Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. maí 2025 18:42 Karl Wernersson var umfangsmikill fjárfestir á árunum fyrir hrun. Aðsend Karl Emil Wernersson, einn umfangsmesti fjárfestir landsins fyrir hrun, sonur hans og sambýliskona hafa verið ákærð fyrir skilasvik og peningaþvætti. Karl fyrir skilasvikin og sonurinn og sambýliskonan fyrir þvættið. Karl er sagður hafa reynt að koma undan verðmætum listaverkum sem fundust svo við húsleit. Greint var frá þessu í Speglinum í dag. Á vef Ríkisútvarpsins segir að Speglinum hafi fengið ákæru héraðssaksóknara á hendur Karli afhenta í dag. Í henni hafi komið fram að við húsleit á heimili Karls við Blikanes í Garðabæ fyrir þremur árum hafi fundist verðmæt listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og Karólínu Lárusdóttur. Saksóknari segir Karl hafa leynt verkunum fyrir skiptastjóra þegar hann skoðaði heimili hans í nóvember 2018. Verkin eru Reykjavíkurhöfn eftir Nínu Tryggvadóttur, sjálfsmynd eftir Louisu og Píanó og Kokkadans eftir Karólínu Lárusdóttur. Karl skilaði verki Nínu til þrotabúsins í nóvember og afhenti félaginu Föstum ehf. verk Louisu og Karólínu en það keypti þau af þrotabúinu fyrir 7,7 milljónir. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fékk skiptastjóri flesta liði ákærunnar rifta fyrir dómi en samt sem áður eru skilasvik, það að koma eignum undan eftir gjaldþrot, brot sem varða allt að sex ára fangelsi. Í greinargerð saksóknara hafi komið fram að flest brotin hafi verið framin á árunum 2016 til 2018. Þá hafi Karl verið ógjaldfær, setið undir fjölmörgum málsóknum auk þess sem að skattar hans hafi verið endurákvarðaðir. Karl hafi enn haft í sinni eigu verðmætar eigur sem hann er sagður hafa afsalað til einstaklinga og félaga honum tengdum. Karl afsalaði meðal annars einbýlishúsinu sínu í Blikanesi, sumarhúsi á Ítalíu og bíl af gerðinni Mercedez Benz til félagsins Faxa (Faxar) ehf. en það félag var dótturfélag félagsins Faxa (Faxi). Faxi var svo í eigu Tosca ehf. sem Karl afsalaði til sonar síns. Skiptastjóri þurfti að sögn að fara til Ítalíu í aðför til að fá sumarhúsið í sína umsjá. Sonur Karls er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við eignarhaldi á félaginu áðurnefnda sem varð skyndilega eigandi einbýlishúss, lúxusbíls og sumarhúss í Miðjarðarhafinu þegar Karl var gjaldþrota. Sambýliskona hans er ákærð fyrir að hafa tekið eignarhaldi á félaginu Nordic Pharma Investment. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni. Dómsmál Dómstólar Milestone-málið Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Greint var frá þessu í Speglinum í dag. Á vef Ríkisútvarpsins segir að Speglinum hafi fengið ákæru héraðssaksóknara á hendur Karli afhenta í dag. Í henni hafi komið fram að við húsleit á heimili Karls við Blikanes í Garðabæ fyrir þremur árum hafi fundist verðmæt listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og Karólínu Lárusdóttur. Saksóknari segir Karl hafa leynt verkunum fyrir skiptastjóra þegar hann skoðaði heimili hans í nóvember 2018. Verkin eru Reykjavíkurhöfn eftir Nínu Tryggvadóttur, sjálfsmynd eftir Louisu og Píanó og Kokkadans eftir Karólínu Lárusdóttur. Karl skilaði verki Nínu til þrotabúsins í nóvember og afhenti félaginu Föstum ehf. verk Louisu og Karólínu en það keypti þau af þrotabúinu fyrir 7,7 milljónir. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fékk skiptastjóri flesta liði ákærunnar rifta fyrir dómi en samt sem áður eru skilasvik, það að koma eignum undan eftir gjaldþrot, brot sem varða allt að sex ára fangelsi. Í greinargerð saksóknara hafi komið fram að flest brotin hafi verið framin á árunum 2016 til 2018. Þá hafi Karl verið ógjaldfær, setið undir fjölmörgum málsóknum auk þess sem að skattar hans hafi verið endurákvarðaðir. Karl hafi enn haft í sinni eigu verðmætar eigur sem hann er sagður hafa afsalað til einstaklinga og félaga honum tengdum. Karl afsalaði meðal annars einbýlishúsinu sínu í Blikanesi, sumarhúsi á Ítalíu og bíl af gerðinni Mercedez Benz til félagsins Faxa (Faxar) ehf. en það félag var dótturfélag félagsins Faxa (Faxi). Faxi var svo í eigu Tosca ehf. sem Karl afsalaði til sonar síns. Skiptastjóri þurfti að sögn að fara til Ítalíu í aðför til að fá sumarhúsið í sína umsjá. Sonur Karls er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við eignarhaldi á félaginu áðurnefnda sem varð skyndilega eigandi einbýlishúss, lúxusbíls og sumarhúss í Miðjarðarhafinu þegar Karl var gjaldþrota. Sambýliskona hans er ákærð fyrir að hafa tekið eignarhaldi á félaginu Nordic Pharma Investment. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni.
Dómsmál Dómstólar Milestone-málið Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira