Greinendur verðmeta Íslandsbanka 33 prósentum yfir lágmarksgengi í útboðinu

Samkvæmt nýlegum greiningum frá nokkrum innlendum hlutabréfagreinendum verðmeta þeir Íslandsbanka að meðaltali á liðlega 33 prósentum hærra gengi í samanburði við það lágmarksverð sem almenningi gefst kostur á að kaupa fyrir í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Mikill fjöldi erlendra söluráðgjafa sem er fenginn að verkefninu gefur til kynna væntingar um að þátttaka erlendra fjárfesta verði talsverð en magn seldra hluta ríkisins getur meira en tvöfaldast frá grunnstærð þess, og því talsverð óvissa um hversu stórt útboðið verður.
Tengdar fréttir

Boða kaupaukakerfi fyrir starfsmenn Íslandsbanka þegar ríkið hefur selt
Núna þegar útlit er fyrir að eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka minnki verulega í væntanlegu hlutafjárútboði, og fari að sennilega í eða undir um fimmtungshlut, þá hefur stjórnin boðað að hún ætli í kjölfarið að endurvekja kaupaaukakerfi fyrir starfsmenn, rúmlega átta árum eftir að það var lagt niður þegar bankinn komst í eigu ríkisins. Stjórnarformaður Íslandsbanka beinir einnig spjótum sínum að Seðlabankanum og segir mikilvægt að hann skýri nánar þær íþyngjandi kröfur sem eru lagðar á bankakerfið, meðal annars hvort við sem þjóð séum reiðubúin að greiða kostnaðinn sem þeim fylgir.