Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. maí 2025 18:17 Bílar af þessari gerð eru sjaldséðir hér á landi. Facebook Bleikum bíl af tegundinni Porsche var stolið úr Mosfellsdal í nótt. Eiganda þykir furðulegt að bíl með slíka sérstöðu skuli hafa verið stolið. Hann fékk upplýsingar um að þjófurinn hafi rúntað á bílnum um borgina í dag en bíllinn komst í leitirnar fyrr í kvöld. Fannar Þór Þórhallsson eigandi bílsins var spurður af vinnufélaga sínum í morgun hver væri að rúnta um á bílnum hans og svarað á þann veg að vinnufélaginn væri líklega að ruglast, bíllinn væri inni í skúr í Mosfellsdal. Vinnufélaginn hafi þá lýst bílnum í smáatriðum og þá runnið á Fannar tvær grímur. „Ég hringi í frænda minn sem er með mér í skúrnum og spyr hvort hann hafi tekið bílinn, en hann segir nei. Þá bruna ég upp eftir og sé að það eru spólför á malarplaninu fyrir utan og búið að skemma bílskúrshurðina,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Við reiðstíg í Almannadal Fannari þykir furðulegt að bíl með slíka sérstöðu hafi orðið fyrir vali þjófsins. Hann tilkynnti stuldinn til lögreglunnar, sem tók málið til rannsóknar að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar frá deginum í dag. Sjálfur lagðist hann í rannsóknarvinnu en hann var staðráðinn í að komast á snoðir um hvar bíllinn væri niður kominn. „Það er hálfur heimurinn að leita að honum,“ sagði Fannar þegar fréttastofa náði tali af honum síðdegis. Hann segist hafa fengið upplýsingar um bílinn á Vesturlandsvegi og í Norðlingaholti í dag. „Það er eins og hann sé bara á rúntinum,“ sagði Fannar um þjófinn. Í þeim töluðu orðum sem blaðamaður ræddi við hann barst honum mynd af bílnum frá einum leitanda og gat ekki talað lengur. Uppfært 20:30: Myndin virðist hafa borið árangur en bíllinn er kominn í leitirnar að sögn Fannars. Hann segir í samtali við fréttastofu að bíllinn hafi fundist í Almannadal, þar sem honum hefði verið lagt utan reiðstígs og læst. „Ég á fullt af gömlum Porsce-um og átti einhvern nógu slitinn lykil sem ég gat tekið bílinn með.“ Fannar segir næsta mál á dagskrá að góma þjófinn eða þjófana, sem tók bæði bílinn og fleira í bílskúrnum, auk þess að hafa skemmt bílskúrshurðina. „En það er ánægjulegt að vera kominn með bílinn aftur, það er gott fyrsta skref.“ Bílar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Fannar Þór Þórhallsson eigandi bílsins var spurður af vinnufélaga sínum í morgun hver væri að rúnta um á bílnum hans og svarað á þann veg að vinnufélaginn væri líklega að ruglast, bíllinn væri inni í skúr í Mosfellsdal. Vinnufélaginn hafi þá lýst bílnum í smáatriðum og þá runnið á Fannar tvær grímur. „Ég hringi í frænda minn sem er með mér í skúrnum og spyr hvort hann hafi tekið bílinn, en hann segir nei. Þá bruna ég upp eftir og sé að það eru spólför á malarplaninu fyrir utan og búið að skemma bílskúrshurðina,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Við reiðstíg í Almannadal Fannari þykir furðulegt að bíl með slíka sérstöðu hafi orðið fyrir vali þjófsins. Hann tilkynnti stuldinn til lögreglunnar, sem tók málið til rannsóknar að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar frá deginum í dag. Sjálfur lagðist hann í rannsóknarvinnu en hann var staðráðinn í að komast á snoðir um hvar bíllinn væri niður kominn. „Það er hálfur heimurinn að leita að honum,“ sagði Fannar þegar fréttastofa náði tali af honum síðdegis. Hann segist hafa fengið upplýsingar um bílinn á Vesturlandsvegi og í Norðlingaholti í dag. „Það er eins og hann sé bara á rúntinum,“ sagði Fannar um þjófinn. Í þeim töluðu orðum sem blaðamaður ræddi við hann barst honum mynd af bílnum frá einum leitanda og gat ekki talað lengur. Uppfært 20:30: Myndin virðist hafa borið árangur en bíllinn er kominn í leitirnar að sögn Fannars. Hann segir í samtali við fréttastofu að bíllinn hafi fundist í Almannadal, þar sem honum hefði verið lagt utan reiðstígs og læst. „Ég á fullt af gömlum Porsce-um og átti einhvern nógu slitinn lykil sem ég gat tekið bílinn með.“ Fannar segir næsta mál á dagskrá að góma þjófinn eða þjófana, sem tók bæði bílinn og fleira í bílskúrnum, auk þess að hafa skemmt bílskúrshurðina. „En það er ánægjulegt að vera kominn með bílinn aftur, það er gott fyrsta skref.“
Bílar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira