Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2025 22:11 Airbus-breiðþota Air Greenland lenti í fyrsta sinn í Nuuk í lok nóvembermánaðar. KNR/skjáskot Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp opnun nýs Nuuk-flugvallar þann 28. nóvember síðastliðinn. Mannfjöldi safnaðist þá saman við flugvöllinn til að sjá Airbus A330-breiðþotu Air Greenland, flaggskip grænlenska flugflotans, svífa inn til lendingar í beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Þetta var fyrsta lending farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. Opnun vallarins sem alþjóðaflugvallar var sögð marka þáttaskil í samgöngum landsins við umheiminn. Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Myndin er tekin úr flugvél Isavia við flugprófanir á vellinum.Isavia Það var fyrirfram vitað að flugvallarstæðið í Nuuk væri ekki jafn hagstætt og á gamla millilandavellinum í Kangerlussuaq, sem áður nefndist Syðri-Straumfjörður. Tölur sem Air Greenland hefur núna birt um raskanir vegna óveðurs í flugi frá Kaupmannahöfn til Nuuk hafa hins vegar reynst verri en flesta grunaði. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru 32 flugferðir sem ýmist þurfi að aflýsa eða flugvélin þurfti frá að hverfa. Á sama tíma í fyrra, þegar flogið var til Kangerlussuaq, var þetta aðeins ein ferð frá Kaupmannahöfn sem féll niður vegna veðurs. Þotan kvaddi gamla flugvöllinn formlega þann 26. nóvember síðastliðinn, tveimur dögum fyrir opnun vallarins í Nuuk, sem er mun berskjaldaðri gagnvart vindi og veðri en sá í Kangerlussuaq. Forstjóri Air Greenland, Jacob Nitter Sørensen, segir þessar raskanir í Nuuk hafa verið óeðlilega miklar. Þær hafi haft gríðarleg áhrif á félagið og þyngt reksturinn. Þota Grænlendinga í flugtaki frá Kangerlussuaq þann 26. nóvember síðastliðinn í síðasta reglubundna áætlunarfluginu þaðan til Kaupmannahafnar.KNR/skjáskot Hann vill þó meina að þetta sé ekki það sem búast megi við í framtíðinni. Nýjar tæknilausnir á Nuuk-flugvelli muni gera það mögulegt að lenda þar jafnvel í mjög slæmu veðri. Þá séu truflanir á flugi í vetur ekki alfarið veðri um að kenna heldur megi að hluta skýra þær með því að starfsmenn félagsins séu enn að læra á breyttar aðstæður. Býst forstjórinn við að raskanir á flugi um Nuuk muni með tímanum ekki verða meiri en það sem telja megi eðlilegt. Grænland Fréttir af flugi Danmörk Veður Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp opnun nýs Nuuk-flugvallar þann 28. nóvember síðastliðinn. Mannfjöldi safnaðist þá saman við flugvöllinn til að sjá Airbus A330-breiðþotu Air Greenland, flaggskip grænlenska flugflotans, svífa inn til lendingar í beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Þetta var fyrsta lending farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. Opnun vallarins sem alþjóðaflugvallar var sögð marka þáttaskil í samgöngum landsins við umheiminn. Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Myndin er tekin úr flugvél Isavia við flugprófanir á vellinum.Isavia Það var fyrirfram vitað að flugvallarstæðið í Nuuk væri ekki jafn hagstætt og á gamla millilandavellinum í Kangerlussuaq, sem áður nefndist Syðri-Straumfjörður. Tölur sem Air Greenland hefur núna birt um raskanir vegna óveðurs í flugi frá Kaupmannahöfn til Nuuk hafa hins vegar reynst verri en flesta grunaði. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru 32 flugferðir sem ýmist þurfi að aflýsa eða flugvélin þurfti frá að hverfa. Á sama tíma í fyrra, þegar flogið var til Kangerlussuaq, var þetta aðeins ein ferð frá Kaupmannahöfn sem féll niður vegna veðurs. Þotan kvaddi gamla flugvöllinn formlega þann 26. nóvember síðastliðinn, tveimur dögum fyrir opnun vallarins í Nuuk, sem er mun berskjaldaðri gagnvart vindi og veðri en sá í Kangerlussuaq. Forstjóri Air Greenland, Jacob Nitter Sørensen, segir þessar raskanir í Nuuk hafa verið óeðlilega miklar. Þær hafi haft gríðarleg áhrif á félagið og þyngt reksturinn. Þota Grænlendinga í flugtaki frá Kangerlussuaq þann 26. nóvember síðastliðinn í síðasta reglubundna áætlunarfluginu þaðan til Kaupmannahafnar.KNR/skjáskot Hann vill þó meina að þetta sé ekki það sem búast megi við í framtíðinni. Nýjar tæknilausnir á Nuuk-flugvelli muni gera það mögulegt að lenda þar jafnvel í mjög slæmu veðri. Þá séu truflanir á flugi í vetur ekki alfarið veðri um að kenna heldur megi að hluta skýra þær með því að starfsmenn félagsins séu enn að læra á breyttar aðstæður. Býst forstjórinn við að raskanir á flugi um Nuuk muni með tímanum ekki verða meiri en það sem telja megi eðlilegt.
Grænland Fréttir af flugi Danmörk Veður Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42
Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24