Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2025 12:32 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir ekki standa til að forgangsraða selahaldi fram yfir íþróttastarf. Vísir Ekki stendur til að skerða framlög Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga þrátt fyrir að Ríkisútvarpið hafi slegið því upp í fyrirsögn, að sögn formanns borgarráðs. Hann sakar stofnunina um óvandaðan fréttaflutning af borgarmálum. Ríkisútvarpið sagði frá breytingartillögum borgarstjóra á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar í gær. Það var fullyrt að framlög vegna fjölnotaíþróttahúss KR yrði lækkað um hundrað milljónir ef tillögurnar yrðu samþykktar. Í staðinn yrðu framlög til selalaugar í Húsdýragarðinum hækkuð um sextíu milljónir. Fréttirnar hafa orðið kveikja að gagnrýni um að borgaryfirvöld snupri íþróttahreyfinguna og stuðli þess í stað að dýraníði sem felist í selahaldi. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, gagnrýnir framsetningu RÚV sem hún telur misvísandi og óvandaða. Ekki standi til að skerða framlög til íþróttafélaga heldur færa framlög á milli ára. Tafir hafi orðið á verkefnum sem borgin hefur skuldbundið sig til að ráðast í með íþróttafélögunum og að fjármunir sem gert var ráð fyrir í upphafi árs verði ekki nýttir allir í ár. Því hafi verið ráðist í tilfærslur og breytingar á fjárfestingaáætlun. „Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki,“ skrifar Líf í aðsendri grein á Vísi. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR.Vísir/Sigurjón Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, segir í færslu á Facebook-síðu félagsins að hann hafi fengið símtal frá Líf sem hafi fullyrt við sig að borgin ætlaði ekki að bakka út úr gerð fjölnota íþróttahúss. Einungis væru tilfærslur vegna tafa á verkinu, til dæmis vegna tafa við útboð. Fáir kalli eftir að selalauginni verði lokað og selirnir aflífaðir Um selalaugin segir Líf að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hafi lengi beðið eftir úrbótum á aðstöðu sinni, þar á meðal betri umgjörð fyrir selina. „Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur,“ skrifar Líf. Umræðan snúist um atriði sem eigi ekki við rök að styðjast Segir Líf að fjölmiðlar eigi að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum og leita ólíkra skoðana. „Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna.“ Fréttin var uppfærð með upplýsingum úr Facebook-færslu framkvæmdastjóra KR. Reykjavík Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Borgarstjórn Vinstri græn Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Ríkisútvarpið sagði frá breytingartillögum borgarstjóra á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar í gær. Það var fullyrt að framlög vegna fjölnotaíþróttahúss KR yrði lækkað um hundrað milljónir ef tillögurnar yrðu samþykktar. Í staðinn yrðu framlög til selalaugar í Húsdýragarðinum hækkuð um sextíu milljónir. Fréttirnar hafa orðið kveikja að gagnrýni um að borgaryfirvöld snupri íþróttahreyfinguna og stuðli þess í stað að dýraníði sem felist í selahaldi. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, gagnrýnir framsetningu RÚV sem hún telur misvísandi og óvandaða. Ekki standi til að skerða framlög til íþróttafélaga heldur færa framlög á milli ára. Tafir hafi orðið á verkefnum sem borgin hefur skuldbundið sig til að ráðast í með íþróttafélögunum og að fjármunir sem gert var ráð fyrir í upphafi árs verði ekki nýttir allir í ár. Því hafi verið ráðist í tilfærslur og breytingar á fjárfestingaáætlun. „Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki,“ skrifar Líf í aðsendri grein á Vísi. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR.Vísir/Sigurjón Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, segir í færslu á Facebook-síðu félagsins að hann hafi fengið símtal frá Líf sem hafi fullyrt við sig að borgin ætlaði ekki að bakka út úr gerð fjölnota íþróttahúss. Einungis væru tilfærslur vegna tafa á verkinu, til dæmis vegna tafa við útboð. Fáir kalli eftir að selalauginni verði lokað og selirnir aflífaðir Um selalaugin segir Líf að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hafi lengi beðið eftir úrbótum á aðstöðu sinni, þar á meðal betri umgjörð fyrir selina. „Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur,“ skrifar Líf. Umræðan snúist um atriði sem eigi ekki við rök að styðjast Segir Líf að fjölmiðlar eigi að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum og leita ólíkra skoðana. „Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna.“ Fréttin var uppfærð með upplýsingum úr Facebook-færslu framkvæmdastjóra KR.
Reykjavík Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Borgarstjórn Vinstri græn Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent