Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. maí 2025 14:06 Egill Gunnarsson, umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Aðsend Hveitirækt hefur gefist vel hér á landi og er ætlunin að auka þá ræktun. Þá er kornrækt í miklum blóma en bygg var ræktað á um 3.400 hekturum hjá bændum á síðasta ári. Hveitið í ræktuninni er aðallega notað í fóður fyrir dýr þar sem mesti vaxtarsprotinn er í fiskeldi. Egill Gunnarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann hefur starfað síðust ár, sem bústjóri Hvanneyrarbúsins á Hvanneyri í Borgarfirði. Hlutverk Egils er m.a. að hafa umsjón með hveititilraunum, sem er hluti af kynbótaverkefninu „Völu” og er fjármagnað af matvælaráðuneytinu. En tilraunir með ræktun á hveiti á Íslandi, hvað er helst að frétta þar? „Það er ekki nema von að þú spyrjir en það hefur verið dálítil vakning bæði varðandi þörf á rannsóknum og vakning hjá bændum og stjórnvöldum um að gefa svolítið í varðandi kornræktun almennt. Það eru nokkrir bændur, sem hafa fiktað við ræktun hveitis en við höfum mest verið að nota vetrarafbrigði í hveiti,” segir Egill. Egill og Serena Condini, sem er menntuð í plöntukynbótum og er núna „internship” nemandi í Landbúnaðarháskólanum en hún er aðalsamstarfsmaður Egils í hveitinu. Myndin er tekin við sáningu á kornreitumí Gunnarsholti 30. apríl 2025.Jónína Svavarsdóttir Egill segir að kornrækt í heildina hafi verið árið 2022 um 3500 hektarar. Á sama tíma hefur vetrarhveiti verið aðeins ræktað á um 40-70 hekturum síðustu ár, vorhveiti á um 10-30 hekturum og hafrar á um 160-200 hekturum en byggið ber af og hefur verið ræktað á um 2800-3400 hekturum síðustu ár. En hveitið, hvaða möguleikar eru þar að mati Egils? „Það eru miklir vaxtarmöguleikar og ekki séð fyrir því hvað sérstaklega varðar eftirspurnina, hún er náttúrulega gríðarlega mikil. Þá erum við ekki endilega að tala um hveiti, sem bakstursafurð heldur varðandi fóður í dýr og þar er stærsti vaxtarsprotinn nefnilega fiskeldi,” segir Egill. Egill í tilraunabyggökrum.Jónína Svavarsdóttir Ekki hveiti til að baka vöfflur og pönnukökur? „Jú, jú, svo gerum við það líka en maður verður að hugsa þetta í þrepum,” segir hann hlæjandi. Heldur þú að bændur séu almennt stemmdir fyrir þessari nýjung og að fara að rækta hveiti á fullum krafti? „Já, ég held að bændur séu almennt mjög áhugasamir um kornræktun og eflingu hennar,” segir nýráðinn ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Mynd af starfsfólki og nemendum Landbúnaðarháskólans, sem koma mest að korntilraunum. Frá vinstri eru Egill Gunnarsson, Jónína Svavarsdóttir, Sunna Skeggjadóttir, Helga Rún Jóhannsdóttir og Serana Condini. Á myndina vantar Hrannar Smára Hilmarsson tilraunastjóra jarðræktartilrauna, sem tók myndina.Hrannar Smári Hilmarsson Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Egill Gunnarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann hefur starfað síðust ár, sem bústjóri Hvanneyrarbúsins á Hvanneyri í Borgarfirði. Hlutverk Egils er m.a. að hafa umsjón með hveititilraunum, sem er hluti af kynbótaverkefninu „Völu” og er fjármagnað af matvælaráðuneytinu. En tilraunir með ræktun á hveiti á Íslandi, hvað er helst að frétta þar? „Það er ekki nema von að þú spyrjir en það hefur verið dálítil vakning bæði varðandi þörf á rannsóknum og vakning hjá bændum og stjórnvöldum um að gefa svolítið í varðandi kornræktun almennt. Það eru nokkrir bændur, sem hafa fiktað við ræktun hveitis en við höfum mest verið að nota vetrarafbrigði í hveiti,” segir Egill. Egill og Serena Condini, sem er menntuð í plöntukynbótum og er núna „internship” nemandi í Landbúnaðarháskólanum en hún er aðalsamstarfsmaður Egils í hveitinu. Myndin er tekin við sáningu á kornreitumí Gunnarsholti 30. apríl 2025.Jónína Svavarsdóttir Egill segir að kornrækt í heildina hafi verið árið 2022 um 3500 hektarar. Á sama tíma hefur vetrarhveiti verið aðeins ræktað á um 40-70 hekturum síðustu ár, vorhveiti á um 10-30 hekturum og hafrar á um 160-200 hekturum en byggið ber af og hefur verið ræktað á um 2800-3400 hekturum síðustu ár. En hveitið, hvaða möguleikar eru þar að mati Egils? „Það eru miklir vaxtarmöguleikar og ekki séð fyrir því hvað sérstaklega varðar eftirspurnina, hún er náttúrulega gríðarlega mikil. Þá erum við ekki endilega að tala um hveiti, sem bakstursafurð heldur varðandi fóður í dýr og þar er stærsti vaxtarsprotinn nefnilega fiskeldi,” segir Egill. Egill í tilraunabyggökrum.Jónína Svavarsdóttir Ekki hveiti til að baka vöfflur og pönnukökur? „Jú, jú, svo gerum við það líka en maður verður að hugsa þetta í þrepum,” segir hann hlæjandi. Heldur þú að bændur séu almennt stemmdir fyrir þessari nýjung og að fara að rækta hveiti á fullum krafti? „Já, ég held að bændur séu almennt mjög áhugasamir um kornræktun og eflingu hennar,” segir nýráðinn ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Mynd af starfsfólki og nemendum Landbúnaðarháskólans, sem koma mest að korntilraunum. Frá vinstri eru Egill Gunnarsson, Jónína Svavarsdóttir, Sunna Skeggjadóttir, Helga Rún Jóhannsdóttir og Serana Condini. Á myndina vantar Hrannar Smára Hilmarsson tilraunastjóra jarðræktartilrauna, sem tók myndina.Hrannar Smári Hilmarsson
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira