Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 13:19 Willum Þór Þórsson þakklátur í pontu eftir að hafa verið valinn til að leiða íslenska íþróttahreyfingu næstu fjögur árin. vísir/Anton Willum Þór Þórsson var í dag kjörinn nýr forseti ÍSÍ, á 77. íþróttaþingi sambandsins. Fimm buðu sig fram í embættið og vann Willum algjöran yfirburðasigur. Willum tekur við af Lárusi Blöndal sem verið hefur forseti ÍSÍ frá árinu 2013, þegar hann tók við embættinu eftir andlát Ólafs Rafnssonar. Auk Willums voru í framboði þau Brynjar Karl Sigurðsson, Magnús Ragnarsson, Olga Bjarnadóttir og Valdimar Leó Friðriksson. Willum hlaut 109 af 145 greiddum atkvæðum. Olga kom næst með 20 atkvæði, Magnús hlaut 9, Valdimar 3 en Brynjar Karl ekkert. Lárus Blöndal óskar arftaka sínum, Willum Þór Þórssyni, til hamingju.vísir/Anton Willum er kjörinn til næstu fjögurra ára. Þetta var í fyrsta sinn í tæp tuttugu ár sem kosið var um forseta ÍSÍ og framboðin hafa aldrei verið fleiri. Frambjóðendurnir fimm börðust um 146 atkvæði (greidd atkvæði voru á endanum 145) en þingfulltrúar skiptast að mestu í tvo 72 manna hópa. Annar frá sérsamböndunum, allt frá því minnsta, Keilusambandinu KLÍ sem fær einn fulltrúa, og yfir í það stærsta, Knattspyrnusambandið KSÍ sem fær sex fulltrúa. Hinn hópurinn er skipaður íþróttahéruðunum en þar er Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK með 16 fulltrúa og Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR með 19 fulltrúa í yfirburðarstöðu miðað við nítján sambönd sem eiga aðeins einn fulltrúa. Við þessa tvo hópa bætast svo tveir fulltrúar úr íþróttamannanefnd ÍSÍ. Sjö nýir fulltrúar voru einnig kjörnir inn í framkvæmdastjórn ÍSÍ í dag. Þau voru, í stafrófsröð: Heimir Örn Árnason Kári Mímisson Sigurjón Sigurðsson Trausti Gylfason Viðar Garðarsson Þórdís Anna Gylfadóttir Þórey Edda Elísdóttir Fyrir í framkvæmdastjórn eru: Daníel Jakobsson Elsa Nielsen Hafsteinn Pálsson Hjördís Guðmundsdóttir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Ragnheiður Ríkharðsdóttir Olga Bjarnadóttir ÍSÍ Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira
Willum tekur við af Lárusi Blöndal sem verið hefur forseti ÍSÍ frá árinu 2013, þegar hann tók við embættinu eftir andlát Ólafs Rafnssonar. Auk Willums voru í framboði þau Brynjar Karl Sigurðsson, Magnús Ragnarsson, Olga Bjarnadóttir og Valdimar Leó Friðriksson. Willum hlaut 109 af 145 greiddum atkvæðum. Olga kom næst með 20 atkvæði, Magnús hlaut 9, Valdimar 3 en Brynjar Karl ekkert. Lárus Blöndal óskar arftaka sínum, Willum Þór Þórssyni, til hamingju.vísir/Anton Willum er kjörinn til næstu fjögurra ára. Þetta var í fyrsta sinn í tæp tuttugu ár sem kosið var um forseta ÍSÍ og framboðin hafa aldrei verið fleiri. Frambjóðendurnir fimm börðust um 146 atkvæði (greidd atkvæði voru á endanum 145) en þingfulltrúar skiptast að mestu í tvo 72 manna hópa. Annar frá sérsamböndunum, allt frá því minnsta, Keilusambandinu KLÍ sem fær einn fulltrúa, og yfir í það stærsta, Knattspyrnusambandið KSÍ sem fær sex fulltrúa. Hinn hópurinn er skipaður íþróttahéruðunum en þar er Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK með 16 fulltrúa og Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR með 19 fulltrúa í yfirburðarstöðu miðað við nítján sambönd sem eiga aðeins einn fulltrúa. Við þessa tvo hópa bætast svo tveir fulltrúar úr íþróttamannanefnd ÍSÍ. Sjö nýir fulltrúar voru einnig kjörnir inn í framkvæmdastjórn ÍSÍ í dag. Þau voru, í stafrófsröð: Heimir Örn Árnason Kári Mímisson Sigurjón Sigurðsson Trausti Gylfason Viðar Garðarsson Þórdís Anna Gylfadóttir Þórey Edda Elísdóttir Fyrir í framkvæmdastjórn eru: Daníel Jakobsson Elsa Nielsen Hafsteinn Pálsson Hjördís Guðmundsdóttir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Ragnheiður Ríkharðsdóttir Olga Bjarnadóttir
ÍSÍ Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira