Veður

Allt að tuttugu stiga hiti á Norðaustur­landi

Kjartan Kjartansson skrifar
Húsavík er á Norðausturlandi, en þar er spáð hvað hlýjustu veðri í dag.
Húsavík er á Norðausturlandi, en þar er spáð hvað hlýjustu veðri í dag. Vísir/Vilhelm

Spáð er allt að tuttugu stiga hita norðaustanlands í hlýjum og þurrum sunnanáttum sem ganga yfir landið í dag. Ferðalangar á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum eru varaðir við allhvössum eða hvössum vindstrengjum.

Allmikil hæð milli Íslands og Skotlands eru sögð beina hlýjum og fremur þurrum sunnanáttum til landsins í hugleiðingum veðurfræðings á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir suðlægri eða breytilegri átt, 3-8 metrum á sekúndu og yfirleitt léttskýjuðu en 8-15 metrum á sekúndu norðvestantil, hvössustu á Snæfellsnesi.

Á höfuðborgarsvæðinu er spáð hægri suðaustlægri átt og léttskýjuðu í dag en 3-10 metrum á sekúndu á morgun. Gert er ráð fyrir ellefu til sextán stiga hita að deginum.

Á morgun er útlit fyrir suðaustlæga átt, kalda eða strekking suðvestantil en annars hægari vind og léttskýjað þegar líður á daginn.

Áfram er spáð hægum suðlægum áttum á fimmtudag og víða björtu og hlýju veðri en líklega skýjuðu. Sums staðar er gert ráð fyrir lítilsháttar vætu vestantal fyrri hluta föstudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×