Viðskipti innlent

Strætó hættir að taka á móti reiðu­fé í vögnum 1. júní

Lovísa Arnardóttir skrifar
Þessir baukar verða ekki lengur í vögnum frá og með næstu mánaðamótum. Ekki verður hægt að greiða í vagninn með reiðufé frá þeim tíma.
Þessir baukar verða ekki lengur í vögnum frá og með næstu mánaðamótum. Ekki verður hægt að greiða í vagninn með reiðufé frá þeim tíma. Strætó

Frá og með 1. júní næstkomandi verður ekki lengur hægt að staðgreiða fargjöld með reiðufé um borð í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Þetta á ekki við um landsbyggðarvagna þar sem áfram verður hægt að borga með reiðufé eða greiðslukorti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Strætó.

Bent er á að áfram verði þó hægt að kaupa fargjöld með reiðufé í móttöku Strætó, Hesthálsi 14. Um 2,3 prósent viðskiptavina greiða nú með reiðufé um borð í Strætó.

Þá er einnig bent á að úrval greiðslumöguleika í Strætó hafi aukist. Til dæmis er hægt að greiða snertilaust með greiðslukorti um borð í öllum vögnum innan höfuðborgarsvæðisins.

Það er líka hægt að kaupa Klapp tíur og Klapp kort með reiðufé á sölustöðum Strætó og kemur fram í tilkynningunni að samhliða þessari breytingu verði sölustöðum fjölgað. Frá og með 1. júní verður því hægt að kaupa Klapp tíur og kort í flestum sundlaugum innan Reykjavíkur.

Vanti viðskiptavinum aðstoð vegna þessara breytingar er þeim í tilkynningu bent á að hafa samband við þjónustuver Strætó í síma 540 2700.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×