Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. maí 2025 19:50 Hin bandaríska Fritzi Horstman hefur með sínu framlagi haft djúpstæð áhrif á umræðu um fangelsismál og sýnt fram á mikilvægi samkenndar og skilnings í meðferð fanga. Hún hefur lagt áherslu á að með því að takast á við rót vandans – áföll í æsku – sé hægt að stuðla að raunverulegri endurhæfingu og betri samfélagi. Vísir/Sigurjón Ísland hefur alla burði til að geta orðið fyrirmyndaríki í heiminum með innleiðingu á áfallamiðaðri nálgun í fangelsismálum. Þetta segir framkvæmdastjóri Compassion Prison Project sem hefur heimsótt öll fjögur fangelsi landsins. Hin bandaríska Fritzi Horstman er stofnandi Compassion Prison Project sem eru samtök sem vinna að því að innleiða áfallamiðaða nálgun í fangelsiskerfum um heim allan. Hún hefur þá bjargföstu trú að áfallavinna sé lykillinn að betrun og að sterk tengsl séu á milli áfalla í æsku og vandamála á fullorðinsárum. Hún vinnur með hinn svokallaða ACE-spurningalista í fangelsum sem fjallar um mismunandi tegundir áfalla í æsku. Hennar reynsla hefur sýnt að fangar eiga jafnan ótalmargt sameiginlegt og að svarið liggi í æskuárunum. Heimildarmyndin Step Inside the Circle sýnir þann árangur sem Horstman hefur náð með föngunum. Hægt að sjá lítið myndbrot í spilaranum hér fyrir neðan. Horstman er stödd hér á landi til að vera viðstödd ráðstefnu á vegum Landssamtaka Geðhjálpar undir yfirskriftinni „Þörf fyrir samfélagsbreytingar 2025.“ Fréttamaður mælti sér mót með Horstman í Hilton Reykjavík Nordica og það lá beinast við að spyrja hana að því hversu stóran þátt hún teldi að áföll spili í lífi fanga. „Þau eru ástæðan fyrir því að þeir gera hluti sem þeir skilja jafnvel ekki einu sinni af hverju þeir gera þá. Þegar þú ert í árásar- eða flóttastöðu, þegar þú ert að bregðast við út frá skriðdýraheilanum (e. Lizard brain), þegar þú ert í fangelsi, á svæði þar sem ofbeldi ríkir, heimilislaus, háður fíkniefnum og ert stöðugt á árásar- eða flóttastöðu hugsar þú ekki með heilaberkinum, sem gerir þig að manneskju, sem sér sjálfan þig sem manneskju.“ Hún segir að skilningur á því hvernig heilinn bregst við áföllum geti skipt sköpum í lífi fanga. „Fangarnir byrja að ná áttum þegar þeir átta sig á að þeir eru ekki slæmt fólk heldur bara með ofvirka möndlu (e. Amygdala) og ofvirkt árásar- og flóttakerfi þá geta þeir lært aðferðir til að stjórna taugakerfi sínu.“ Hún nálgast fangana sem jafningja og deilir með þeim sínum reynsluheimi en hún sjálf hefur upplifað margháttuð áföll í æsku. „Ég fer ekki inn í fangelsin með það fyrir augum að segja föngunum að heila sig. Ég fer þangað með það fyrir augum að heila mig sjálfa, og þeir heila síðan hvern annan í leiðinni. Í þessu felst kraftur samfélagsins; við getum læknað hvert annað.“ Ofbeldi breytir heilastarfsemi barna Horstman hefur í sínu starfi séð ótrúlegar framfarir hjá fólki. „Ég hef séð fjölskyldubönd styrkjast, ég hef séð hin fullorðnu koma betur fram við börnin sín. Við getum nefnilega bundið enda á ofbeldi gegn börnum með þessari vinnu. Og það er okkar leiðarstjarna, að binda enda á ofbeldi gegn börnum. Það vill enginn skaða barnið sitt en trámatíserað fólk getur upplifað barn sem ógn. Grátandi barn var ógn í mínum huga og ég gerði mér ekki grein fyrir því og særði barnið mitt.“ Nú sé gróið um heilt á milli hennar og sonar hennar eftir að hún tók upp aðferðafræðina. Hún segir að það sé aldrei hægt að réttlæta ofbeldi en að það sé hægt að græða sár. Hún segir að tráma eða áföll í æsku geti verið svolítið eins og veira. Ef þú umbreytir ekki áfallinu í eitthvað uppbyggilegt með áfallavinnu þá geti það orðið til þess að bitna á öðrum, eins og veira sem smitast manna á milli. Það sé mikils virði að vinna í sjálfum sér og áföllum úr æsku til þess að stöðva hringrás ofbeldisins. Lítið en kröftugt samfélag með mikla möguleika Nálgunin hafi burði til að umbreyta heilu samfélögunum. „Setið fé og mannafla í áfallavitund. Tilfinningalegt eða líkamlegt ofbeldi gagnvart barninu þínu breytir heila barnsins því þau eru ekki lengur að læra. Þau eru í varnarstöðu,“ segir Horstman sem vísar aftur í áhrif áfalla á heilastarfsemi. Horstman hefur undanfarna daga ferðast um landið og tekið út fangelsin á Íslandi. Hún segist sjá heilmikla möguleika hér á landi og ætlar að koma aftur í febrúar. Hún ætlar að vinna með Afstöðu – félagi fanga að því að bjóða íslenskum föngum upp á námskeið sem kallast „Trauma Talks“ sem er fræðsluefni í sextán hlutum. „Ég mun verja tíma mínum hér því ég tel að þetta gæti orðið fyrirmynd fyrir heiminn. Þið getið sýnt fram á að þetta virkar, læknað fangana ykkar, læknað fíklana, læknað fólkið sem er dómhart og lokað. Læknað ykkur sjálf.“ Fangelsismál Bandaríkin Geðheilbrigði Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Hin bandaríska Fritzi Horstman er stofnandi Compassion Prison Project sem eru samtök sem vinna að því að innleiða áfallamiðaða nálgun í fangelsiskerfum um heim allan. Hún hefur þá bjargföstu trú að áfallavinna sé lykillinn að betrun og að sterk tengsl séu á milli áfalla í æsku og vandamála á fullorðinsárum. Hún vinnur með hinn svokallaða ACE-spurningalista í fangelsum sem fjallar um mismunandi tegundir áfalla í æsku. Hennar reynsla hefur sýnt að fangar eiga jafnan ótalmargt sameiginlegt og að svarið liggi í æskuárunum. Heimildarmyndin Step Inside the Circle sýnir þann árangur sem Horstman hefur náð með föngunum. Hægt að sjá lítið myndbrot í spilaranum hér fyrir neðan. Horstman er stödd hér á landi til að vera viðstödd ráðstefnu á vegum Landssamtaka Geðhjálpar undir yfirskriftinni „Þörf fyrir samfélagsbreytingar 2025.“ Fréttamaður mælti sér mót með Horstman í Hilton Reykjavík Nordica og það lá beinast við að spyrja hana að því hversu stóran þátt hún teldi að áföll spili í lífi fanga. „Þau eru ástæðan fyrir því að þeir gera hluti sem þeir skilja jafnvel ekki einu sinni af hverju þeir gera þá. Þegar þú ert í árásar- eða flóttastöðu, þegar þú ert að bregðast við út frá skriðdýraheilanum (e. Lizard brain), þegar þú ert í fangelsi, á svæði þar sem ofbeldi ríkir, heimilislaus, háður fíkniefnum og ert stöðugt á árásar- eða flóttastöðu hugsar þú ekki með heilaberkinum, sem gerir þig að manneskju, sem sér sjálfan þig sem manneskju.“ Hún segir að skilningur á því hvernig heilinn bregst við áföllum geti skipt sköpum í lífi fanga. „Fangarnir byrja að ná áttum þegar þeir átta sig á að þeir eru ekki slæmt fólk heldur bara með ofvirka möndlu (e. Amygdala) og ofvirkt árásar- og flóttakerfi þá geta þeir lært aðferðir til að stjórna taugakerfi sínu.“ Hún nálgast fangana sem jafningja og deilir með þeim sínum reynsluheimi en hún sjálf hefur upplifað margháttuð áföll í æsku. „Ég fer ekki inn í fangelsin með það fyrir augum að segja föngunum að heila sig. Ég fer þangað með það fyrir augum að heila mig sjálfa, og þeir heila síðan hvern annan í leiðinni. Í þessu felst kraftur samfélagsins; við getum læknað hvert annað.“ Ofbeldi breytir heilastarfsemi barna Horstman hefur í sínu starfi séð ótrúlegar framfarir hjá fólki. „Ég hef séð fjölskyldubönd styrkjast, ég hef séð hin fullorðnu koma betur fram við börnin sín. Við getum nefnilega bundið enda á ofbeldi gegn börnum með þessari vinnu. Og það er okkar leiðarstjarna, að binda enda á ofbeldi gegn börnum. Það vill enginn skaða barnið sitt en trámatíserað fólk getur upplifað barn sem ógn. Grátandi barn var ógn í mínum huga og ég gerði mér ekki grein fyrir því og særði barnið mitt.“ Nú sé gróið um heilt á milli hennar og sonar hennar eftir að hún tók upp aðferðafræðina. Hún segir að það sé aldrei hægt að réttlæta ofbeldi en að það sé hægt að græða sár. Hún segir að tráma eða áföll í æsku geti verið svolítið eins og veira. Ef þú umbreytir ekki áfallinu í eitthvað uppbyggilegt með áfallavinnu þá geti það orðið til þess að bitna á öðrum, eins og veira sem smitast manna á milli. Það sé mikils virði að vinna í sjálfum sér og áföllum úr æsku til þess að stöðva hringrás ofbeldisins. Lítið en kröftugt samfélag með mikla möguleika Nálgunin hafi burði til að umbreyta heilu samfélögunum. „Setið fé og mannafla í áfallavitund. Tilfinningalegt eða líkamlegt ofbeldi gagnvart barninu þínu breytir heila barnsins því þau eru ekki lengur að læra. Þau eru í varnarstöðu,“ segir Horstman sem vísar aftur í áhrif áfalla á heilastarfsemi. Horstman hefur undanfarna daga ferðast um landið og tekið út fangelsin á Íslandi. Hún segist sjá heilmikla möguleika hér á landi og ætlar að koma aftur í febrúar. Hún ætlar að vinna með Afstöðu – félagi fanga að því að bjóða íslenskum föngum upp á námskeið sem kallast „Trauma Talks“ sem er fræðsluefni í sextán hlutum. „Ég mun verja tíma mínum hér því ég tel að þetta gæti orðið fyrirmynd fyrir heiminn. Þið getið sýnt fram á að þetta virkar, læknað fangana ykkar, læknað fíklana, læknað fólkið sem er dómhart og lokað. Læknað ykkur sjálf.“
Fangelsismál Bandaríkin Geðheilbrigði Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira