Barcelona Spánarmeistari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2025 19:02 Leikmenn Barcelona fagna. Omar Arnau/Getty Images Barcelona er Spánarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Espanyol. Það var við hæfi að Lamine Yamal, nýjasta ofurstjarna Börsunga, var allt í öllu með mark og stoðsendingu. Skelfilegt atvik átti sér stað fyrir leik þegar bíll keyrði inn í hóp fólks sem var mættur til að taka á móti rútu Barcelona er hún kom að RCDE-vellinum. Í frétt ESPN um málið kemur fram að enginn hafi látist. Þá veit lögregla ekki hvort ökumaðurinn hafi vísvitandi keyrt inn í mannmergðina eða hvort hann hafi misst stjórn á bílnum. Ökumaðurinn hefur verið handtekinn. Hvað leikinn varðar þá var lítið sem skildi liðin að í kvöld og ef rýnt er í tölfræðina áttu heimamenn í Espanyol ekki skilið að tapa. Það er þó ekki spurt að því og það var Barcelona sem skoraði fyrsta mark leiksins. Það gerði undrabarnið Yamal með frábæru skoti upp í markhornið vinstra megin. Dani Olmo renndi boltanum á Yamal sem gerði það sem hann gerir best. Hann spændi fram hjá manni og öðrum áður en hann lét vaða á markið. Var þetta 8. deildarmark Yamal. Það eru fáir í heiminum betri en Yamal í dag. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Leandro Cabrera fékk rautt spjald þegar tíu mínútur voru til leiksloka og heimamenn því manni færri. Það nýttu verðandi Spánarmeistarar sér. Yamal lagði boltann þá á Fermín López sem gulltryggði sigurinn og fagnaðarlæti gestanna gátu hafist. Var Yamal að leggja upp sitt 15. mark í La Liga á tímabilinu. Lokatölur 2-0 og Barcelona vinnur bæði deild og bikar þar sem liðið lagði Real Madríd í bikarúrslitum fyrir skemmstu. Reikna má með að fagnaðarlæti Börsunga standi yfir næstu daga. Spænski boltinn Fótbolti
Barcelona er Spánarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Espanyol. Það var við hæfi að Lamine Yamal, nýjasta ofurstjarna Börsunga, var allt í öllu með mark og stoðsendingu. Skelfilegt atvik átti sér stað fyrir leik þegar bíll keyrði inn í hóp fólks sem var mættur til að taka á móti rútu Barcelona er hún kom að RCDE-vellinum. Í frétt ESPN um málið kemur fram að enginn hafi látist. Þá veit lögregla ekki hvort ökumaðurinn hafi vísvitandi keyrt inn í mannmergðina eða hvort hann hafi misst stjórn á bílnum. Ökumaðurinn hefur verið handtekinn. Hvað leikinn varðar þá var lítið sem skildi liðin að í kvöld og ef rýnt er í tölfræðina áttu heimamenn í Espanyol ekki skilið að tapa. Það er þó ekki spurt að því og það var Barcelona sem skoraði fyrsta mark leiksins. Það gerði undrabarnið Yamal með frábæru skoti upp í markhornið vinstra megin. Dani Olmo renndi boltanum á Yamal sem gerði það sem hann gerir best. Hann spændi fram hjá manni og öðrum áður en hann lét vaða á markið. Var þetta 8. deildarmark Yamal. Það eru fáir í heiminum betri en Yamal í dag. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Leandro Cabrera fékk rautt spjald þegar tíu mínútur voru til leiksloka og heimamenn því manni færri. Það nýttu verðandi Spánarmeistarar sér. Yamal lagði boltann þá á Fermín López sem gulltryggði sigurinn og fagnaðarlæti gestanna gátu hafist. Var Yamal að leggja upp sitt 15. mark í La Liga á tímabilinu. Lokatölur 2-0 og Barcelona vinnur bæði deild og bikar þar sem liðið lagði Real Madríd í bikarúrslitum fyrir skemmstu. Reikna má með að fagnaðarlæti Börsunga standi yfir næstu daga.
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn