Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2025 07:56 Erik vinstri) og Lyle Menendez (Hægri). AP/Fangelsismálastofnun Kaliforníu Dómari í Los Angeles hefur stytt dóm yfir Menendez bræðrunum sem nú afplána lífstíðardóm fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989 í Beverly Hills. Vegna þess að dómurinn var styttur eiga þeir nú möguleika á því að sækja um reynslulausn sem þeir gátu ekki gert á meðan þeir afplánuðu lífstíðardóm. Michael Jesic, dómarinn, stytti dóminn í fimmtíu ár til lífstíð. Ákvörðun um reynslulausn bræðranna verður tekin af reynslulausnarnefnd ríkisins en nefndin mun funda í næsta mánuði. Nefndin hefur þegar hafið sína rannsókn á bræðrunum vegna beiðni frá ríkisstjóra Los Angeles, Gavin Newsom. Nefndin hefur í rannsóknum sínum einnig framkvæmt áhættumat á bræðrunum. Það gerði hann í tengslum við beiðni bræðranna til hans um mildari dóm sem getur falist í náðun eða styttri dómi. Bræðurnir hafa verið í fangelsi frá því að þeir voru handteknir árið 1990. Nathan Hochman, héraðssaksóknari í Los Angeles, mótmælti því harðlega að dómi yrði breytt og sagði bræðurna ekki hafa gengið í gegnum neina betrun í fangelsinu. Í frétt BBC um málið kemur fram að töluverður tími í dómsal hafi farið í að hlusta á ættingja og starfsmenn fangelsisins lýsa því hvað bræðurnir hafi verið að gera á meðan þeir hafa verið í fangelsi, námskeiðin sem þeir hafa tekið og búið til fyrir aðra. Málið bræðranna hefur ávallt vakið mikla athygli og skiptar skoðanir. Bræðurnir lýstu því fyrir dómi, eftir að hafa verið handteknir, að þeir hefðu myrt foreldra sína eftir að hafa þolað kynferðisofbeldi um árabil. Fjallað var um málið í vinsælum þáttum á Netflix á síðasta ári, Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story, og í heimildarmyndinni The Menendez Brothers. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir utan dómshúsið í gær. Mark Geragos, lögmaður bræðranna, ræddi við fjölmiðla.Vísir/EPA Fluttu báðir ræðu Eftir að dómarinn tilkynnti um ákvörðun sína fluttu þeir báðir ræður í dómsal þar sem þeir lýstu morðunum og ákvörðunum þeirra um að fylla aftur á byssurnar og skjóta áfram á foreldra sína af stuttu færi í stofunni. „Ég varð að hætta að vera sjálfselskur og óþroskaður til að virkilega skilja hvað foreldrar mínir gengu í gegnum á þessum tímapunkti,“ sagði Erik Menendez sem nú er 54 ára gamall. Foreldrar þeirra hafi líklega upplifað áfall og svik þegar þau sáu syni sína með byssurnar. Báðir báðust afsökunar á gjörðum sínum og töluðu um að þeim langaði að vinna með þolendum kynferðisofbeldis og þeim sem hafa verið fangelsaðir fengju þeir annað tækifæri utan fangelsi. „Ég laug að ykkur og neyddi ykkur í kastljós opinberrar niðurlægingar,“ sagði Lyle Menendez, þegar hann talaði um áhrif gjörða þeirra bræðra á aðra í fjölskyldunni. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. 24. október 2024 23:27 Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju. 4. október 2024 14:31 Segir Murphy gera lítið úr kynferðisofbeldi Bræðurnir Lyle og Erik Menendez eru vægast sagt ósáttir við Netflix seríuna Monsters. Serían byggir á þeim bræðrum en þeir myrtu foreldra sína árið 1989 á heimili þeirra í Beverly Hills. Þeir segja foreldra sína hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en afplána nú lífstíðarfangelsi án möguleika um reynslulausn. 23. september 2024 16:32 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Michael Jesic, dómarinn, stytti dóminn í fimmtíu ár til lífstíð. Ákvörðun um reynslulausn bræðranna verður tekin af reynslulausnarnefnd ríkisins en nefndin mun funda í næsta mánuði. Nefndin hefur þegar hafið sína rannsókn á bræðrunum vegna beiðni frá ríkisstjóra Los Angeles, Gavin Newsom. Nefndin hefur í rannsóknum sínum einnig framkvæmt áhættumat á bræðrunum. Það gerði hann í tengslum við beiðni bræðranna til hans um mildari dóm sem getur falist í náðun eða styttri dómi. Bræðurnir hafa verið í fangelsi frá því að þeir voru handteknir árið 1990. Nathan Hochman, héraðssaksóknari í Los Angeles, mótmælti því harðlega að dómi yrði breytt og sagði bræðurna ekki hafa gengið í gegnum neina betrun í fangelsinu. Í frétt BBC um málið kemur fram að töluverður tími í dómsal hafi farið í að hlusta á ættingja og starfsmenn fangelsisins lýsa því hvað bræðurnir hafi verið að gera á meðan þeir hafa verið í fangelsi, námskeiðin sem þeir hafa tekið og búið til fyrir aðra. Málið bræðranna hefur ávallt vakið mikla athygli og skiptar skoðanir. Bræðurnir lýstu því fyrir dómi, eftir að hafa verið handteknir, að þeir hefðu myrt foreldra sína eftir að hafa þolað kynferðisofbeldi um árabil. Fjallað var um málið í vinsælum þáttum á Netflix á síðasta ári, Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story, og í heimildarmyndinni The Menendez Brothers. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir utan dómshúsið í gær. Mark Geragos, lögmaður bræðranna, ræddi við fjölmiðla.Vísir/EPA Fluttu báðir ræðu Eftir að dómarinn tilkynnti um ákvörðun sína fluttu þeir báðir ræður í dómsal þar sem þeir lýstu morðunum og ákvörðunum þeirra um að fylla aftur á byssurnar og skjóta áfram á foreldra sína af stuttu færi í stofunni. „Ég varð að hætta að vera sjálfselskur og óþroskaður til að virkilega skilja hvað foreldrar mínir gengu í gegnum á þessum tímapunkti,“ sagði Erik Menendez sem nú er 54 ára gamall. Foreldrar þeirra hafi líklega upplifað áfall og svik þegar þau sáu syni sína með byssurnar. Báðir báðust afsökunar á gjörðum sínum og töluðu um að þeim langaði að vinna með þolendum kynferðisofbeldis og þeim sem hafa verið fangelsaðir fengju þeir annað tækifæri utan fangelsi. „Ég laug að ykkur og neyddi ykkur í kastljós opinberrar niðurlægingar,“ sagði Lyle Menendez, þegar hann talaði um áhrif gjörða þeirra bræðra á aðra í fjölskyldunni.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. 24. október 2024 23:27 Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju. 4. október 2024 14:31 Segir Murphy gera lítið úr kynferðisofbeldi Bræðurnir Lyle og Erik Menendez eru vægast sagt ósáttir við Netflix seríuna Monsters. Serían byggir á þeim bræðrum en þeir myrtu foreldra sína árið 1989 á heimili þeirra í Beverly Hills. Þeir segja foreldra sína hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en afplána nú lífstíðarfangelsi án möguleika um reynslulausn. 23. september 2024 16:32 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. 24. október 2024 23:27
Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju. 4. október 2024 14:31
Segir Murphy gera lítið úr kynferðisofbeldi Bræðurnir Lyle og Erik Menendez eru vægast sagt ósáttir við Netflix seríuna Monsters. Serían byggir á þeim bræðrum en þeir myrtu foreldra sína árið 1989 á heimili þeirra í Beverly Hills. Þeir segja foreldra sína hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en afplána nú lífstíðarfangelsi án möguleika um reynslulausn. 23. september 2024 16:32