Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2025 15:31 Bergþór Ólason var verulega ósáttur við ræður tveggja þingmanna og að þau hefðu ekki látið hann vita. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, bað Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“. Það gerði hann í tilefni af því að tveir þingmenn, Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, héldu ræður á þingi sem beint var að þingmanni Miðflokksins, Karli Gauta Hjaltasyni og létu hann ekki vita. Ræður þeirra Sigmars og Ásu snerust báðar um sameiginlega yfirlýsingu utanríkisráðherra Íslands ásamt fimm öðrum ríkjum þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til þess að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða auk ákalls um vopnahlé á Gasa og mannúðaraðstoð á svæðið. Sigmar sagði ræðu af ræðu Karls Gauta fyrir viku síðan mætti svo dæma að í yfirlýsingu utanríkisráðherranna hefði falist einhvers konar andúð í garð Ísraels. Sigmar sagði það alls ekki rétt og las svo upp lokaorð ræðu Karls Gauta frá því á þingi í gær þar sem hann sagði: „Gerir hæstvirtur utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar í norður Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason sagði það ókurteisi að hann hafi ekki verið látinn vita. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði það ekki nýlunda að þingmenn Miðflokksins tali gegn alþjóðastarfi en að hans mati sé hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað meira en að bara selja fisk. Ása Berglind tók undir orð Sigmars og minnti á þann fjölda almennra borgara og barna sem Ísrael hefur drepið í árásum sínum og að ísraelskt stjórnvöld hafi staðið í vegi fyrir því vikum saman að hægt sé að dreifa mannúðaraðstoð á Gasa. Sakaður um að vera í liði með óbótamönnum Karl Gauti Hjaltason fékk að fara í pontu til að bera af sér sakir þegar dagskrárliðnum störf þingsins var lokið. Hann minnti á að það væri venja að ef maður ætlaði að fjalla um annan þingmann í störfum þingsins væri hann látinn vita. Það hefði ekki verið gert í þessu tilfelli. Ása Berglind viðurkenndi að hún vissi ekki að það væri hefð fyrir því að láta þingmenn vita ef minnst er á þá í ræðum. Vísir/Anton Brink „Ég var staddur úti í bæ,“ sagði Karl Gauti og þar hefði hann heyrt Sigmar saka hann um að vera í liði með „einhverjum óbótamönnum“. Karl Gauti sagði það ókurteisi að ráðast að þingmanni og láta hann ekki vita svo hann geti svarað. Karl Gauti sagði Ísland eiga að tala fyrir friði en ekki taka afstöðu eins og sé ítrekað gert í máli utanríkisráðherra Íslands. Það sé ekki ástæða fyrir „litla smáþjóð“ að tala gegn Ísrael með harðari hætti en önnur ríki. Vissi ekki af hefðinni Ása Berglind svaraði Karli Gauta og sagðist ekki hafa vitað að það ætti að láta þingmenn vita og baðst afsökunar. Bryndís Haraldsdóttir sagði umræðuna geta verið skemmtilegri þegar þingmenn kalla aðra þingmenn til samtals. Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Ræður þeirra Sigmars og Ásu snerust báðar um sameiginlega yfirlýsingu utanríkisráðherra Íslands ásamt fimm öðrum ríkjum þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til þess að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða auk ákalls um vopnahlé á Gasa og mannúðaraðstoð á svæðið. Sigmar sagði ræðu af ræðu Karls Gauta fyrir viku síðan mætti svo dæma að í yfirlýsingu utanríkisráðherranna hefði falist einhvers konar andúð í garð Ísraels. Sigmar sagði það alls ekki rétt og las svo upp lokaorð ræðu Karls Gauta frá því á þingi í gær þar sem hann sagði: „Gerir hæstvirtur utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar í norður Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason sagði það ókurteisi að hann hafi ekki verið látinn vita. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði það ekki nýlunda að þingmenn Miðflokksins tali gegn alþjóðastarfi en að hans mati sé hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað meira en að bara selja fisk. Ása Berglind tók undir orð Sigmars og minnti á þann fjölda almennra borgara og barna sem Ísrael hefur drepið í árásum sínum og að ísraelskt stjórnvöld hafi staðið í vegi fyrir því vikum saman að hægt sé að dreifa mannúðaraðstoð á Gasa. Sakaður um að vera í liði með óbótamönnum Karl Gauti Hjaltason fékk að fara í pontu til að bera af sér sakir þegar dagskrárliðnum störf þingsins var lokið. Hann minnti á að það væri venja að ef maður ætlaði að fjalla um annan þingmann í störfum þingsins væri hann látinn vita. Það hefði ekki verið gert í þessu tilfelli. Ása Berglind viðurkenndi að hún vissi ekki að það væri hefð fyrir því að láta þingmenn vita ef minnst er á þá í ræðum. Vísir/Anton Brink „Ég var staddur úti í bæ,“ sagði Karl Gauti og þar hefði hann heyrt Sigmar saka hann um að vera í liði með „einhverjum óbótamönnum“. Karl Gauti sagði það ókurteisi að ráðast að þingmanni og láta hann ekki vita svo hann geti svarað. Karl Gauti sagði Ísland eiga að tala fyrir friði en ekki taka afstöðu eins og sé ítrekað gert í máli utanríkisráðherra Íslands. Það sé ekki ástæða fyrir „litla smáþjóð“ að tala gegn Ísrael með harðari hætti en önnur ríki. Vissi ekki af hefðinni Ása Berglind svaraði Karli Gauta og sagðist ekki hafa vitað að það ætti að láta þingmenn vita og baðst afsökunar. Bryndís Haraldsdóttir sagði umræðuna geta verið skemmtilegri þegar þingmenn kalla aðra þingmenn til samtals.
Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?