Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2025 19:00 Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir niðurstöðu Íslandsbankasölunnar virðast vera góða. Vísir/Vilhelm Hagfræðingur segir jákvætt að tekist hafi að selja allan hlut ríkis í Íslandsbanka. Mikil þátttaka almennings sé góð fyrir markaðinn. Ríkið hljóti nú að íhuga að selja Landsbankann. Útboð á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær og nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af námu tilboð einstaklinga, sem nutu forgangs í útboðinu, 88,2 milljörðum króna. 31.274 einstaklingar tóku þátt í útboðinu. Gott fyrir íslenskt fjármálakerfi Til stóð að selja minnst tuttugu prósenta hlut í bankanum en vegna góðrar þátttöku var allur hlutur ríkisins seldur. Hagfræðingur segir gott að það hafi tekist í einni atrennu. „Það er að vísu með þeim tilkostnaði að frávikið frá síðasta markaðsverði er meira en í útboðinu árið 2022. Það er einhver kostnaður þar en engu að síður bara mjög góð niðurstaða og gott að þessu ferli sé loksins lokið,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur. Hann segir ekki endilega koma á óvart að það hafi tekist að selja allan hlutinn. Meira komi á óvart hve mikil eftirspurnin var. „Það er bara mjög gott fyrir íslenskan hlutabréfamarkað, það er gott fyrir íslenskt fjármálakerfi og ég held það sýni það að það er töluverð eftirspurn eftir að eiga hlut í íslenskum fjármálafyrirtækjum.“ Eftirspurnin greinilega til staðar Tímasetningin virðist hafa verið ágæt. „Ég held að upplifunin hafi verið bara mjög góð stemning einhvern vegin fyrir útboðinu og útboð eru oft háð því,“ segir Konráð. „Þróunin á hlutabréfamarkaði síðustu þrjú ár hefur satt best að segja ekki verið upp á marga fiska heilt yfir. Það sem er kannski jákvætt í þessu er að sjá að það er tiltrú á íslenskan hlutabréfamarkað þrátt fyrir allt“ Landsbankinn er nú eini bankinn í eigu ríkisins. Konráð segir að nú vakni upp spurningar hvort gott gengi í þessari sölu leiði til endurmats á eignarhlut í Landsbankanum. „Eftirspurnin er greinilega til staðar þarna,“ segir hann. „Ég yrði ekkert hissa ef það verður skoðað hvort það komi til álita að selja einhvern hlut í Landsbankanum. Bæði af því að það dregur úr áhættu ríkissjóðs, það lækkar skuldir og svo er greinilegt að almenningur hefur áhuga á því að eiga hlut í fjármálafyrirtæki.“ Neytendur Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Landsbankinn Tengdar fréttir Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. 16. maí 2025 12:37 Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. 16. maí 2025 12:01 Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 16. maí 2025 11:40 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Útboð á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær og nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af námu tilboð einstaklinga, sem nutu forgangs í útboðinu, 88,2 milljörðum króna. 31.274 einstaklingar tóku þátt í útboðinu. Gott fyrir íslenskt fjármálakerfi Til stóð að selja minnst tuttugu prósenta hlut í bankanum en vegna góðrar þátttöku var allur hlutur ríkisins seldur. Hagfræðingur segir gott að það hafi tekist í einni atrennu. „Það er að vísu með þeim tilkostnaði að frávikið frá síðasta markaðsverði er meira en í útboðinu árið 2022. Það er einhver kostnaður þar en engu að síður bara mjög góð niðurstaða og gott að þessu ferli sé loksins lokið,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur. Hann segir ekki endilega koma á óvart að það hafi tekist að selja allan hlutinn. Meira komi á óvart hve mikil eftirspurnin var. „Það er bara mjög gott fyrir íslenskan hlutabréfamarkað, það er gott fyrir íslenskt fjármálakerfi og ég held það sýni það að það er töluverð eftirspurn eftir að eiga hlut í íslenskum fjármálafyrirtækjum.“ Eftirspurnin greinilega til staðar Tímasetningin virðist hafa verið ágæt. „Ég held að upplifunin hafi verið bara mjög góð stemning einhvern vegin fyrir útboðinu og útboð eru oft háð því,“ segir Konráð. „Þróunin á hlutabréfamarkaði síðustu þrjú ár hefur satt best að segja ekki verið upp á marga fiska heilt yfir. Það sem er kannski jákvætt í þessu er að sjá að það er tiltrú á íslenskan hlutabréfamarkað þrátt fyrir allt“ Landsbankinn er nú eini bankinn í eigu ríkisins. Konráð segir að nú vakni upp spurningar hvort gott gengi í þessari sölu leiði til endurmats á eignarhlut í Landsbankanum. „Eftirspurnin er greinilega til staðar þarna,“ segir hann. „Ég yrði ekkert hissa ef það verður skoðað hvort það komi til álita að selja einhvern hlut í Landsbankanum. Bæði af því að það dregur úr áhættu ríkissjóðs, það lækkar skuldir og svo er greinilegt að almenningur hefur áhuga á því að eiga hlut í fjármálafyrirtæki.“
Neytendur Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Landsbankinn Tengdar fréttir Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. 16. maí 2025 12:37 Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. 16. maí 2025 12:01 Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 16. maí 2025 11:40 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. 16. maí 2025 12:37
Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. 16. maí 2025 12:01
Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 16. maí 2025 11:40
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent