Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. maí 2025 22:24 „Ef Pútín mætir ekki og reynir að spila einhverja leiki er það enn ein sönnunin á því að hann vill ekki ljúka þessu stríði,“ sagði Volodímír Selenskí á þriðjudag eftir að hann skoraði á Pútín að mæta á fund sinn í Istanbul. EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti er ekki á leið til Tyrklands á fund Volodímír Selenskí en hinn síðarnefndi bauð honum til friðarviðræðna í eigin persónu í Instanbul á morgun. Kreml staðfesti þetta fyrr í kvöld en Rússar verða engu að síður með fulltrúa á fundinum. Vladímír Medinsky aðstoðarmaður Pútín og fyrrverandi menningarráðherra Rússlands fer fyrir hans hönd til Istanbul á morgun á fund Selenskí. Sjá einnig: Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Skömmu eftir að tilkynnt var að Pútín yrði ekki viðstaddur viðræðurnar staðfesti bandarískur embættismaður við Guardian að Trump kæmi heldur ekki til Istanbul. Trump hafði áður sagst ætla að vera viðstaddur ef Pútín yrði það líka. Boð Selenskí um að eiga persónulegan fund um hugsanlegan friðarsamning taldist djarft af hans hálfu. Margt er enn óljóst varðandi efni og form fundarins. Selenskí er sem stendur á leið til Ankara, þar sem hann á bókaðan fund með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands á morgun, samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmönnum hans. Medinsky, fulltrúi Rússa á fundinum, tók þátt í friðarfundi ríkjanna tveggja í mars 2022 en þær viðræður báru ekki árangur. Skilyrðin sem sendimenn Rússa lögðu fram á þeim fundi taldi Úkraínustjórn af of frá, en í þeim fólust meðal annars niðurskurð í Úkraínuher og bann við enduruppbyggingu með hjálp vestrænna þjóða. Með Medinsky í Istanbul verða fulltrúar varnarmálaráðherra og utanríkisráðherra og fulltrúi rússnesku leyniþjónustunnar. Athygli vekur að tveir hæst settu sendifulltrúar Rússlandsstjórnar, Yuri Ushakov og Sergei Lavrov, eru ekki á leið til Istanbul. Þeir hafa samkvæmt umfjöllun Guardian tekið virkan þátt í friðarviðræðum Rússa og Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu. Guardian hefur eftir heimildum að Steve Witkoff sendifulltrúi Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna verði í Istanbul á föstudaginn, degi eftir að viðræður eiga að hefjast. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 13. maí 2025 10:46 Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn. 11. maí 2025 18:32 Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. 11. maí 2025 08:12 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Kreml staðfesti þetta fyrr í kvöld en Rússar verða engu að síður með fulltrúa á fundinum. Vladímír Medinsky aðstoðarmaður Pútín og fyrrverandi menningarráðherra Rússlands fer fyrir hans hönd til Istanbul á morgun á fund Selenskí. Sjá einnig: Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Skömmu eftir að tilkynnt var að Pútín yrði ekki viðstaddur viðræðurnar staðfesti bandarískur embættismaður við Guardian að Trump kæmi heldur ekki til Istanbul. Trump hafði áður sagst ætla að vera viðstaddur ef Pútín yrði það líka. Boð Selenskí um að eiga persónulegan fund um hugsanlegan friðarsamning taldist djarft af hans hálfu. Margt er enn óljóst varðandi efni og form fundarins. Selenskí er sem stendur á leið til Ankara, þar sem hann á bókaðan fund með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands á morgun, samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmönnum hans. Medinsky, fulltrúi Rússa á fundinum, tók þátt í friðarfundi ríkjanna tveggja í mars 2022 en þær viðræður báru ekki árangur. Skilyrðin sem sendimenn Rússa lögðu fram á þeim fundi taldi Úkraínustjórn af of frá, en í þeim fólust meðal annars niðurskurð í Úkraínuher og bann við enduruppbyggingu með hjálp vestrænna þjóða. Með Medinsky í Istanbul verða fulltrúar varnarmálaráðherra og utanríkisráðherra og fulltrúi rússnesku leyniþjónustunnar. Athygli vekur að tveir hæst settu sendifulltrúar Rússlandsstjórnar, Yuri Ushakov og Sergei Lavrov, eru ekki á leið til Istanbul. Þeir hafa samkvæmt umfjöllun Guardian tekið virkan þátt í friðarviðræðum Rússa og Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu. Guardian hefur eftir heimildum að Steve Witkoff sendifulltrúi Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna verði í Istanbul á föstudaginn, degi eftir að viðræður eiga að hefjast.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 13. maí 2025 10:46 Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn. 11. maí 2025 18:32 Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. 11. maí 2025 08:12 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 13. maí 2025 10:46
Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn. 11. maí 2025 18:32
Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. 11. maí 2025 08:12