„Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2025 13:00 Grímseyingar finna fyrir skjálftunum, en eru þó misskelkaðir. Akureyrarbær/Auðunn Níelsson Grímseyingar hafa fundið vel fyrir stórum skjálftum sem riðið hafa yfir skammt frá eyjunni síðustu daga. Þó hafa engar skemmdir orðið. Að sögn íbúa er mikil gósentíð í eyjunni um þessar mundir. Jarðskjálfti, sem reyndist 4,9 að stærð, reið yfir þrettán kílómetra austur af Grímsey á sjötta tímanum í morgun. Aðfaranótt þriðjudags mældist skjálfti á sömu slóðum, 4,7 að stærð. Fólk snúi sér á hliðina og sofni aftur Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, segir fólk hafa fundið vel fyrir skjálftunum. „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur, svo bara líður þetta hjá og maður spáir ekkert þannig lagað meira í þessu,“ segir Anna María. Þið látið ykkur fátt um finnast, fólk er ekki óttaslegið? „Nei, þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. Þetta gerist reglulega.“ Eftirskjálftar með deginum Fólk sé þó misskelkað, eðli málsins samkvæmt. „Það hefur ekki verið að hristast í skápum, eða allavega ekki hérna hjá mér. Maður bara vaknaði upp í nótt og fyrrinótt, en svo bara snýr maður sér á hina og reynir að sofna aftur.“ Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey um áratugaskeið. Nokkuð hafi verið um minni eftirskjálfta. „Það kom núna einn bara rétt áðan upp á þrjá komma eitthvað, sá ég á veður.is. Svo eru að koma einhverjir minni og við hérna í mínu húsi finnum þá ekki. Það getur vel verið að þeir finnist á öðrum stöðum. Það er misjafnt hvað finnst á milli húsa.“ Fólk fullmeðvitað Náttúruvársérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að skjálftar á svæðinu geti orðið allt að sex að stærð. Anna María segir íbúa vel meðvitaða. „Maður er ekkert með hangandi mynd yfir rúminu hjá sér, einhverjar styttur eða eitthvað sem getur dottið, svona fyrir ofan þar sem maður situr.“ Um fjörutíu manns séu í eyjunni sem stendur, og hafi notið rjómablíðu síðustu daga. „Eggjatíminn er á fullu þannig að það er allt í blóma. Gott fiskerí í gær. Lífið heldur áfram sinn vanagang,“ segir Anna María. Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20. 14. maí 2025 06:22 Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. 13. maí 2025 09:32 Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. 13. maí 2025 06:19 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Jarðskjálfti, sem reyndist 4,9 að stærð, reið yfir þrettán kílómetra austur af Grímsey á sjötta tímanum í morgun. Aðfaranótt þriðjudags mældist skjálfti á sömu slóðum, 4,7 að stærð. Fólk snúi sér á hliðina og sofni aftur Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, segir fólk hafa fundið vel fyrir skjálftunum. „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur, svo bara líður þetta hjá og maður spáir ekkert þannig lagað meira í þessu,“ segir Anna María. Þið látið ykkur fátt um finnast, fólk er ekki óttaslegið? „Nei, þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. Þetta gerist reglulega.“ Eftirskjálftar með deginum Fólk sé þó misskelkað, eðli málsins samkvæmt. „Það hefur ekki verið að hristast í skápum, eða allavega ekki hérna hjá mér. Maður bara vaknaði upp í nótt og fyrrinótt, en svo bara snýr maður sér á hina og reynir að sofna aftur.“ Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey um áratugaskeið. Nokkuð hafi verið um minni eftirskjálfta. „Það kom núna einn bara rétt áðan upp á þrjá komma eitthvað, sá ég á veður.is. Svo eru að koma einhverjir minni og við hérna í mínu húsi finnum þá ekki. Það getur vel verið að þeir finnist á öðrum stöðum. Það er misjafnt hvað finnst á milli húsa.“ Fólk fullmeðvitað Náttúruvársérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að skjálftar á svæðinu geti orðið allt að sex að stærð. Anna María segir íbúa vel meðvitaða. „Maður er ekkert með hangandi mynd yfir rúminu hjá sér, einhverjar styttur eða eitthvað sem getur dottið, svona fyrir ofan þar sem maður situr.“ Um fjörutíu manns séu í eyjunni sem stendur, og hafi notið rjómablíðu síðustu daga. „Eggjatíminn er á fullu þannig að það er allt í blóma. Gott fiskerí í gær. Lífið heldur áfram sinn vanagang,“ segir Anna María.
Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20. 14. maí 2025 06:22 Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. 13. maí 2025 09:32 Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. 13. maí 2025 06:19 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20. 14. maí 2025 06:22
Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. 13. maí 2025 09:32
Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. 13. maí 2025 06:19