkjanna farið verulega versnandi. Þannig fór heildarímynd Bandaríkjanna samkvæmt mælikvarðanum úr +22% árið 2024 niður í -5% í ár. Hlutfall landa þar sem ímynd Bandaríkjanna mælist jákvæð hefur lækkað úr 76% niður í 45% á sama tímabili. Þannig er ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu, sem mælist neikvæð um 5%, nú neikvæðari en ímynd Kína sem er jákvæð um 14%. Bandaríkin nálgast þannig svipaða einkunn og Rússland þar sem ímynd mælist 9%í mínus. Ísrael sker sig þó úr með verstu ímyndina sem mælist neikvæð um 23%. Hér má sjá þá Vladimír Pútín og Xi Jinping ásamt hinum indverska Narendra Modi.AP/Maxim Shipenkov Sé litið til einstakra leiðtoga kemur á daginn að ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nokkuð verri en til dæmis leiðtoga Rússlands og Kína. Á meðan ímynd Trumps mælist neikvæð í 82% þátttökulanda er ímynd Pútíns neikvæð í 61% landa og ímynd Xi Jinping Kínaforseta mælist neikvæð í 44% landa. Tveir þriðju hafa enn trú á lýðræðinu Könnunin leiddi einnig í ljós að þrátt fyrir hnignun lýðræðis á heimsvísu hafi fólk enn trú á lýðræðinu. Þannig sögðu tveir þriðju þátttakenda mikilvægt að viðhalda lýðræði í heimalöndum þeirra. Hins vegar má merkja mun á því hvers vegna fólk telur lýðræði mikilvægt. Í 52% landa sem könnunin náði til sagði meirihluti fólks það vera meginmarkmið lýðræðis að bæta lífsgæði og velferð. Í aðeins 19% landa töldu þátttakendur mikilvægast að fólk hefði frjálst val til að velja ríkisstjórn og í 16% þátttökulanda taldi fólk meginhlutverk lýðræðis vera að verja einstaklingsfrelsi og réttindi. Í 13% landanna álitu þátttakendur það vera meginmarkmið lýðræðis að stuðla að sanngjörnu og friðsömu samfélagi. Ýmsir aðrir þættir voru mældir í könnuninni, meðal annars viðhorf til öryggis- og varnarmála og atriði er varða skilvirkni ríkisvaldsins. Samkvæmt fréttatilkynningu um efni könnunarinnar er um að ræða stærstu árlegu lýðræðiskönnunina á heimsvísu en hún nær til landa sem í búa 91% íbúa heims. Ísland var ekki meðal þeirra landa sem könnunin náði til að þessu sinni, en nánar má lesa um niðurstöðurnar hér. Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem náði til 110 þúsund íbúa í yfir hundrað löndum þar sem leitast var við að mæla sýn, afstöðu og viðhorf til lýðræðis. Rannsóknin kallast The Democracy Perception Index, DPI, sem er einskonar lýðræðisvísitala, mælikvarði á sýn fólks á lýðræði, í heiminum og hefur mælingin farið fram árlega frá 2018. Það eru rannsóknarfyrirtækið Nira Data og Alliance of Democracies Foundation sem standa að mælingunni. Bandaríkin hrapa en ímynd Ísraels langverst Líkt og áður segir hefur ímynd Bandaríkjanna farið verulega versnandi. Þannig fór heildarímynd Bandaríkjanna samkvæmt mælikvarðanum úr +22% árið 2024 niður í -5% í ár. Hlutfall landa þar sem ímynd Bandaríkjanna mælist jákvæð hefur lækkað úr 76% niður í 45% á sama tímabili. Þannig er ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu, sem mælist neikvæð um 5%, nú neikvæðari en ímynd Kína sem er jákvæð um 14%. Bandaríkin nálgast þannig svipaða einkunn og Rússland þar sem ímynd mælist 9%í mínus. Ísrael sker sig þó úr með verstu ímyndina sem mælist neikvæð um 23%. Hér má sjá þá Vladimír Pútín og Xi Jinping ásamt hinum indverska Narendra Modi.AP/Maxim Shipenkov Sé litið til einstakra leiðtoga kemur á daginn að ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nokkuð verri en til dæmis leiðtoga Rússlands og Kína. Á meðan ímynd Trumps mælist neikvæð í 82% þátttökulanda er ímynd Pútíns neikvæð í 61% landa og ímynd Xi Jinping Kínaforseta mælist neikvæð í 44% landa. Tveir þriðju hafa enn trú á lýðræðinu Könnunin leiddi einnig í ljós að þrátt fyrir hnignun lýðræðis á heimsvísu hafi fólk enn trú á lýðræðinu. Þannig sögðu tveir þriðju þátttakenda mikilvægt að viðhalda lýðræði í heimalöndum þeirra. Hins vegar má merkja mun á því hvers vegna fólk telur lýðræði mikilvægt. Í 52% landa sem könnunin náði til sagði meirihluti fólks það vera meginmarkmið lýðræðis að bæta lífsgæði og velferð. Í aðeins 19% landa töldu þátttakendur mikilvægast að fólk hefði frjálst val til að velja ríkisstjórn og í 16% þátttökulanda taldi fólk meginhlutverk lýðræðis vera að verja einstaklingsfrelsi og réttindi. Í 13% landanna álitu þátttakendur það vera meginmarkmið lýðræðis að stuðla að sanngjörnu og friðsömu samfélagi. Ýmsir aðrir þættir voru mældir í könnuninni, meðal annars viðhorf til öryggis- og varnarmála og atriði er varða skilvirkni ríkisvaldsins. Samkvæmt fréttatilkynningu um efni könnunarinnar er um að ræða stærstu árlegu lýðræðiskönnunina á heimsvísu en hún nær til landa sem í búa 91% íbúa heims. Ísland var ekki meðal þeirra landa sem könnunin náði til að þessu sinni, en nánar má lesa um niðurstöðurnar hér.
Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira