Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 08:01 Jayson Tatum lá sárþjáður eftir að hafa meiðst í ökkla í fjórða leikhluta. Getty/Elsa Ríkjandi NBA-meistarar Boston Celtics eru á barmi þess að falla úr keppni í undanúrslitum austurdeildarinnar. Þeir töpuðu 121-113 gegn New York Knicks í gærkvöld og misstu auk þess Jayson Tatum meiddan af velli. Knicks lentu 14 stigum undir í þriðja leikhluta en höfðu samt sigur og eru nú 3-1 yfir í einvíginu. Þeim dugar því að vinna leikinn í Boston annað kvöld til að senda meistarana í sumarfrí, og komast í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í fyrsta sinn frá árinu 2000. Ólíklegt verður að teljast að Tatum verði með í þeim leik eftir að hann meiddist í fjórða leikhluta og var ekið um í hjólastól á göngum Madison Square Garden. Hann fer í skoðun í dag til að meta meiðslin en Tatum hafði skorað 42 stig þegar hann var borinn af velli. NBA BROTHERHOOD: New York Knicks players clapped for Jayson Tatum while being helped off the court & Josh Hart showed him love by rubbing his head ❤️Get well soon, Jayson Tatum! 🙏 pic.twitter.com/BsGk5m333j— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) May 13, 2025 Jalen Brunson skoraði 39 stig fyrir Knicks sem eins og fyrr segir þurftu að hafa fyrir hlutunum eftir að hafa lent 72-58 undir í þriðja leikhluta. Þeir sneru þá við blaðinu og komust í 88-85 fyrir lokafjórðunginn. Brunson fór fyrir liðinu og Tatum meiddist svo þegar OG Anunoby stal af honum boltanum og tróð, og kom Knicks í 118-106. Jalen Brunson tók yfir leikinn og leiddi Knicks til sigurs.Getty/Elsa „Ég var bara í flæðinu og að gera eitthvað. Ég var ekki að reyna að taka yfir leikinn. Þetta snerist bara um að gera það sem þyrfti að gera,“ sagði Brunson. „Við hættum ekki, héldum áfram að berjast. Það er mikilvægast. Þegar maður lendir í holu þá má maður ekki gefast upp,“ sagði Brunson. Timberwolves þurfa bara einn sigur Minnesota Timberwolves eru sömuleiðis aðeins einum sigri frá því að slá út Golden State Warriors, eftir 117-110 sigur í gærkvöld. Warriors eru án Stephen Curry vegna meiðsla og nú lentir 3-1 undir. Anthony Edwards endaði með 30 stig fyrir Timberwolves sem skoruðu 17 stig í röð í þriðja leikhluta án þess að Warriors næðu að svara fyrir sig, og komust í 85-68. Einvígið gæti klárast á morgun þegar liðin mætast í Minneapolis. NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Knicks lentu 14 stigum undir í þriðja leikhluta en höfðu samt sigur og eru nú 3-1 yfir í einvíginu. Þeim dugar því að vinna leikinn í Boston annað kvöld til að senda meistarana í sumarfrí, og komast í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í fyrsta sinn frá árinu 2000. Ólíklegt verður að teljast að Tatum verði með í þeim leik eftir að hann meiddist í fjórða leikhluta og var ekið um í hjólastól á göngum Madison Square Garden. Hann fer í skoðun í dag til að meta meiðslin en Tatum hafði skorað 42 stig þegar hann var borinn af velli. NBA BROTHERHOOD: New York Knicks players clapped for Jayson Tatum while being helped off the court & Josh Hart showed him love by rubbing his head ❤️Get well soon, Jayson Tatum! 🙏 pic.twitter.com/BsGk5m333j— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) May 13, 2025 Jalen Brunson skoraði 39 stig fyrir Knicks sem eins og fyrr segir þurftu að hafa fyrir hlutunum eftir að hafa lent 72-58 undir í þriðja leikhluta. Þeir sneru þá við blaðinu og komust í 88-85 fyrir lokafjórðunginn. Brunson fór fyrir liðinu og Tatum meiddist svo þegar OG Anunoby stal af honum boltanum og tróð, og kom Knicks í 118-106. Jalen Brunson tók yfir leikinn og leiddi Knicks til sigurs.Getty/Elsa „Ég var bara í flæðinu og að gera eitthvað. Ég var ekki að reyna að taka yfir leikinn. Þetta snerist bara um að gera það sem þyrfti að gera,“ sagði Brunson. „Við hættum ekki, héldum áfram að berjast. Það er mikilvægast. Þegar maður lendir í holu þá má maður ekki gefast upp,“ sagði Brunson. Timberwolves þurfa bara einn sigur Minnesota Timberwolves eru sömuleiðis aðeins einum sigri frá því að slá út Golden State Warriors, eftir 117-110 sigur í gærkvöld. Warriors eru án Stephen Curry vegna meiðsla og nú lentir 3-1 undir. Anthony Edwards endaði með 30 stig fyrir Timberwolves sem skoruðu 17 stig í röð í þriðja leikhluta án þess að Warriors næðu að svara fyrir sig, og komust í 85-68. Einvígið gæti klárast á morgun þegar liðin mætast í Minneapolis.
NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira