Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. maí 2025 21:53 Davíð segir sánuferðir geta haft margvísleg jákvæð áhrif á líkamann og hjartað. Aðsend/Vísir/Vilhelm Hjartalæknir segir sánuferðir geta haft margþætt jákvæð áhrif á heilsu fólks og ekki síst hjartað. Sánuferðir hafi sambærileg áhrif og líkamsrækt, lækki blóðþrýsting og auki losun endorfína sem dragi úr streitu. Finnsk rannsókn frá 2015 var til umræðu í Reykjavík síðdegis í dag en í rannsókninni fylgdu vísindamenn eftir rúmlega tvö þúsund einstaklingum í tuttugu ár til að rannsaka áhrif reglulegrar sánunotkunar á heilsu. Samkvæmt rannsókninni minnkuðu dánarlíkur þeirra sem notuðu sánu tvisvar til þrisvar í viku um 24 prósent en hjá þeim sem fóru að meðaltali fjórum til sjö sinnum í viku minnkuðu líkurnar um allt að 40 prósent. Að auki kom í ljós að tuttugu mínútna sánutími í stað tíu mínútna minnkaði líkur á dauðsfalli vegna hjartaáfalla um 52 prósent. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild landspítalans, ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um sánur og áhrif þeirra á hjartaheilsu. Sambærilegt álag á hjartað og í líkamsrækt Davíð sagði niðurstöður rannsóknarinnar ekki koma á óvart. „Það hefur lengi verið talað um að sána hafi margþætt góð áhrif á heilsuna og ekki síst hjartaheilsuna. Ég held að þessi rannsókn, sem virðist vera nokkuð stór og vel gerð, undirstriki það sem hefur áður verið haldið fram,“ segir Davíð. „Ástæðurnar fyrir þessu gætu verið fjölþættar, það er til dæmis vitað að púlshraðinn eykst við að fara í sánu. Púlsinn fer gjarnan yfir hundrað og stundum upp yfir 150,“ segir Davíð. Hitinn valdi því að álag á hjartað eykst og verður álagið sambærilegt og í miðlungslíkamshreyfingu. Það er fátt betra en að skella sér í góða sánu.Getty „Það er líka vitað að reglulegar sánuferðir lækka blóðþrýsting og hafa mjög jákvæð áhrif á letjandi hluta ósjálfráða taugakerfisins sem er yfirleitt gott fyrir heilsuna. Svo hefur því verið haldið fram að sánunotkun auki losun á svokölluðum endorfínum, sem eru efni sem auka vellíðan og draga úr streitu,“ segir Davíð. Einnig sé talið að sánuferðir auki myndun bráðfasaprótína, svokallaðra „heat schock“-prótína, sem „hafa gjarnan jákvæð áhrif á bólguferli, auka viðgerðargetu fruma og hafa frumuverndandi áhrif.“ Það sé því fullt af mögulegum jákvæðum áhrifum af sánuferðum. Fátt mæli gegn sánunni Davíð segist ekki viss um hve mikinn hita þurfi til að framkalla slík áhrif en allur hiti yfir 50 til 60 gráðum geti verið gagnlegur í því tilliti. „Ef við berum þetta saman við hreyfingu þá er hreyfing yfirleitt betri þeim mun lengri sem hún er. Þetta er sjálfsagt svipað,“ segir Davíð. Davíð segir fátt mæla gegn því að fara í sánu. Fólk eigi til að svitna mikið ef það er lengi í sánu og geti þá þornað um of vökvi það sig ekki. Er minna um hjartaáföll í Finnlandi? „Það held ég ekki, nei. Ég held að þeir séu mjög svipuð þjóð og við erum með svipaðan áhættuprófíl almennt og ég hef ekki heyrt að hjartaáföll séu færri þar,“ sagði Davíð. Hvað finnst þér um að hoppa beint í kalt vatn eftir sánu? „Ég veit það hreinlega ekki. Það hefur ekki verið sýnt fram á mælanlega heilsufarsáhrif kaldra baða en það veldur vellíðan hjá mörgum og ég myndi ekkert mæla gegn því endilega,“ segir Davíð. Reykjavík síðdegis Heilsa Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Finnsk rannsókn frá 2015 var til umræðu í Reykjavík síðdegis í dag en í rannsókninni fylgdu vísindamenn eftir rúmlega tvö þúsund einstaklingum í tuttugu ár til að rannsaka áhrif reglulegrar sánunotkunar á heilsu. Samkvæmt rannsókninni minnkuðu dánarlíkur þeirra sem notuðu sánu tvisvar til þrisvar í viku um 24 prósent en hjá þeim sem fóru að meðaltali fjórum til sjö sinnum í viku minnkuðu líkurnar um allt að 40 prósent. Að auki kom í ljós að tuttugu mínútna sánutími í stað tíu mínútna minnkaði líkur á dauðsfalli vegna hjartaáfalla um 52 prósent. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild landspítalans, ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um sánur og áhrif þeirra á hjartaheilsu. Sambærilegt álag á hjartað og í líkamsrækt Davíð sagði niðurstöður rannsóknarinnar ekki koma á óvart. „Það hefur lengi verið talað um að sána hafi margþætt góð áhrif á heilsuna og ekki síst hjartaheilsuna. Ég held að þessi rannsókn, sem virðist vera nokkuð stór og vel gerð, undirstriki það sem hefur áður verið haldið fram,“ segir Davíð. „Ástæðurnar fyrir þessu gætu verið fjölþættar, það er til dæmis vitað að púlshraðinn eykst við að fara í sánu. Púlsinn fer gjarnan yfir hundrað og stundum upp yfir 150,“ segir Davíð. Hitinn valdi því að álag á hjartað eykst og verður álagið sambærilegt og í miðlungslíkamshreyfingu. Það er fátt betra en að skella sér í góða sánu.Getty „Það er líka vitað að reglulegar sánuferðir lækka blóðþrýsting og hafa mjög jákvæð áhrif á letjandi hluta ósjálfráða taugakerfisins sem er yfirleitt gott fyrir heilsuna. Svo hefur því verið haldið fram að sánunotkun auki losun á svokölluðum endorfínum, sem eru efni sem auka vellíðan og draga úr streitu,“ segir Davíð. Einnig sé talið að sánuferðir auki myndun bráðfasaprótína, svokallaðra „heat schock“-prótína, sem „hafa gjarnan jákvæð áhrif á bólguferli, auka viðgerðargetu fruma og hafa frumuverndandi áhrif.“ Það sé því fullt af mögulegum jákvæðum áhrifum af sánuferðum. Fátt mæli gegn sánunni Davíð segist ekki viss um hve mikinn hita þurfi til að framkalla slík áhrif en allur hiti yfir 50 til 60 gráðum geti verið gagnlegur í því tilliti. „Ef við berum þetta saman við hreyfingu þá er hreyfing yfirleitt betri þeim mun lengri sem hún er. Þetta er sjálfsagt svipað,“ segir Davíð. Davíð segir fátt mæla gegn því að fara í sánu. Fólk eigi til að svitna mikið ef það er lengi í sánu og geti þá þornað um of vökvi það sig ekki. Er minna um hjartaáföll í Finnlandi? „Það held ég ekki, nei. Ég held að þeir séu mjög svipuð þjóð og við erum með svipaðan áhættuprófíl almennt og ég hef ekki heyrt að hjartaáföll séu færri þar,“ sagði Davíð. Hvað finnst þér um að hoppa beint í kalt vatn eftir sánu? „Ég veit það hreinlega ekki. Það hefur ekki verið sýnt fram á mælanlega heilsufarsáhrif kaldra baða en það veldur vellíðan hjá mörgum og ég myndi ekkert mæla gegn því endilega,“ segir Davíð.
Reykjavík síðdegis Heilsa Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent