Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2025 15:45 Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks féllu úr leik fyrir Indiana Pacers, 4-1, í 1. umferð úrslitakeppninnar. getty/Justin Casterline Gamla körfuboltagoðið Charles Barkley vill að Giannis Antetokounmpo haldi kyrru fyrir hjá Milwaukee Bucks og klári ferilinn hjá félaginu í stað þess að eltast við meistaratitla annars staðar. Giannis hefur leikið með Milwaukee allan sinn feril í NBA og varð meistari með liðinu 2021. Síðustu ár hefur ekki gengið jafn vel hjá liðinu og það féll úr leik fyrir Indiana Pacers, 4-1, í 1. umferð úrslitakeppninnar á þessu tímabili. Í kjölfarið hefur mikið verið rætt og ritað um framtíð Giannis og hvort hann ætli að halda tryggð við Milwaukee eða róa á önnur og mögulega fengsælli mið. Barkley vill að hann ljúki ferlinum hjá Milwaukee. „Ég verð pirraður á fólki í sjónvarpi. Það segir að það sé kominn tími fyrir Giannis að yfirgefa Milwaukee. Bíddu, þau sögðu þetta aldrei um mig eða Patrick Ewing. Allt í einu þurfa leikmenn að vinna titil í dag,“ sagði Barkley í Inside the NBA á TNT. „Þegar ég var í Philly man ég ekki eftir gaurum segja: Þið eruð að sóa bestu árum Charles Barkley. Ég held áfram að spila því það er starfið mitt. Ég vildi vera hjá Philly allan ferilinn. Reggie Miller, ég dáist að honum. Dirk Nowitzki, ég dáist að honum. Þetta viðhorf um frábæra leikmenn, hvort sem þeir hafa unnið titil eða þeir eru ekki að vinna, að þeir verði að fara. Hann þarf ekki að fara. Ég myndi vilja sjá hann verja öllum ferlinum í Milwaukee. Þeir hafa unnið titil og ég vona að þeir vinni aftur hans vegna en ég hata þessa skoðun að hann verði að fara ef þeir vinna ekki.“ "He don't have to move. I would love to see him spend his entire career in Milwaukee" 🗣️Chuck has thoughts on the narrative shifts involving ring culture and team loyalty pic.twitter.com/RymC4zd0uc— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 14, 2025 Giannis er leikja-, stiga-, frákasta- og stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Milwaukee. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins 2021 þar sem Milwaukee sigraði Phoenix Suns, 4-2. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Giannis hefur leikið með Milwaukee allan sinn feril í NBA og varð meistari með liðinu 2021. Síðustu ár hefur ekki gengið jafn vel hjá liðinu og það féll úr leik fyrir Indiana Pacers, 4-1, í 1. umferð úrslitakeppninnar á þessu tímabili. Í kjölfarið hefur mikið verið rætt og ritað um framtíð Giannis og hvort hann ætli að halda tryggð við Milwaukee eða róa á önnur og mögulega fengsælli mið. Barkley vill að hann ljúki ferlinum hjá Milwaukee. „Ég verð pirraður á fólki í sjónvarpi. Það segir að það sé kominn tími fyrir Giannis að yfirgefa Milwaukee. Bíddu, þau sögðu þetta aldrei um mig eða Patrick Ewing. Allt í einu þurfa leikmenn að vinna titil í dag,“ sagði Barkley í Inside the NBA á TNT. „Þegar ég var í Philly man ég ekki eftir gaurum segja: Þið eruð að sóa bestu árum Charles Barkley. Ég held áfram að spila því það er starfið mitt. Ég vildi vera hjá Philly allan ferilinn. Reggie Miller, ég dáist að honum. Dirk Nowitzki, ég dáist að honum. Þetta viðhorf um frábæra leikmenn, hvort sem þeir hafa unnið titil eða þeir eru ekki að vinna, að þeir verði að fara. Hann þarf ekki að fara. Ég myndi vilja sjá hann verja öllum ferlinum í Milwaukee. Þeir hafa unnið titil og ég vona að þeir vinni aftur hans vegna en ég hata þessa skoðun að hann verði að fara ef þeir vinna ekki.“ "He don't have to move. I would love to see him spend his entire career in Milwaukee" 🗣️Chuck has thoughts on the narrative shifts involving ring culture and team loyalty pic.twitter.com/RymC4zd0uc— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 14, 2025 Giannis er leikja-, stiga-, frákasta- og stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Milwaukee. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins 2021 þar sem Milwaukee sigraði Phoenix Suns, 4-2.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira